Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Laugardagu* 11. febrúar 1967. „KVENLEGUR COURREGES' T'izkumeistarinn Courreges gerði ekki tizkubyltingu eins og búizt var við Courreges — Courreges — um allan heim var beðið eftir Courreges-tízkusýningunni í Parfs sem fram fór 3. febrúar. Courreges, tízkumeistarinn, hafði lofað að koma fram með eitthvað alveg nýtt og spurning- in var hvort þetta nýja ætti eftir að valda álíka tízkubyltingu og „geimferðafötin", stuttu kjólarn ir og hvítu stígvélin, gerðu fyrir tveimur árum. Courreges hélt sýningu sína, en þaö er engu líkara en þeir, sem viðstaddir votu hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum og vilji helzt þegja nýju Courreges- tízkuna f hel. Svo mikið er vfst að meðan hinum tízkumeistur- unum hefur verið hampað í heimspressunni hefur svo til ekkert verið sagt frá Courreges- sýningunni, annað en hún hafi farig fram. Kvennasíðunni hafa þó borizt stuttar fréttir af sýningunni og virðist af þeim sem Courreges hafi ekki staðið við loforð sitt um algera nýjung. Bera fötin, sem hann sýndi, mikinn svip af þeim fötum, sem hann sýndi fyrir tveimur árum, eina brevt- ingin, sem um er talað, er að þau séu kvenlegri. Sýningastúlkumar hjá Courre ges gengu yfirleitt inn tvær og tvær saman í takt við tón- listina. Þær vom ýmist stutt- klipptar eöa með hárið (sitt eigið hár) tekið í tagl í hnakk- anum. Þær vom þaktar frekn- um, hvort sem þag voru þeirra eigin freknur eða ámálaðar. í stað stígvélanna, sem Courreges varð hvað frægastur fyrir, vom þær nú í hvítum sportsokkum með saum aftan á leggnum og við þá í barnalegum skóm með slaufum. Það bar mikið á slaufunum á fötum Courreges og var þeim víða komið fyrir ofarlega á bak- inu. Tvöfaldir saumar, eins og á „gömlu“ kjólunum og kápun- um voru mjög áberandi. og voru rassvasar á sumum Kápurnar voru víðar og sama er að segja um kjólana og ca. eins sm. breiðar leggingar í lit. sem stungu í stúf við efnið voru nokkuð áberandi. Lokaatriðið á sýningunni var ekki brúðarkjóll eins og yfirleitt tíðkast heldur komu inn þrjár sýningastúlkur, klæddar rauðum og hvítum fötum (uppáhaldslitir Courreges í ár) og er þær sneru baki í áhorfendur mátti sjá að á bakinu á þeirri sem var lengst til vinstri var stórt F, á þeirri næstu stórt I og á þeirri þriðju var stórt N og er þær stóðu hliö við hlið mynduðu stafirnir orðið FIN, sem þýðir ENDIR Fróðleikur um heimilisiðnað Heimilisiðnaöarfélag Islands hefur nú hafið útgáfu rits, sem ætlað er til kynningar á göml- um og nýjum fróðleik sem aö heimilisiðnaði lýtur og hefur Kvennasíöunni borizt fyrsta hefti ritsins, sem nýlega er komið út. Nefnist ritið „Hugur og hönd“ og er ætlunin aö það komi út einu sinni á ári. Verður félagsmönnum Heimilis- iðnaöarfélags íslands sent ritið, en auk þess veröur það selt í lausasölu. í inngangsoröum aö ritinu segir m.a. aö ráð- izt hafi verið í útgáfu þessa rits vegna þess að komiö hefur í ljós aö aukin þörf er á leiðbein- ingastarfsemi af hendi Heimilisiönaðarfélagsins Er ritiö ætlað til kynningar á gömlum og nýj- um fróðleik, sem að heimilisiönaði lýtur og veröa greinar um- ýmsa þætti heimilisiðnaöar- ins, fróðleikskorn, sérstakar óskir og ábending- ar um efnisval þakksamlega þegnar. 1 þessu nýútkomna riti kennir margra grasa og eru þar m.a. 8 litmyndasíður úr bók Hall- dóru Bjamadóttur um vefnað á íslenzkum heim- ilum sem út kom á síöasta ári. Helga Kristjánsdóttir skrifar um Heimilisiön- aðarfélag íslands og verzlunina íslenzkan heim- ilisiðnað sem félagiö rekur aö Laufásvegi 1. Þá er viðtal viö forstööukonu verzlunarinnar, Sig- ; rúnu Stefánsdóttur og sagt er frá samkeppni um * bezt gerða íslenzka muni ætlaöa feröamönnum ; og til notkunar innanlands. Uppskriftir eru að mynstraðri lopapeysu,; lopakápu og hamdofnum svuntum. Þá em ( mynstur að ullarefnum, tillö.gur aö gerð bakka- banda, uppskrift að prjónuðu langsjali úr ís- lenku bandi, mynstur á refli frá 17. öld og síöan eru myndir af útskornum munum, m.a. skrifar Kristján Eldjárn meö um þvottaklapp. Þá er sagt frá gerö fótofinna banda, Amheiður Jóns dóttir segir frá Heimilisiðnaðarsambandi Norð urlanda en Heimilisiðnaðarfélag íslands er aöili að því og eru þingin haldin á þriggja ára fresti Að lokum er grein um jurtalitun eftir Matthildi Halldórsdóttur, Garöi. Ritnefnd skipa: Geröur Hjörleifsdóttir, Sól- veig Baldursdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Pálsdóttir. Myndir gerði Gísli Gestsson, útlitsteikningu Hafsteinn Guömundsson, prentmót Páll Finn- bogason og Edda h.f. sá urn setningu og prentun. Þessa hlýlegu loðkápu er einfalt að gera eftir upp- skrift úr „Hugur og hönd.“ Issinfónía ÍFljótgerður en hátíðlegur eft- irréttur er „íssinfónían‘% sem gerð er á eftirfarandi hátt: 2 pakkar núggais (1 líters pakkar), 4 bananar, 3—4 matskeiðar Ijóst romm. 1 Súkkulaðisósa: iy2 dl kakó, 1 y2 dl sykur, 1 y2 dl vatn. | Núggi: iy2 dl sykur, 50 g sæt- ar möndlur, fínt malaðar. Hellið sykrinum í núggann á ; heita steikarpönnu Hrærið í i með sleif og látið svkurinn bráöna og verða ljósbrúnan. Blandiö möndlunum út í, hitið i aöeins og hellið síðan á smurða plötu. Látiö núggann kólna, brjótið hann síðan og maliö eða myljið mjög smátt. Blandið kakóinu, vatninu og sykrinum i súkkulaðisósuna saman í pott meö þykkum botni, hitið og látið sjóða í nokkrar mínútur. Þegar bera á eftirréttinn fram er ísinn spændur upp með skeið eða skorinn í þunnar sneiöar og settur í skál. Bananarnir skornir í sneiðar og þær lagöar yfir ís- inn. Romminu hellt yfir og ör- litlu af súkkulaðisósunni (heitri eða kaldri etfir smekk). Síðan er núgganum stráð yfir og sósan borin með í könnu. Þessi „sinfóníuskammtur" á að nægja handa um það bil 10 manns. Þessi mynd var terknuð & sýningunni hjá Courreges, þótt nokkuð sé erfitt að sjá samhengi hennar og lýsinga áfötunum sem sýnd voru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.