Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 8
00 0 V í SI R . Laugardagur 11. febrúar 1967. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfaa VISIK Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kxistjánsson AOstoOarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 elntakið PrentsmiOjs Vísis — Edda h.f Vilja þeir enn höft og skömmtun ? Jgins og alþjóð e’r kunnugt, var það lengi mjög sterk og útbreidd trú innan Framsóknarflokksins, að Ey- steinn Jónsson kynni öllum mönnum betur að stjórna fjármálum ríkisins og velferð lands og þjóðar væri undir því komið, að hann yrði fjármálaráðherra með- an honum entist líf og heilsa. En eftir fall vinstri stjórnarinnar mun trúin á óskeikulleika hans hafa rénað talsvert, og Tíminn lofsyngur hann nú orðið miklu sjaldnar en áðu'r fyrir fjármálavit, enda hafa risið upp nýir spámenn innan flokksins, sem mikið láta að sér kveða. Má þar sérstaklega nefna þing- mennina Helga Bergs og Halldór E. Sigurðsson. Sá fyrrnefndi hefur undanfarið verið að gefa ríkis- stjórninni 'ráð um fjármálastjórn, og er svo að sjá, að Tíminn telji að í tillögum hans sé að finna lausn á öllum vanda. Hin merkasta þeirra er sú, að nota nú strax mikinn hluta af gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinn- ar til kaupa á vélum og tækjum ýmiss konar, og þá aðallega fyrir iðnaðinn. Þetta finnst Tímanum svo snjöll hugmynd, að annarra ráða þurfi varla að leita til þess að sigrast á erfiðleikum atvinnulífsins í landinu. Framsóknarmenn hafa um nokkurt skeið ekki linnt látum um að gjaldeyrisvarasjóðnum yrði eytt með eínhverjum ráðum. Þykir mörgum þetta undarleg kenning ú'r þeirri átt, því að það sem Eysteinn Jóns- son deildi hvað harðast á nýsköpunarstjórnina fyrir, var, að hún notaði gjaldeyriseignina, sem hún tók við, til nauðsynlegra kaupa á atvinnutækjum, m. a. ný- sköpunartogurunum, sem Eysteinn, í hita ræðunnar, kallaði óþarft „gums“. „Útkoman varð sú“, segir Tím- inn í fyríadag, „að gjaldeyriseignin eyddist öll á tveimur árum og meira til. Næsta ríkisstjóm varð ekki aðeins að grípa til ströngustu gjaldeyrishafta, heldur einnig víðtækrar skömmtunar“. Nú gerir einn helzti fjármálaspekingur flokksins, Helgi Bergs, það að tillögu sinni, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn sé notaður á líkan hátt og nýsköpunar- stjórnin gerði og Eysteinn Jónsson fordæmdi þá svo eftirminnilega! En látum þessa ósamkvæmni vera, eins og við- skiptamálaráðherra sagði í Alþýðubl. á dögunum: „Hún er klaufaskapur. Hitt er alvarlegra, að áhrifa- mikill þingmaður og ritari næststærsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar skuli annars vegar vera jafn sneyddur skilningi á hlutverki gjaldeyrissjóðs og þessi tillaga ber vott um og hins vegar jafn fáfróður um það, sem verið hefur að gerast varðandi innflutn- ing véla og tækja á undanfömum árum“. Sá innflutn- ingur hefur verið aukinn stórlega. Væri gjaldeyrisvarasjóðnum eytt, kæmu á eftir gjaldeyrishöft og skömmtun. Er það enn þetta, sem Framsókn raunverulega vill? i Podgornij á fundi páfa... þeir ræddust við í 70 mínútur. Páfinn hefir sín í einu Norðurlandablaðinu var undirfyrirsögn fréttagreinar á þessa leið: Með heimsókn Podgomijs forseta Sovétríkj- anna í Vatikanríkið hefir Páll páfi hafið „diplomatiska sókn“ gagnvart kommúnistalöndunum. Oschab, forseti Póllands ... er honum líka boðlð til Rómar? Hér mætti vafalaust við bæta: í þeim tilgangi að fá þau til samstarfs í þágu góðra málefna. Heimshorna sniiBi ► Eftir tveggja ára rannsóknir hafa 8 menn á aldrinum 17-22 ára verið handteknir í Karlstad í Sví- þjöð, en þar er stórt eiturlyfjamál nú til meðferöar. Flestir hinna hand teknu eru námsmenn. ► Á kosningafundi í Indlandi í vikunni var varpaö steini í andlit ið á Indiru Gandhi forsætisráö- herra og meiddist frúin á nefi og vörum. En í aðalfyrirsögn var ekki verið að fela neitt í hjúpi orð- anna og sagt: Allar leiðir Austur- Evrópu liggja f dag til Rómar. Hvort of sterkt er til orða tekið skal ósagt látið, en mikla athygli hefir það vakið hve mikla áherzlu Hans Heilagleiki leggur á, að koma á góðu sam- starfi viö kommúnistalöndin. Ef það tækist væri þaö mikilvægt fyrir friöarviðleitni páfa í heild og jafnframt veröa til þess aö nýtt og betra viðhorf skapaðist hjá stjórnarvöldum kommún- istalanda til milljóna römversk- kaþólskra manna í löndum þeirra. í áðurnefndri grein var minnt á það, að hann Stalin heitinn hefði einu sinni spurt í háði: Hve mörg herfylki hefir páfinn? Og blaðið svarar: „Þau eru ófá herfylkin, sem páfinn hefir í Sovétríkjunum og Austur-Evrópulöndunum — milljónir rómversk-kaþólskra manna, sem hafa orðið að líöa fyrir trú sína, — og svo eru aðrar milljónir rómversk- kaþólskra manna, sem eru hik- andi, í vafa um hvort þeir eigi að verða við kröfum stjómar- valdanna byggðum á þeirri hugsjóna- og stjórnmálastefnu, sem ríkjandi er, eða þeirri trú- arstefnu, sem kirkja þeirra býður þeim. ERU MÚRAR AÐ HRYNJA? Því er haldið fram í áður- nefndri grein og í ýmsum öör- um blöðum, aö meö heimsókn Podgornijs í Páfagarð hafi veriö stigið hið mikilvægasta skref til þess að koma sambúö hinna kommúnistisku valdhafa og kirkjunnar í eðlilegt horf. Múrar séu að hrynja. Og menn benda á, að þetta sé aðeins upphafið — næsti gestur í Páfagarði veröi Oschab, forseti Póllands, en í Póllandi hafa lengi veriB hörð átök milli valdhafa og kirkju, og hefir rómversk- kaþólski kardínálinn þar 1 landi, Vyshynski, einarður maður og fylginn sér, oft orðið til þess að varpa ljósi á það í stólræðum frá hans bæjardyrum séð hvað um sé deilt. Ambassadoraskipti? Blaðið „Messagero" f Róma- borg hefir birt frétt um þaö, aö á fundi þeirra Heilagleikans og Podgomijs hafi náöst samkomu- lag um ambassadoraskipti. Sennilega hefir Messagero þó verið fullfljótt á sér, er það minntist á þetta, en enginn vafi. aö þetta hefir komiö til oröa Ólíklegt er ekki, að samkomu- lag hafi náðst í grundvallarat- riðum, líkt því, sem náðist við Júgóslavíu í fyrra. Skiiyröi al hálfu Páfastólsins yrði m. a., að trúarleg réttindi 10 milljóna rómversk-kaþólskra manna í Sovétríkjunum yröu tryggö. Ákvæði til styrktar trúfrelsi verði tekin upp í stjórnarskrá þá, sem í undirbúningi er í Sovétríkjunum í tilefni hálfrar aldar afmælis byltingarinnar á hausti komanda. (í núverandi stjórnarskrá er viðurkennt, aö trú sé einkamál, en bannaður áróöur fyrir trúarskoðunum). . . . „Ifka til Póllands“ Fyrir nokkru kom pólski erkibiskupinn Kominck í Páfa- garö og hefir dvalizt þar síöan, — að sögn vegna þess, að í undirbúningi eru viðræður viö valdhafa Póllands, og ef til vill til undirbúnings því, að mon- signor Augostino Casaroli, aðai- samningamaður Páfastóls viö kommúnistaríkin, fari ekkj að- eins í heimsókn til Moskvu heldur og .. . líka til Póllands. (Að mestu þýtt) — a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.