Vísir - 22.02.1967, Qupperneq 3
V1S IR. Miðvikudagur 22. febrúar 1967,
3
„Ég elska þig.“ Halldór Vilhjálmsson sem Pétur, Bryndís Helga-
dóttlr sem Halla og Brynjólfur Bjarnason, dóttursonur Brynjólfs
Jóhannessonar fer þarna meö hlutverk afa sfns, Andrés, hinn
marg-skorna sjúkling. — Önnur aðalhlutverk leiksins leika þeir
Magnús Guænarsson (Dr. Svendsen) og Siguröur B. Oddsson (Stór-
ólf leynilögreglumann).
Skólahljómsveitin; Bjöm Björnsson, Halidór Kristlnsson, Guðmundur Jónsson og Georg Gunnarsson.
„Allt á öörum endanum, það
má nú segja. Það gengur mikið
á sfðustu dagana fyrir skemmt-
irúna, þannig hefur það alltaf
verið“.
Myndsjáin brá sér á bak viö
tjöldin I Sigtúni og hitti þar aö
máli Gunnar Pálsson formann
Nemendamótsnefndar Verzlun-
arskólans, en nefnd sú ber hita
og þunga dagsins fyrlr þessa
stærstu skemmtun skólans.
Þar stóð yfir lolcaæfing á
skemmtiatriðum og andrúmsloft
ið var brungið spennu. „Redd-
aramir“ vom á sífelldum þön-
um með magnara og önnur tól,
sjálfar stjörurnar elgrandi um I
annarlegu hugarástandi, sem
skapast einatt á seinustu augna
blikunum fyrir stórátök.
Jan Morávek sat við píanóið
og beið eftir þvl að magnaram
ir yrðu tilbúnlr fyrir söngkvint
ett. Morávek hefur æft söng
með nemendum og stjómar
Nemendamótskómum, sem syng
ur meðal annars lög úr söng-
leiknum „The sound of music“
Þrjár léttklæddar námsmeyj
ar vom í þann veginn að Ijúka
sínu atriði á dansgólfinu, Jazz-
ballett frá Dansskóla Sigvalda
og lófatak kvað við i salnum.
Allt að því þriöjungur skólans
vírtist vera viðriöinn þessa há-
tíð, enda er skemmtiskráin æði
fjölþætt. Auk áðumefndra at-
riða má nefna Annál ársins,
skólahljómsveitina og sfðast en
ekki sízt leikritið „Allra meina
bót“ eftir Patrek og Pál með
lögunum hans Jóns Múla, sem
gerðu garöinn frægan á sínum
tíma. Leikurinn er nokkuð stytt
ur í flutningi 6. bekkinga (stú-
dentsefna). — Lelkstjóri er Pét-
ur Einarsson, einn af leikurum
Leikfélags Reykjavíkur. Þetta
er aö sjálfsögöu stærsta atriði
dagskrárinnar og þaö sem mest-
an undirbúning kostar. Undir
A síðasía snúning
Fyrír Nemendamót Verzlunarskólans
söngvana Ielkur skólahljómsveit
in, en aðalleikendanna er getiö
hér í myndatextunum.
Nemendamótiö fór svo fram
með pomp og pragt í gærkvöldi
en Gunnar Pálsson kvaðst von
ast til þess að skemmtunin yrði
endurtekin tvisvar fyrir yngri
nemendur skólans einhvern
tíma nú í vikunni en húsnæðiö
rúmar ekki alla nemendur skól
ans og síðan fyrir foreldra og
aðstandendur á sunnudag.
Undirbúning mótsins kvaö
Gunnar hafa staðið sfðan í októ
ber og á ýmsu gengið. Þó væri
það nú svo, eins og oftast að
allt þyrfti að lenda á síðasta
snúning.