Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 4
-K Frú Mary Jaggard, móðir John Weatherly, sagði samkvæmt frétt í énska blaðinu Daily Telegraph, .ið slagsmálin, sem urðu til þess að John var handtekinn hefðu haf 'zí, þegar hann kyssti brúðina í -ússneskri brúðkaupsveizlu. „Það 3r greinilegt að Rússarnir skildu ;kki okkar ensku siðvenjur“, ',agði frúin til skýringar. * Armando Carlos de Santos, — brasilískur skattstofustarfsmaður, sem stöðvaði jarðarför vegna þéss að kistan var flutt án farm bréfs, á nú að fara í geðrannsókn. Sukamo Indónesíuforseti er .jmátt og smátj: að missa völdin. Múna síðast hefur „Samband kristilegra indónesískra verka- ^mann “ ákært forsetann fyrir að hafa brotið hjónabandslöggjöf Múhammeðstrúarmanna. — Sam- bandið heldur því fram, að Suk- irno hafi fyrir utan hinar fjórar :ginkonur sínar, sem Kóraninn .leyfir, átt enn eina f viðbót og nfi þess vegna gert sig sekan i fíölkvæni. Sambandið krefst rannsóknar á hjónabandsmálum - irsetans og uppnáms eigna hans il þess að eiginkonumar mörgu :.fi ekki í velsæld á kostnað þjóð- Tinnar. Eiginkona Sukarnos nr. 1 -atmawati dvelst sem stendur á -júkrahúsi í London, eiginkona ir. 2, Hartini býr í sumarhöllinni Bogor, eftirlætiseiginkona hans nr. 3, — hin fyrrverandi jap- anski næturklúbbseigandi Ratna wi á von á fyrsta barninu í Tokyo. Yngsta eiginkona hans — r 4 — Harjati býr í Djakarta. ' En eftir sögn hinna kristilegu verkamanna á Sukamo ekki fyr- ! ir löngu að hafa fengið sér 5. < eiginkonuna, sem einnig býr i höf uðborginni, hina fallegú fyrrver- ' andi ljósmyndafyrirsætu, Yurike 5 Sanger. 1 Staðgreiðsla skatta Oft hefur verið rætt um nauð syn þess að taka upp annan hátt i sambandi við innheimtu skatta m. a. vegna erfiðleika á að ná heim inn. Það er í rauninnj einkenni- legt hvernig fólk hugsar varð- andi greiðslur opinberra gjalda. Þeir sem harðastir em gegn því að greiða opinber gjöld yfirleitt, þeir em oft harðastlr í kröfum sinum á hendur þvi opinbera. En hvorki sjóðir ríkis né bæja gera eitt eöa annað til þjón- ustu fólkinu, ef ekki koma til greiðslur opinberra gjalda í tæka tfð. Fyrr hefur verið á það minnzt hversu sumum er það mikils virði að geta hlunnfarið hið op- inbera um það, sem þvi ber. MARTINE CAROL LÉZT í MONACO Fjóröi eiginmaöur hennar fann hana, þegar hann kom úr boði, sem haldið var henni til heiðurs IVTARTINE CAROL, - hin ó- krýnda drottning franskrar kvikmyndagerðar — þangaö til hún hvarf í skugga Brigitte Bard- ot — fannst látin fyrir skömmu, aðeins 46 ára að aldri, það var hjartað sem bilaði. Fjórði eiginmaður hennar, auð- ugur Englendingur að nafni Mike Eland, kom að henni látinni, þeg- ar hann kom snemma mánudags- morgunsins er var heim til lúx- usíbúðar þeirra á Hotel de Paris, en það hótel er við hliðina á spila vítinu fræga í Monte Carlo. Var hann að koma úr partýi, sem it- alski kvikmyndaframleiðandinn Cino del Duca hélt. Boðið var haldið til þess að halda upp á frumsýninguna á 43. kvikmynd Martine Carol „ARRIVEDERCI BABY“, sem átti að boða sigur- sæla endurkomu hennar á hvíta tjaldinu. Martine Carol fannst á baðher- bergisgólfinu — baðherbergi höfðu myndað grunninn fyrir mörg djörfustu atriðin í kvik- myndunum ,sem færöu henni heimsfrægð á fyrstu árunum eftir stríð. Carol og eiginmaður hennar höfðu komið frá París á sunnu- dag ásamt 160 öðrum þátttakend- um í samkvæmislífi Parísar, í tveim Caravelleþotum, sem del Duca hafði leigt í tilefni boðsins. Martine Carol, — eða Marie Louise Jeanne Nicolle Mourirer, einns og stendur á skírnarvott- orði hennar — fæddist í útborg- inni St. Mande við París, þann 16. maí 1920. Hún hóf skólagöngu sína hjá nunnum í Dóminikana- klaustri og síðan í Ecole des Beaux Arts i París, þar sem hún lagði stund á listmálun. Þegar hún var 21 árs gömul ákvað hún að verða leikkona og fékk nokk- ur hlutverk. En nefið hennar og hinn slæmi framburður voru alv- arlegir gallar. Það var ekki fyrr en hún hafð; látið gera skurðað- gerð á nefinu á sér og fengið tíma í raddbeitingu, að ferill hennar snérist til betri vegar. Einkalíf hennar var eins storma samt og þau hlutverk, sem hún lék í kvikmyndum. Árið 1949 hitti -hún eiginmann Lönu Turn- er, Stephen Crane og giftist hon- um árið eftir. Fjórum árum síðar á sama tíma og hún varð heims- fræg með kvikmyndinni „CARO- LINE CHERIE", skildu þau og hún giftist franska kvikmynda- framleiðandanum Christian Jacq- ue, sem lét hana fá mörg hlut- verk sem öll höfðu það sameig- inlegt, að í að minnsta kosti einu atriði hverrar myndar kom hún .ram allsnakin. Hjónabandið var leyst upp ár- ið 1958, og ári síðar, meðan hún lék í kvikmynd, sem tekin var á Tahiti, giftist hún lækninum Andre Rouveix, sem hún var gift næstu fjögur ár. Árið 1962 hætti hún leik um endur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sáu hana í fyrra. sinn og giftist árið 1965 Englend- ingnum Eland, sem tók hana með sér til London. þar sem þau voru búsett í glæsilegu gömlu húsi, sem snéri út að Regent Park. HÁHÝSIN FARA I TAUGARN- AR Á BRETADROTTNINGU - Feröamenn stilla sjónaukana á glugga Buckingham Palace og hallargarðinn og drottningin vill flytja Cá, sem er þreyttur á London 1 er þreyttur á lífinu“ þetta Hún vill flytja. er sígild tilvitnun enska bók- .nenntamannsins Dr. Johnsos. Nú er drottning Engl. þreytt á Lon- don. Hún vill flytja frá Bucking- ham Palace til Windsor-hallar. Undirrót þessa orðróms er, að öll háhýsin nýju, sem raska einka lífi drottningarinnar fara ákaf- lega í taugarnar á henni. Drottn- ingin, sem er bókstaflega fangi bak við hina háu múrveggi Buck- inghamhallarinnar getur ekki lengur farið í göngutúr í hallar- garðinum óséð. Bandarískir ferða menn og annarra landa ferða- menn í skýjakljúf Hilton hótels- ins stilla sjónaukum sinum á glugga Buckingham hallarinnar og hallargarðinn. Elísabet getur ekki óáreitt leikið sér við hund- ana sína og börn án þess að hafa það á tilfinningunni, að einhver sé að glápa á hana. Duckingham Palace með 600 her ** bergin, langa, dimma ganga, 300 klukkur, 2500 glóðarlampa og meira en 200 manna þjónustu lið hefur aldrei verið eftirlætis- íverustaður Philips prins. í há- degisverðarboði með erlendum fréttamönnum i London svaraði Philip spumingunni um það hvort konungsfjölskyldan hefði áhuga á listum á þennan veg: — Drott- inn minn dýri, við búum jú í safni. 17 n þetta safn er aðaiaðdráttar- afl ferðamanna, sem koma til London og Englands. Ef fánam- ir blakta ekki á Buckingham Palace verða ferðamennimir fyrir vonbrigðum. „Hún er ekki heima“. Varðmannaskiptin, sem fara fram með pomp og prakt og leik- ur herhljómsveitarinnar er ekki hið sama, ef drottningin er ekki þar. Windsor Castle er heimili drottn ingarinnar um helgar, þegar hún dvelst ekki í frí; í höllunum í Sandringham eða i Balmoral. Síð degis á föstudögum fer EMsabet í bifreið til Windsor og dvelst þar fram á mánudag. Það ér ekki oft að Philip prins fer með henni. Hinn óþolinmóði Philip getur fundiö upp á því að segja „bloody" (fjandans) svona um tuttugu sinnum á leiðinni milli Buckingham Palace og Wind sor. Við hverja hindrun í um- ferðinni kemur blósyrð; frá sjó- liðsforingjanum gamla. Ensk fréttablöð mótmæla ákaft áætlunum um að drottningin muni flytja frá London. „Eins lengi og við höfum einvalda, sem þjóðhöfðingja verður hann eða hún að búa í Buckingham Palace, er skrifað í eitt dagblaðanna í London. Það væri tímaeyðandi byrði fyrir ráðherra, ambassa- dora og aðra þá, sem þurfa að fá viðtal við drottninguna, að þurfa að aka til Windsor". Þetta er suinum jafnvel mikil íþrótt, en þó er þetta eitthvað að breytast, sem betur fer. Sömu sögu er að segja um sölu skatt, sem um álögur skatts og útsvars. Það mættj segia mér að fólk hugsaði ekki út i samhengiö milli greiöslu opinberra gjalda og opinberrar þjónustu. Það er of algengt aö fólk líti svo á, aö ríki og borg séu sér óviökom- andi aðilar sem einungis sjúgi að sér fjármagnið í nafni álag- anna. Ekkl er hugsað út i að hið opinbera er að hluta, við sjálf. 1 rauninni er þetta skortur á félagsþroska, vanþekking á upp byggingu og þörfum þjóðfélags ins. Þetta þyrfti að kenna í skólum, þannlg að unglingamir lærðu strax á unga aldri, hvað því fylgir að vera skattborgari, og hvers vegna skattar og skyld ur eru greiddar. Þannig væru líkur fyrir þvi aö upp yxi kyn- slóð sem gerði sér grein fyrir því að greiðsla opinberra gjalda er innborgun fyrir þá opinberu þjónustu, sem ríki og borg láta í té. Hvort sem komið verður á staðgreiðslufyrirkomulagi eða ekki, þarf að linna þessari styrj öld, sem háð er milli innheimtu manna hins opinbera og borg- aranna með tilheyrandi hótun- um og lögtökum. Þetta elur á greiðsludrætti í lengstu lög, þar eð sumir af þessum innheimtu- aðgerðum eru jafnvel fram- kvæmdar af mönnum, sem ættu ekki að komast í þá aðstöðu að beita samborgarana valdi, vegna klaufalegrar ofstopafram komu, svo ekki sé meira sagt. Það er orðið nauðsyn að breyta innheimtunni úr styrjöld og í það form, að hið opinbera og skattborgararnir eigist við sem viðskiptavinir. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.