Vísir - 25.02.1967, Side 9

Vísir - 25.02.1967, Side 9
VÍSIR. Laugardagur 25. febrúar 1967. 9 Veðurfar á íslandi und- anfarin þrjátíu milljón ár - Spjallað við Þorleif Einarsson, jarðfræðing, sem hefur lesið í jarðlögum um veðurfarið á íslandi frá því að landið myndaðist VEÐRIÐ er sá þáttur umhverfis mannsins, sem lfklega hefur hve mest áhrif á hann til góðs eða ills. f drungalegu veðri verða menn drungalegir, f björtu líflegir, í froststilluni hressllegir og i norðan garra þungir. Þegar menn tala um veðrið á íslandi, er það oftast til að bölva því, og sumir spyrja sjálfan sig fuIHr sjálfsmeðaumk- unar: Hvers vegna fæddist ég í þessu óveðursbæli? Hvers vegna er veðrið ekki betra á fslandi? — Fæstir vita, að veörið var betra hér á landi fyrir ísöid, allt frá því að landið tók að myndast fyrir 30 milljónum ára, þar tii tertier-tfmabilinu lauk fyrir 3 milljónum ára og ísöld hófst. Það er að sjálfsögðu litil huggun að vita til þess, að meðalárshitinn hafi verið um eða yfir 10 stig fyrir 3 milljónum ára, en veðráttan hefur farið hlýnandi hér á landi síðan á þriðja tug aldarinnar dns og raunar um heim allan. Jöklarnir styttast, fuglar leita nú lengra til norðurs og ýmsar jurtir, sem ekki gátu vaxið hér fyrr á öldum þrifast nú vel, eins og t. d. bypr r'n. hafrar. Tilraunir hafa meira að segja verið gerðar til að rækta .i hér á landi en þær munu hafa mistekizt. Enginn veit hvemig veðráttan mun hegða sér i framtíðinni. Við lifum e.t.v. á hlýindaskeiði milli jökulskeiða sem leggjast munu yfir landið aftur með helklær sín- ar, eða framundan er hið yndisiega og þægilega veðurfar forsögunn- ar. 1 tíniaritinu, Veðriö, tímariti handa alþýðu um veðurfræði, er grein eftir Þorleif Einars- son, jarðfræðing, sem hann nefn ir „Þættir úr loftslagssögu ís- lands“. — Hann rekur þar I stórum dráttum hvernig lofts- lag á íslandi hefur breytzt allt frá myndun landsins á miðju tertier-tímabilinu fyrir 30 millj ónum ára allt til vorra daga. — Vísir leitaði nýlega til Þor- leifs og átti við hann viötal vegna þessarar greinar, og innti hann eftir því hvemig jarðfræð ingar færu að við að marka loftlagsbreytingar. JjMzta berg á Islandi er örugg- lega frá tertier-tímabilinu, sem hófst fyrir 60 milljónum ára. Er elzta hptgi^j, frá miðju tímabilinu, sennilega 30 milljóna ára eamalt. — EJztu. jarðlögin er að finna á Aust- fjörðum og Vestfjörðum, en nær allt þetta berg er hraun að uppruna. Blágrýtishraunlög hafa hlaðizt hvert ofan á annað, en milli hraunlaganna, gætir víða molabergs þ. e. a. s. eldfjalla- ösku, ár- og vatnasets svo og surtarbrands og foms jarðvegs. — Ný hraunlög hafa runnið yf- ir þessi millilög og hefur landið hlaðizt upp smám saman á þann hátt. Millilögin, sem hafa varöveitzt milli blágrýtislaganna eru alla jafnan rauð og áber- andi. Þannig hefst viötalið eins og tími í jaröfræði, enda er Þor- leifur nú að semja nýia kennslu bók i jarðfræði handa mennta- skólum og almenningi. — Er orðið tímabært í meira lagi að semja kennslubók í þessum fræðum, því að bókin, sem nú er notuð, er komin vel til ára sinna, — er að nálgast hálfrar aldar afmæli, og margt oröið úrelt, sem þar stendur. Tjessi jarðiög og steingerving- ar í þeim sýna, að loftslag á upphafsskeiði íslands hefur verið mun hlýrra en það er nú, heldur Þorleifur áfram, — Stein gervingar eru einkum plöntu- leifar, því að dýraleifar hafa ekki varðveitzt vegna kalkfá- tæktar íslenzks jarðvegs þann- ig að kalk í beinunum hefur leystst upp. — Steingervingar, sem hafa fundizt eru meðal ann ars af eik, beyki, hlyn, álm, hickori og lárviöi, en þessar plöntur vaxa nú allar á suð- lægum. breiddargráðum. — Auk þess má geta tveggja risafuru- tégunda," sem nú vaxa í fjall- léndi Kaliforníu. — Merkilegt er að leifar þriðju risafurutrjá- tegundarinnar (metasequoia) hafa ekki fundizt, en hún vex nú aðeins á einum stað í Kína, en óx á fyrri hluta tertiertíma- bilsins um gjörvalla norðurálfu. Leifar þessarar risafurutegund- ar hafa t. d. fundizt í Færeyj- um, Spitzbergen, Grænlandi, Bretlandi og víðar, en hennar Reylcjavíkursvæðið er ákaflega fjölbreytt af jarðfræðilegum fyrirbrigðum. — Þorleifur Ebiarsson stendur við Háubakka vlð Elliðavog, en þar finnast jarðlög bæði frá hlýinda- og jökulskeiðum ís- aldar. — Þorléifur stendur við sjávarset með skelju m, sem setzt hefur til f sjó fyrir 200.000 árum. Síðan lyftust lögin úr sjó og mynduðust þá mýrar og gróðurmold ofan á þelm. Skömmu seinna varð mikið gos á Mosfellsheiði og hraunstraumar þaðan huldu allt láglendið hér á Reykjavíkursvæðinu og runnu einnig fram í sjó. Grágrýtið er aftur jökulnúið, sem sýnir að jökull hefur a.m.k. farið einu sinni yfir Reykjavikursvæðið síðan, en þó sennilega tvisvar. — Þessi merkllegu jarðlög og önnur svip uð í nágrenni Reykjavíkur þyrfti nauðsynlega að setja undir náttúruvernd, enda sérstök í sinni röð, þó víðar væri leltað, — sennilega hvergi annars staðar til, sagði Þorleifur þegar hann sýndi okkur jarð lögin. sér engin merki hér, sem bend- ir til þess, að þegar þessi planta lifði á norðurslóð á fvrri hluta tertier hefur ísland ekki verið myndað. aður leir á íslandi hefur ekki leireiginleika, heldur er mjög fínn sandur. — Hvemig var loftslagið á þessum tfma t. d. miðað við staði með sambærilegt loftslag núna? — Meðalhiti hlýjasta mánað- ar hefur sennilega verið á milli 15 og 20 gráður, en í kaldasta mánuði hefur meðalhitinn vart farið undir frostmark. Stein- gervingar kristþymis hafa fund- izt, en hann lifir f hlýju og röku loftslagi t. d. Vestur-Evrópu og þolir ekki frost nema að mjög takmörkuðu levti. — Mið- að við sambærilega staði á jörð inni í dag, gæti ég trúað, að austurströnd Bandaríkjanna fyr Við Hengifoss er góð opna f jarðsögunnl. — Þar má sjá blágrýt- islögin greinilega og millilög mllli þeirra. Millilögin em úr ár- og vatnaseti og fomum jarðvegi, fagurrauð á lit. — í þeim finnast trjástofnar af kulvísum trjám, aðallega barrtrjám, sem Ilfðu hér á tertier-timabilinu, þegar loftslag var mun hlýrra á íslandi, en það er í dag. Aðalplöntur þessa tima á ís- landi voru þó barrtré og hefur landiö sennilega að mestu leyti verið vaxið barrtrjám með ein- stökum lundum af lauftrjám. — Nú átt þú að spyrja hvort það sé fleira, sem bendi til þess, að loftslagið hafi verið hlýrra á þessum tíma, skýtur Þorleifur nú inn, því þá get ég komið að, því sem mér finnst miklu máli skipta, — og tíðinda maður hlýðir auösveipur: Er nokkuð fleira... ? JOauði liturinn á. fornum iarð- *■ lögum milli hraunlaga bend ir einnig til hlýrra loftslags og töluverðrar úrkomu. Rauði lit- urinn stafar af jámsambönd- um, sem hafa losnag úr jarð- lögunum samanber mýrarrauða. — Auk þess ber mikið á ieir- minerölum, en þeir myndast eingöngu við hlýrra loftslag en er hér á landi í dag. — Engin nýrr.yndun leirs á sér stað í dag á íslandi, nema við leirhverina. — Það sem er nú almennt kall- ir sunnan New York og Frakk- land og Portúgal hefðu sam- bærilegt veðurfar. — Hvenær fer svo að kólna? — Það fer að kólna smám saman undir lok tertier-tíma- bilsins, þegar ísöld er að ganga i garð. Nú er talið, að ísöld hefjist fyrir 3—i milljónum ára. — Fram til skamms tíma var talið að hún hæfist fyrir 600 þúsund til milljón árum. Þessi tímabót er samkvæmt rann- sóknum, sem m. a. hafa verið frartikvæmdar hér á landi. — Hveriar eru þessar rann- sóknir? JJTér á landi hafa rannsóknir á breytingum á segulstefnu t. d. i blágrýti. og aldursákvarð anir á bergi leitt- til þessarar niðurstöðu. — Við kólnun hrauns segulmagnast það 1 sam ræmi viö ríkiandi segulsvið jarðar. Á jarösögulegum tíma hafa orðið snögg umskipti á segulskautum jarðar, þannig að Framh. á bls. 7 Nýjar rannsóknir, sem m.a. hafa verið framkvæmdar hér á landi, benda til þess, að upphaf fsaldar hafl veriö fyrir 3 milljón um ára. — Lifum við á hlýindaskejði eða er ísöld lokið? — Á grundvelli stjarnfræðilegs útreiknings er þvf spáð að næsta jökulskeið hefjist eftir 15.000 ár.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.