Vísir - 22.02.1967, Side 13
13
f V1SIH. Miðvikudagur 22. febrúar 1967.
Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna
Ritstjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og SigurÖur Á. Jensson
STORGLÆSILEG AFMÆL-
ISHÁTÍÐ HEIMDALLAR
/
£§ ára afmælishátíð Heimdallar
var haldin hátíðleg s.l. laugardag
í Lídó. Hátíðin hófst með borð-
haldi, sem fjölmargir yngri og
eldri Heimdallarfélagar sóttu. Eft
ir að borðhaldinu lauk var stiginn
dans fram eftir nóttu.
Fyrst flutti Jón E. Ragnarsson,
veizlustjóri, setningarávarp.
Hann gat þeirra árnaðaróska og
gjafa er félaginu höfðu borizt í
tilefni afmælisins, en þær voru
fjölmargar og veglegar. Eftir að
gestir voru setztir að borðum
flutti formaður Heimdallar Ólafur
B. Thors deildarstjóri ávarp og
þakkaöi fyrir hönd félagsins þann
hlýhug er félaginu hafði veriö
sýndur. Forsætisráðherra, dr.
Bjami Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins fiutti Heim-
dalli árnaðaróskir f. h. miðstjóm
ar Sjálfstæðisflokksins og hvatti
Heimdallarfélaga til enn meiri á-
taka á sviði þjóðmálanna.
Þá reis úr sæti Björgólfur Guö-
mundsson varaform. Hcimdallar
og mælti fyrir mlnni Heimdallar.
Meðan setið var undir borðum
fluttu ávörp Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna i Reykjavik, Bald
vin Tryggvason, og formaður S.
U. S. Ámi Grétar Finnsson. Á há-
tíðinnl mælti fyrir minni Sjálf-
stæðisflokksins, Sigurður Ágúst
Jensson, og fyrir minni fósturjarð-
arinnar, Þorsteinn Pálsson. Magn
ús Jónsson óperusöngvari söng
einsöng við undirlcik Ólafs Vignis
Albertssonar og leikararnir Ámi
og Klemenz fluttu skemmtiþátt.
Hátíðin þótti takast sérstaklega
vel en hátt á fimmta hundrað
manns sótti fagnaðinn.
Frá klúbbfundinum
með Eysteini Jónssyni
Fyrir nokkru síðan hélt Heimdallur klúbbfund með Eysteini Jónssyni,
formanni Framsóknarflokksins. Ræddi hann um Framsóknarflokkinn.
Fundurinn var mjög vel sóttur og tókst prýðilega.
Fjöldi annarra greina er í blað-
inu, svo sem Hugleiðingar um
stærðfræðikennslu eftir einn kenn
ara skólans, Sigurð Ingimundar-
son. Einnig er rætt um listir,
verzlunarmál og hvalvinnslu svo
eitthvað sé nefnt.
Borgarstjóri, Geir Hallgríms-
son ritar ávarp. — Ritstjóri
er Gunnlaugur Briem og hefur
hann leyst starf sitt mjög vel af
hendi. Blaðið mun verða selt
af nemendum skólans.
Btaðburðarbörn óskast
strax i
Hjarðarhaga
Kambsveg
Dagbl. VÍSIR, afgr., Túngötu 7, sími 11660
Voru sæmdir gullmerki Heimdallar
Heimdallarfélagar sem sæmdir voru gullmerki félagsins sem viðurkenningu fyrir vel unnin stðrf f
þágu þess, talið frá vlnstri: Ólafur Egilsson, Magnús L. Sveinsson, Jön E. Ragnarsson, Birgir ísl. Gunn-
arsson, Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar er afhenti merkin, Styrmir Gunnarsson, Ragnar Kjartans-
son, Bjarni Beinteinsson, Ólafur Jensson og Jóhann Ragnarsson.
Gjafir sem Heimdalli hárust
• Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra færði félaginu veglegan silfurskjöld frá nokkrum gömlum
Heimdallarfélögiun. Auk nafns félagsins og gefenda, er Ietrað á skjöldinn brot úr kvæði eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi: „Átakið skapar afl og þrótt, f erfiði dagsins skal gæfan s6tt.“
• Styrmir Gunnarsson færði félaginu pianó f.h. fyrrverandi formanna Heimdallar.
• Ragnar Kjartansson framkæmdastjóri færöi félaginu glæsilegan ræðustól frá núverandi og fyrr-
verandi framkvæmdastjórum Heimdallar.
9 Marfa Maack, formaður Hv.atar, færði félaginu að gjöf ferðabækur Olafs Olavfusar.
• Guðmundur Benediktsson, bæjargjaldkeri, gaf félaginu fjölmargar hagnýtar bækur um stjómmál.
• Eyverjar F.U-S. í Vestmannaeyjum gáfu félaginu myndarleg málverk.
• Vegleg leðurskjalamappa barst félaginu frá ónefndum gömlum Heimdallarféiaga.
• Runólfur Pétursson, varaborgarfulltrúi, gaf Launþegaklúbb Heimdallar aðalvinninginn i happ-
drætti kvöldsins, sem hann vann. Það var páskaferð með M.s. Gullfoss.
• Peningagjafir bárust frá Málfundafélaginu Óðni og Landsmálafélaginu VerðL
Verzlunarskólablað
Um næstu helgi kemur út 33.
árgangur Verzlunarskólablaðsins.
Er það kynningarrit skólans og
kemur út árlega þegar Nemenda-
mót V. I. er haldiö. Verið er að
leggja síðustu hönd á blaðið, en
það verður að þessu sinni 104 síð-
ur. Efni þess er mjög fjölbreytt
að vanda og láta nemendur þar
í ljós skoðanir sínar á ýmsum mál
efnum. Stærsti þáttur blaðsins ex
helgaður umræðum um framtíð
verzlunarmenntunar. Þar er rætt
við nokkra aðila sem starfa við
fræðslustörf og verzlun. Ennfrem
ur er leitað álits nokkurra nem-
enda V. 1.
V