Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 3
V1SIR. Laugardagur 11. febrúar 1967,
3
Það hlýtur að vera meira en
litið skrýtin samkoma, þar sem
40 leikarar koma saman og
sprella hver á sinn máta —
blanda saman margháttuðu gríni
í cinn allsherjar kokkteil.
Á leikarakvöldvökur hefur
fólk jafnan sótt ósvikna
skcmmtun. Þar sýna leikarar
gjarna þá hliðina, sem endránær
snýr ekki aö áhorfcndum, koma
til dyranna í eins konar sjald-
hafnarflíkum^spila á munn-
hörpur, mandólín og margs
kyns þessháttar tól.
Það hefur að sjálfsögðu kost-
að talsvert umstang og tilfær-
ingar að blanda þennan kokk-
teil — og margar vökunætur.
Skemmtunin átti að hlaupa af
stokkunum í haust, sem leið,
en leikarar hafa átt svo ann-
ríkt við leiksýningar í leikhús-
unum og í útvarpinu, að ekki
hefur tekizt að ná þeim saman,
nema með höppum og glöpp-
um, svo að þessi frumsýning
hefur dregizt þetta framundir
góu. Fyrsta sýningin verður á
mánudagskvöld, sem er viku-
legt fríkvöld leikara og því einu
kvöldin, sem laus eru til slíks.
ífcf
Myndsjáin gerði sér ferð í
Þjóðleikhúsið, áð næturþeli fyr-
ir skemmstu, þar sem leikararnir
voru að æfa prógrammið. Mynd
irnar sýna aðeins brot af efnis-
skránni, sem er æði fjölskrúð-
ug eins og nærri má geta.
Félag íslenzkra leikara varð
25 ára, eins og menn muna í
haust. Að því tilefni var meðal
annars ákveðið að ráðast í að
kaupa eitthvert hentugt húsnæði
fyrir væntanlegt félagsheimili
og var stofnaður sjóður í þeim
tilgangi. Stofnfé hans var gjöf,
sem félaginu barst á afmælinu.
,— Leikarakvöldvakan er haldin
til þess að efla þennan sjóð og
aðra sjóði félagsins, sem munu
flestir tóra við hina mestu
fátækt. — Leikarar gefa að
sjálfsögðu sitt framlag til
skemmtunarinnar, en auk
þeirra kemur fram Óli Gaukur
og hljómsveit hans.
fkt
Það er altítt að leikarasamtök
efli sjóði sína á þennan hátt,
eða afli með því fjár til aökall-
andi almannaþurfta. Norskir
leikarar ku gera mikiö af slíku,
til dæmis.
Hér á landi var eitt sinn efnt
til heilmikillar „íþróttahátíöar“
á melavellinum, þar léku blaða-
menn og leikarar knattspyrnu
með viðeigandi strákapörum og
sýndu fleiri listir.
rle*
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var vegna kvöldvök-
unnar lét skemmtinefnd leikara
í það skína, að þeir hefðu ekk-
ert á móti því að finna blaða-
snápa í fjöru í boltaleik einhvern
tíma við tækifæri. — — Já,
það væri ekki amaleg tilbreyting
í að fá einu sinni svolítiö blæ-
brigðaríkan leik inn í knatt-
sjryrnuvolæðið.
Leikarahljómsveitin púar undir einleik Valdimars Helgasonar (í m yndatexta, sem fylgdi frétt í blaðinu í gær var Valdimar skrlfaður
Lárusson í misgripum og blðst blaðið afsökunar á þeim klaufaskap).
Eins konar kokkteill
Nokkrar leikkonur syngja dægurlög frá þvf á árunum, við undirleik Ólafs Gauks. — Hér syngur edn þeirra, Margrét Guðmundsdóttir.
Árni, Ámi! Hvar ertu, Ámi (Tryggvason)? Helga Bachmann í steliingum dægurlagasöngkonunnar.