Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 1
Myndin var tekin á Húsavík í gærdag og sýnir örin hvaðan dreng- urinn féll niöur í fjöruna. Lenti hann á kassadóti, sem fyrr um morguninn hafði verið hent í fjöruna og hefur það bjargaö lífi hans.<s> Auglýsingatekjur sjón- vurpsins hverfandi Samanlagður auglýsingatlmi i janúar aðeins rúm ein minúta. — Rikisútvarpið hugleiðir nú ráðstafanir til að auka auglýsingarnar Auglýsingatekjur Sjónvarps- ins hafa falliö niður úr öllu valdi eftir jólin, þó að þær hafi varla getað talizt fullnægjandi fyrir þann tíma. — Urðu tekj ur af auglýsingum aðeins 57.000 kr. í janúar og munu ekki hafa aukizt í þessum mánuði. — Sein ustu þrjá mánuði sl. árs námu tekiurnar 635.000 kr., en hafa verður í huga að þá voru út- sendingardagar sjónvarpsins að eins tveir í viku. — Okkur er ekki ljóst í hverju þetta liggur, sagði Gunn ar Vagnsson, fjármálastjóri Rík isútvarpsins í viðtali við Vísi í gær. — Það hefur valdið okk ur töluverðri furðu að auglýs- endur skuli ekki hafa viljað hag nýta sér betur þessa góðu aug- lýsingamöguleika sem í sjón- varpi felast. Mjög mikið er nú horft á sjónvarp og þá sér- staklega meðan útsendingar eru jafn fáar og nú og ná því aug- lýsingarnar til alls þorra manna á áhrifasvæði sjónvarpsins. Auglýsingatekjur sjónvarps- ins voru ef til vill ekki mjög verulegar fyrir jólin, en búast mátti við því að auglýsendur væru smátíma að venjast þess um nýja möguleika, sagði Gunn ar, — en í stað þess að halda á- fram að aukast hafa auglýsing ar snarminnkað. Ríkisútvarpið er nú að hug- Framh. á bls. 10 UmbúBumiSstöðin hefur senn framleiðslu Húsið tilbúið um næstu mánaðamót. — Flest- ar vélar komnar til landsins Framkvæmdir við stálgrindarhús Stálgrindahúsið, sem er keypt Umbúðamiöstöðvarinnar h.f. hóf- j frá Bandaríkjunum, kom til lands- ust nú í vikunni við Kleppsveg. Er ins seinni hluta janúar. — Það er áætlaö að húsið verði fullgert um 750 fermetrar að flatarmáli og skömmu eftir næstu mánaðamöt lofthæö um 3 V2 metri. — Umbúða- og verður þá hafizt handa um að miðstöðin mun að líkindum taka koma fyrir vélunum sem flestar til starfa fyrir næsta sumar en í eru komnar til landsins. j verksmiðjunni verða framleiddar Enginn skilur hvermg drengurinn komst hjúlparlaust upp gilið Drengnum, sem hrapaði fram af hömrunum í Há- höfða hjá Húsavík, líður framar öllum vonum, eftir því sem læknir sjúkrahúss ins á Húsavík tjáði blaðinu í gærkvöldi. Er komið í Ijós, að Júiíus litli ívarsson hefur sloppið furðanlega vel út úr ævintýri sínu. — Hann hlaut að vísu slæmt mar í andliti og opið sár á vinstri fæti, en hann hef- ur sloppið við útlimabrot eða önnur alvarlegri meiðsli. .// „Eins og í lygasögu segir Ragnar Haraldsson, en hann og félagi hans fóru á 3 dógum frá Reykjavik til Egilsstaðc — Ferðin hefur gengið eins og í lygasögu. Við höfum varla þurft að stiga út úr bílnum og eiginlega erum við komnir fram úr þeirri áætlun, sem við höfðum gert, sagði Ragnar Har- aldsson, er Visir átti símtal við hann í gær á Egilsstöðum, en hann og Ingölfur Sigurðsson eru á leið umhverfis landið á Bronco. Lögðu þeir upp frá Reykjavík að Klaustri á mið- vikudag, kpmust til Hornafjarð- ar í fyrradag oa voru komnir aö Egilsstöðum í gærkvöld og hugðust þá halda áfram og gista á Jökuldal. — Ferðin yfir sandana gekk vel og var lítiö í vötnunum. Fórum við yfir allar árnar á vöðum nema Súlu, sem við fór- um yfir á ís. Kvískerjabræður ferjuðu okkur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, en hún er ekki jeppafær. Við vorum heppnir með veður, en fengum svolitla rigningu í Öræfunum, en í dag hefur veður verið ynd- islegt. Viö lögðum af stað frá Klaustri kl. 7 um morguninn og vorum komnir í Hornafjörð kl. 6 um kvöldið og heföum haldið áfram ef talstöðin h.efði ekki bilað. í morgun lögðum við svo upp frá Homafirði og gekk Framh. á bls 10 Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, var Júlíus litli, 10 ára gam- all drengur frá Húsavík, aö leik á- samt félaga sínum norður á hömr- unum á Háhöfða, þar sem íbúar Húsavíkur fleygja úrgangi og sorpi. Er þetta ekki langt frá Húsavík, eða innan við hálftíma gangur rösk- um manni. Þarna á hömrunum er steypt renna, sem sorpbílamir aka aftur á bak niður á brún til þess að losa Húsavíkurbúa við ruslið. Þaðan er um 30 m hátt fall niður í fjöru. Þar vom drengirnir aö leik og vildi slysið þannig til, aö Júlíus hjólaöi niður rennuna, en gætti sín ekki á því, þegar hann ætlaði að hemla niðri á brún, að ísing var á rennunni og tókst honum því ekki að stöðva ferð sína, heldur rann fram af brúninni og hrapaði niðúr 30 m hátt hengiflugiö. Dreng- urinn, sem með honum var, varð felmtri sleginn og hjólaöi strax til manna og skýrði frá, hvað komiö hafði fyrir. Lögreglan gerði strax út leiðangur bæði á báti og á landi, en menn héldu fyrst í staö, að ekki mundi unnt að komast að Júlíusi litla öðruvísi en af sjó. Fóru meðal annarra á stúfana menn af smíða- verkstæði, sem er þarna rétt hjá lögreglustöðinni. En rétt eftir aö hjálparmenn voru lagðir af stað, fréttu foreldrar Júlíusar, að hann væri kominn á sjúkrahúsiö, blóðug- ur og illa til reika. Höfðu þeir ekk- ert frétt af því, sem gerzt hafði, fyrr en hann var kominn sjálfur fram. Svo fljótt bar þetta allt að. Framh. á bls 10 Júlíus ívarsson. öskjur fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en ekki aðrar um- búðir. — Eigendur öskjugerðarinn ar eru flestir þeir hraðfystihúsa- eigendur, sem eru aðilar í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins Miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins liefur ákveðið að 17. landsfundur Sjálf stæðisflokksins skuli koma saman í Reykja- vík fimmtudaginn 20. apríl nJt. Landsfundur er full- trúasamkoma Sjálfstæð- ismanna af öllu landinu. Fer landsfundur með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins og markar heildarstefnu flokksins í landsmálum. Landsfundur skal að jafnaði haldinn annað- hvort ár og var hann síðast haldinn árið 1965. Nánari tilhögun fund- arins verður tilkynnt flokksfélögunum bréf- lega. Framboð Sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi ákveðið Sigurður Agústsson, alþm. hættir Sjálfstæðismenn •' Vesturlands- kjördæmi hafa ákveðið framboð sitt við alþingiskosningarnar i sum ar. Var það ákveðið á fundi í Borg arnesi í gær. Sigurður Ágústsson alþm. 2. þingmaður kjördæmisins sem setið hefur á Alþingi siðan árið 1949 gefur nú ekki kost á sér til endurkjörs. Listinn verður þann ig skipaður við alþingiskosningarn- ar: 1. Jón Árnason, alþm., 2. Frið jón Þórðarson, sýslumaður, Stykk- ishólmi, 3. Ásgeir Pétursson, sýslu maður, Borgarnesi, 4. sr. Eggert Ól- afsson, prófastur, Kvennabrekku, 5. Þráinn Bjarnason, bóndi, Hlíða- holti, 6. Páll Gislason, læknir, Akra nesi, 7. Sigríður Sigurjónsdóttir, húsfrú Hurðarbaki, 8 Guðmundur Ólafsson, bóndi, Ytrafelli, 9. Sigurð ur Ágústsson, alþm., 10. Pétur ótte sen, bóndi, Ytra-Hólmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.