Vísir


Vísir - 25.02.1967, Qupperneq 7

Vísir - 25.02.1967, Qupperneq 7
V í S I R . Laugardagur 25. febrúar 1987. Sjuparo segir hershöfðingja Indonesiu hafa drepið hálfa milljón saklausra manna Mustafa Sjarif Sjupardo, fyrrver- <tndi hershöfðingi, nú fyrir rétti í Jakarta, Indónesíu, sagaði í fyrrad. hershöfðingja þá, sem með völdin fara í landinu, um að hafa myrt hálfa milljón saklausra manna. Sjupardo á að svara til saka fyrir herdómstóli, en hann er sakaður um landráð, eða með öðrum orðum fyrir að hafa verið aðalmaðurinn sem stóð að hinni misheppnuðu byltingu kommúnista haustið 1965. Ásakanir Sjupardo eru endur- tekningar á ásökunum kommúnista, ttisapparnir ekki í sambandi Teikningin er úr Christian Science Monitor í Boston. Hún sýnir hvemig raunverulega hefur verið ástatt lengi... það var orðið tilgangs laust fyrir Sukarno að þrýsta á hnappana, þeir voru ekki í sambandi. Veðurfar — Framh. af bls. 9 þar sem nú er norðurskaut var fyrir 700.000 — 2.4 milljónum ára suðurskaut o. s. frv. það vill segja að á því tímabili sneri segulnálin öfugt viö það, sem nú er. Með einföldum mælitækj- um má síðan spyrja hraun- lagið við hvers konar segul- stefnu það rann, — rétta eða öfuga. Slíkt er minni hrauns- ins og þannig má feta sig aftur á bak í tímanum. í Rhone-dalnum í Frakklandi, hafa rannsóknir á jarðlögum með dýraleifum milli hraupa leitt til sömu niöurstöðu og b*ks eru þessar niðurstöður styrktar með athugunum á leifunc %lztu raunverulegra manna i ,**rlku. — Hvað eru elztu jökulminj- ar á íslandi gamlar? Tjær elztu hafa fundizt milli blágrýtislaga í Litlu Botnsá í Hvalfirði og við Gjánúpsvatn í Hornafirði, þessir jökulruön- ingar eru örugglega frá tertier- tímabilinu. — Elztu jökulruðn- ingar frá ísöld, sem mér er kunn ugt um, eru í Furuvík á Tjör- nesi og ,á Jökuldal. Samkvæmt nýgerðri aldursákvörðun eru þessir jökulruðningar um 3 milljón ára gamlir. — Síðan hafa skipzt á hlýindaskeið og jökulskeið sennilega 10 sinnum, en allt fram á síðustu ár var talið að jökulskeiðin hafi verið 4 — 5. Seinasta jökulskeiði lauk fyrir um 10.000 árum. — Hvernig hefur veðráttan verið á hlýindatímum milli iök- ulskeiða? ....— - • - — Hún hefur verið svipuð og á nútíma, en nútími er tím- inn kallaður frá því, seinasta jökulskeiði lauk og fram á okk- ar dag. — Hlýindaskeiðin hafa verið um 100 þúsund ára löng og verður því ekki um það sagt, hvort við lifum nú aðeins á hlýindaskeiöi milli jökulskeiöa eða hvort ísöld er lokið. — Um það verður engu spáð, þó aö einstakir menn hafi borið það viö. Nýlega var því haldið fram, að næsta jökulskeið mundi hefj- ast eftir 15.000 ár, en sú niður- staða er byggð á stjarnfræðileg- um þtreikningi. — Hafa orðið verulegar breyt ingar á loftslagi í nútíma? 'fá, það hafa oröið töluverðar breytingar á nútíma eins og m. a. plöntuleifar í mýrum bera með sér. Hitastigið hefur senni- lega verið mun hærra á tíma- bilinu frá 9000 til 2500 árum fyr ir okkar tíma. Munar sennilega 2 — 3 gráðum. — Um 500 f. Kr. fer að halla undan fæti fyrir birkiskógunum, sem höfðu þak- ið meginhluta iandsins og jökl ar á hæstu fjöllum fara að ganga fram. Síðan hefur lofts- lag ýmist staöið í stað eða far- ið heldur versnandi fram á 19. öld. — Á þessari öld fer veðr- áttan aftur batnandi, einkum upp úr 1920, þegar hún fær- ist í núverandi horf. — Er líklegt að hún haldi enn áfram að batna á næstu ára tugum. — Hér lýkur mínum fræðum, svarar, Þorleifur og brosir við. — Um veðráttu framtíðarinnar verður sennilega engu spáð. en helzt væri að leita til veður- fræðinganna. V. J. um að herinn hafi ætlað að gera byltingu, og hafi þeir iátið ti! skar- ar skríða ti! að hindra það. Fyrir réttinum sagði Sjupardo: Hver ber ábyrgöina á því, að 500. 000 saklausra manna voru drepnar? Hershöfðingjarnir, sem með vö.ldin fara. ic Japan er nú mesta skipa- smíðaland heims, en af 15 stærstu skipunum sem smíöuð voru í fyrra voru 12 smíðuö í Japan, fimm hin stærstu voru smíöuð í Japan, en hið sjötta í rööinni, „Molda“, var smíðað í V-Þýzkalandi og er þaö 75.500 lesta skip. Næstu 7 vöru frá Japan og svo komu tvö 64.000 1. skip smíðuð í Svfþióð. Noregur er nú fimmta mesta skipasmíðaland í heimi, með 537.400 brúttólestir sl. ár; ic Janos Kadar, ungverski kommúnistaleiðtoginn, sagði í vik- unni, að Ungverjaland myndi krefj- ast strangari skilyrða en Rúmenía fyrir aö taka upp stjórnmálasam- band við Vestur-Þýzkaland. ic 105 þingmenn úr Verkamanna flokknum brezka hafa lagt fram í neðri málstofunni tillögu þess efnis að ekki beri aö samþykkja aðild Bretlands að EBE, nema mikilvæg- ustu liagsmunir landsins séu fyrir- fram trvggðir — ennfremur beri Bretlandi að ráðgast við hin Frí- verzlunarbandalagslöndin, áður en nokkurt ákveðið skref til aðildar verði stigið. Einnig beri að tryggja haa snmveldisins í heild. ic Fulltrúar 17 kommúnista- landa ræða í Varsjá undirbúning að evrópskri öryggisráöstefnu. — Kommúnistaflokkar Rúmeníu, Júgó slavfu og Albaníu eiga ekki fulltrúa á fundinum. ic Indira pandhi forsætisráö- herra Tndlands hefir verið kjörin á þing á ný í kjördæmi sfnu. ic Kongressflokkurinn ind- verski hefir tapaö fylgi í þingkosn- ingunum en mun halda meirihluta aðstöðu á sambandsþingi. ic Kommúnistar í ríkinu Kerala á Suður-Indlandi fengu algeran meirihluta f kosningunum. ic Ekki mun véröa af fyrirhug- aðri ferö Kosygins til Noregs í ár, vegna anna hans. ic Brezka verkalýðsstjórnin á viö dvínandi fylgi að búa um þessar mundir eftir úrslitum skoðanakönn unar blaðsins Daily Mail að dæma, en fylgi umfram fylgi íhaldsflokks- ins lækkaði úr 7.7 af hundraði fyr- ir hálfum mánuði, niður f 3,3 af hundraöi nú í vikunni. — Af þeim, sem kusu vildu 44,1 Verkalýðsflokk inn, 40.8 íhaldsflokkinn og 10,9 af hundraði Frjálslynda flokkinn, 2,1 voru með öðrum og 2,1 voru í vafa. ★ Rauði fáninn í Moskvu sakar Kínverja um að hafa stolið sovézk- um MIG-þotum af nýjustu gerð, sem áttu að fara til Norður-Víet- nam — og sett gamlar, úreltar í staðinn. Valkyrjur í vígahug Þessar baráttukonur fyrir friði í Vietnam eru bandar. og var myndin tekin fyrir utan Pentagon aöalherstjómarstöð Bandaríkjanna á dög- unum. Lögreglan lokaði öllum dyrum og hleypti valkyrjunum ekkl inn, en seint og um síöir fengu tvær að ganga á fund McNamara og leggja frani'm'ðtmæli gegn því, að haldiö væri áfram styrjöldinni f Vietnam. STÓRSÓKN - EN EKKERT BARIZT Yfirstjórn Bandaríkjahers £ Suö- ur-Vietnam tilkynnti í Saigon f fyrradag, að hafin væri stórsókn I grennd við landamæri Kambódfu um 115 km. norövestur af Saigon. Sókn þessi hefur auðkennisheit- ið „Operation Junction City.“ Sagt var, að teflt væri fram 25.000 manna liði, m.a. fallhlífarhermönn um — með stuðningi stórskotaliðs skriðdrekasveita og flugsveita og til gangurinn að leggja í auðn aðalher- stjómarstöð Vietcong, sem líkur voru taldar fyrir að væri þarna inni i frumskóginum. Og fram var sótt, en ekkert bar izt — a.m.k. var ekki um nein telj andi átök að ræða, nema í upphafi sóknarinnar, er 5 þyrlur voru skotn ar niður fyrir Bandaríkjamönnum. Vietcongliðar hafa sem sé beitt sömu aðferðum og fyrr í slíkum stór sóknum Bandaríkjamanna og stjórn arhersins — horfið eins og jörðin hafi gleypt þá, og er nú eftir að vita, hvort tekst að finna þá — og herstjórnarstöðina. Á hlutlausa svæðinu eða þar um slóðir eru Bandaríkjamenn nú í fyrsta sinn farnir að nota langdræg ar fallbyssur. ÁVEXTIR ★ EPLI ★ APPELSÍNUR ★ PLÓMUR ★ GRAPEFRUIT ★ SÍTRÓNUR ★ KLEMENTÍNUR ★ ■ og allir þurrkaðir og niðursoðn- ir ávextir. Kjörbúð Laugarness Dalbraut 3 — Símar 33-7-22 og 35-8-70. a

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.