Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR. Laugardagur 11. febrúar 1967. Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler Hann baröi aö dyrum og vísaði mér inn. Skrifstofan var fáum húsgögnum búin ... skrifborð og nokkrir tré- stólar. Tollþjónninn stóð fyrir enda borösins, en fyrir því miöju sat maður á aldur viö mig, fölur í and- liti og fremur holdskarpur, og bar einhvers konar einkennisbúning — ég þóttist vita aö hann væri úr ör- yggislögreglu hersins. Vegabréfið mitt og önnur skilríki, sem ég hafði meðferðis, lágu á skrifborðinu. Hann leit á mig með nokkurri vanþóknun. „Er þetta vegabréfið yðar?“ spurði hanri á prýðisgóðri frönsku. „Já, herra minn. Og mér þykir mjög fyrir því, að mér skuli hafa láðst að endumýja það,“ sagði ég. „Þér hafið valdið verulegu vafstri". „Það er mér ljóst. En ég hef það eitt mér til afsökunar, að ferð mín var ekki ráðin fyrr en seint á mánudagskvöld og ég lagði snemma af stað í gærmorgun. — Hafði því mörgu aö sinna á skömm um tíma, og gætti þess ekki að athuga skilríki mín sem skyldi". Hann leit enn á vegabréf mitt. „Hér stendur, að þér séuð blaða- maður að atvinnu. En þér söigðuð þeim í tolleftirlitinu, aö þér væruð bilstjóri". Sem sé athugull maður. Ekki hækkaöi á mér risið við það. „Ég vinn fyrir mér sem bílstjóri enda þótt ég hafi verið og sé blaða- maður. Það veltur á ýmsu í þeirri starfsgrein og eitthvað verður mað- ur aö hafa sér til lífsviðurværis.“ „Sem stendur eruð þér þá bíl- stjóri, svo vegabréfiö er ekki ein- ungis ógilt, heldur og villandi". Þetta var harla óheiöarleg málsmeð ferð, en ég hugsaði sem svo, að það sakaði ekki að bregða fyrir sig auðmýktinni. „Já, það veltur á ýmsu“, endur- tók ég. „Heima í Aþenu á ég leigu- bíl og ek honum sem leigubílstjóri“. Hann virti fyrir sér ferðalags- skírteinið, sem fylgdi bílnum. „Þessi bíll er skráður á nafn ung- frú Elizabeth Lipp. Er hún vinnu- veitandi yðar?“ „í bili, herra minn“. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasfi: Format innréttingar bjóða upp á annað hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerutrt yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifaiinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóia og C\_ — — lækkið byggingakostnaðinn. SSjlSFMKi HÚS&SKIPJif. „Hvar er hún stödd?“ „í Istanbul, geri ég ráð fyrir“. „En vitið það ekki?“ „Það var umboðsmaður hennar, sem réði mig, herra minn — til að aka bílnum til Istanbul, þar sem hún er á ferðalagi. Sjálf vildi hún heldur fara sjóleiðina þangað“. Það varð heldur óþægileg þögn. Hann virti enn fyrir sér skilríkin, sem fylgdu bílnum. Leit svo snöggt á mig. „Hverrar þjóðar er þessi kona?“ „Þaö veit ég ekki, herra minn“. „Á hvaða aldri? Hvers konar kona?“ „Ég hef aldrei séð hana eða heyrt herra minn. Umboðsmaður henn- ar annaðist þetta allt...“ „Og hún fer sjálf með skipi frá Aþenu til Istanbul, sem tekur ekki nema sólarhring, en lætur aka bíln- um fjórtán hundruð km leiö, sem tekur þrjá sólarhringa. Hvers vegna tók hún bílinn ekki með sér um borð, ef hún þarf á honum aö halda í Istanbul? Það er vafsturs- laust og kostar sama og ekkert". Eins og ég hefði ekki líka veitt þessu athygli? Ég gerði einungis að yppta öxlum. „Mér er borgað fyrir aksturinn, herra minn. Vel borgað. Það er ekki piitt að bera fram spumingar". Hann horfði á mig andartak. Hrip aði svo eitthvaö á miða, sem hann rétti tollþjóninum. Tollþjónninn renndi augum yfir það, kinkaði kolli og hvarf út. Það var eins og stöðvarstjórinn slakaði hledur á. „Þér segizt ekk- ert þekkja þessa k°nu, sem á bíl- inn“, mælti hann. „En hvað um þennan umboðsmann? Vinnur hann hjá ferðaskrifstofu?" „Nei, herra minn. Þetta er Banda ríkjamaður. Kveðst vera vinur föð- ur stúlkunnar". „Hvað heitir hann? Hvar er hann aö finna?“ Ég sagði honum allt, sem ég vissi um hr. Harper og kynni mín af honum. Ekki að ég minntist á senriu okkar i sambandi' við' ferða- ávísanirnar. Það kom honum ekkert við. Hann hlustaði, þagði og kinkaöi kolli við og við. Þegar ég hafði lokið frásögn minni, virtist framkoma hans taka verujpgum stakkaskipt- um. Lá við sjálft að hann gerðist vingjarnlegur. „Hafið þér ekið bíl áður þessa leið?“ „Alloft, herra rninn". „Með ferðafólk?" „Já, herra mirm“. „Alltaf með ferðafólk?" „Já, herra minn. Það vill sjá Ólympos, Saloniki og Alexandro- polis í leiðinni til Istanbul“. „Fannst yöur þetta atvinnutilboð hr. Harpers þá ekki dálítið undar- legt?“ Ég lejrfði mér að brosa. „Herra foringi“,mælti ég. „Mér fannst það svo undarlegt, að ég fann ekki nema tvær hugsanlegar skýringar á því. Sú fyrri var á þá leið, að hr. Harper væri svo mjög í mun að koma sér 1 mjúkinn hjá dóttur mikilsvægs viðskiptafélaga síns með þessari fyrirgreiðslu, að honum hefði láðst að spyrja nokk- um mann ráöa í þvi sambandi". „Og hver var hin?“ „Að hann hafi vitað, að bílar eru því aðeins teknir £ skip á milli Aþenu og Istanbul sem feröamanna bílar, að eigandinn sé með sem farþegi. Og aö hann hafi ekki kært sig um að vera viðstaddur, þegar tollskoðun var gerð I bílnum, af ótta við að eitthvað það kynni að finnast í honum, sem ekki átti þar að vera. .“ „Ég skil“. Þaö brá fyrir daufu brosi. „En þér voruð ekki smeykur við slík óþægíndi?" Það fór stööugt betur á meö okkur. „Herra foringi“, sagði ég. „Ég neita því ekki, að ég kunni að vera dálítið hirðulaus hvað það snertir að hafa plögg mín í lagi, en ég er enginn heimskingi. Á leiöinni frá Aþenu í gær nam ég staðar og geröi nákvæma leit í bílnum, alls staöar þar sem hugsanlegt var að eitthvað gæti leynzt. En sú leit bar ekki árangur, samt sem áður“. Það var drepið á dyr og tollþjónn inn kom inn. Hann lagði áritaö pappírsblað á skrifborðið. Foring- inn las það, sem á því stóð, og svip- ur hans varð hörkulegur. Hann leit enn á mig. „Þér segizt hafa leitaö alls stað- ar í bílnum?“ „Já, herra minn“. „Einnig á bak viö hurðaklæðn- inguna?“ „Nei, herra minn. Þv£ hefði ég ekki komið viö nema að valda skemmdum...“ Hann skipaði eitthvað fyrir á tyrknesku. í sömu svipan greip lög- reglumaðurinn mig hörku kverka- taki aftan frá annarri hendi en þreifaði um vasa mína með hinni. Svo hratt hann mér harkalega nið- ur á stól. Ég starði orðlaus á stöðvarstjór- ann. „Bak við huröaklæðningarnar hefur verið komið fyrir ...“ hann las upp af blaðinu, sem tollþjónn- inn haföi fært honum, „ ... tólf táragassprengjum, tólf reyksprengj- um, tólf svæfigassprengjum, sex gashylkjum, sex hríðskotaskamm- byssum og tuttugu skotreimum, hlöðnum niu mm skothylkjum". Hann lagði frá sér blaðið. „Þér er- uð tekinn fastur". THATS A LOT OP FIRE- POWER, IM THE HANOS ’ OF MAOMEM / w/ TmTIk. Uí F»l W.—AII rtgldi rturvirf C»p». v>6% fcy OnOod FtVu* lynrfltrU, ln«. YOU ARE NOT WELCOME 70 OPAR- STATE YOUR BUSINESS ANO LEAVE / OUR BUSINESS IS GOLD- AND WE LEAVE WHEN OUR COFFERS ARE FULL / WHO IS THE LEADER ANTIQUATEO CITY?. >ER OF THIS ) CM»W Tarzan hugsar: „Það eru jriikil völd i hönd um eins brjálæðings." „Hver er höfðingi þess arar formi borgar?" spyr Krona. „La, æðsta hofgyðja," svarar Jane. „Þið eruð ekki velkomin til Opar. Skýrið frá erindi yöar og hafiö ykkur svo á burt. „Erindi okkar er GULL. Og' við förum ekki fyrr en kistur okkar eru orðnar fullar af því“ Þriðji kafli. Ekki voru neinir fangaklefar á tollstöðinni, og ég var því lokaður inni á salerni í umsjón vopnaðs varðmarins, á meðan stöðvarstjór- inn tilkynnti aðalstöðvunum hand- töku mína, og beið frekari fyrir- skipana. Það var örskammt á milli salernisins og skrifstofu hans, og næstu tuttugu mínúturnar heyrði ég símann hringja fjórum sinnum. Ég heyrði óminn af dimmri rödd hans, þegar hann svaraði. Hann virtist verða auðmjúkari við hverja hringingu. Ekki var ég viss um hvort ég átti að álíta þaö hughreystandi eða ekki. Þaö er alltaf erfitt að ráða í framkomu lögreglunnar, jafnvel þótt maöur sé nákunnugur í land- inu. Þaö kemur þráfaldlega fyrir, að þeir æðri reynist sanngjamari við að eiga; fúsari að taka til greina skynsamlega skýringu á óþægileg- um misskilningi og kunna betur aö meta virðulega afsökunarbeiðni í sambandi við þau óþægindi, sem af slíku hafa stafaö heldur en hrotta- fengnir uppskafningar í lægri stöð- um, sem alltaf reyna að gera úlf- alda úr hverri mýflugu. Hins vegar hafa þeir æðri allt vald £ sínum STILLINGAR Fél. ísl. bifreiðaeigenda. starfrækir að Suöurlandsbraut 10 ljósastillingarstöð og er hún opin frá kl. 8—19 daglega nema laugardaga og sunnudaga. — Sími 31100. Fél. ísl. bifreiðaeigenda. VITR- ARÞJON- USTA Fél. ísl. bifreiðaeigenda. starfrækir vetrarþjónustu með kranabifreiðum og jeppabifreið- um fyrir félagsmenn sina. — Þjónustusímar eru 31100 og 33614. — Gufunesradíó sími 22384, mun jafnframt aðstoða við að koma skilaboðum til þjónustunnar. Fél. ísl. bifreiðaeigenda. Kp] OIJ URA- OG SKARTGRIPAVERZL. K0RNELÍUS JÓNSS0N SKOLAVÖRDUSTÍG 8 - SÍMI: 18588 'BUAIHGAN RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍM1 22022 SPflRlfl IIIHA Sl.I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.