Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 2
2
VÍSIR. Miðvikudagur 26. april 1967.
„Ég hef jafnvel sjdlfur trú á að
fara yfir 17 metrana núna..
Guðmundur og Amar sonur
'nans í Iitla æfingaherberglnu.
segir Guðmundur Hermannsson sem á
nú í vændum sín beztu afrek
Nú fer senn i hönd 15. sum-
arið * frjálsíþróttaleikvanginum
fyrir KR hjá Guðmundi Her-
mannssyni fyrlrliða landsliðs
okkar í frjálsum íþróttum og
sannarlega gæti hann orðiö okk-
ar íþróttamönnum til eftir-
breytni. Guðmundur mundi
undir venjulegum kringumstæð-
um vera talinn „af léttasta
skeiði“ sem frjálsiþróttamaður.
En þessu er ekki svo varið meö
Guðmund. Við honum blasir lik-
lega hans bezta sumar, sumarið
sem hann ætti að geta hnekkt
hinu 13 ára gamla íslandsmeti
Gunnars Huseby » kúluvarpi,
metinu sem gaf Huseby Evrópu-
meistaratign i Brussel.
„Það skrýtna er kannski það,
að ég hef aldrei ætlað að hætta
keppni. Það hefur aldrei hvarfl-
að að mér. Líklega er það Amari
syni mínum að þakka, þvi hann
hefur drifið mig áfram og ég
hef haldið áfram að æfa með
honum frá því að hann fór að
keppa“, segir Guðmundur, en
Amar sonur hans er 20 ára
gamall og er um þessar mundir
niðursokkinn í lexíur sínar og
undirbýr stúdentspróf úr
Menntaskólanum í Reykjavík.
Arnar hefur ekki síður en faöir
hans sýnt framfarir og varpaöi
leðurkúlunni 14.46 á dögunum,
sem er hans langbezta, átti
áður 13.32 í fyrra með blýkúlu,
sem er mun betri en leðurkúlan,
sem er of lin viðkomu og of
stór. Er þess vegna almennt
reiknað með að leðurkúlunni sé
varpað 50 sentimetrum stvttra.
Ég hitti þá Guðmund og
Amar rétt sem snöggvast að
máli á æfingu og verð aö segja
að þeir feðgar em ekki pláss-
frekir, þótt báðir séu í hópi
Framhald á bls. 10.
ic Sigurgeirsmótið verður hald-
ið í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur
og hefst kl. 20.30. Aðalviöburður
mótsins er að venju sundknattleik-
ur og keppa KR og Ármann, en
KR rauf hefðina á dögunum og
sigraði Ármann í hörkuleik með
7:6. Má enn búast við snörpum og
skemmtilegum átökum.
★ Keppt verður að auki í 6
sundgreinum, og verða allir beztu
sundmenn og konur Reykjavíkur
með. Greinamar eru: 200 metra
fjórsund karla, 100 metra bringu-
sund karla, 200 metra skriðsund
kvenna, 100 metra bringusund
kvenna, 50 metra skriðsund sveina
og 50 metra bringusund telpna.
AUÐVELÐ ItfB AÐ SKRIFYRIR
KR 11 'miLB
ÍR-ingar reyndust mun lakari aöilinn i úrslitaleiknum í
körfuknattleik i gær og vann KR leikinn með 72:43
# Varalið KR-inga var inni ásamt Einari Bollasyni,
þegar hinn hvelli lúður gall í Laugardalshöliinni í gær-
kvöldi til merkis um að úrslitaleik ÍR og KR væri
lokið. KR hafði haft algjöra yfirburði á öllum svið-
j,um í þessum úrslitaleik 1. deildar í körfuknattleik og
sigraði með 72:43. „Við megum muna okkar fífil fegri“,
sagði einn gamall liðsmaður ÍR-inga. Og hann sagði
satt. ÍR-ingar voru ekki vanir að tapa fyrir neinum
með 29 stiga mun fyrir nokkrum árum.
Það sem gerðíst í gær var það
áð ÍR-liðið barðist aldrei, utan einn
I
maður, Pétur Böðvarsson, einn lág-
vaxnasti körfuknattleikmaður 1.
| deiidar, en jafnframt einn sá frísk-
jasti ög bezt leikandi maðurinn.
J ÍR-liðið virtist þegar eftir nokkrar
mínútur búið að glata voninni, —
I hafi hún nokkru sinni verið fyrir
hendi. Liðsmenn voru greinilega
ekki í sama keppnisskapinu og
kvöldið fyrir nokkru, þegar þeir
settu punkt á sigurgöngu KR með
óvæntum sigri í fvrri umferðinni.
Nú hittu menn ákaflega illa og frá-
köstin hirtu KR-ingar svo til und-
antekningarlaust, og það þrátt fyr-
ir að sérfræðingur KR á þvf sviði,
Kristinn Stefánsson yrði að yfir-
géfa völlinn snemma vegna meiðsla,
KR-liðið lék af ískaldri skynsemi
i og kerfisbundinn leikur færði þá
j smátt og smátt burtu frá ÍR-ingun-
um. Skot KR-inga hittu frábærlega
I vel enda fengu þeir ofast nægan
tíma tii a& miða á körfuna, því
! ÍR-ingar reyndu lítt að trufla skot-
in. Skot ÍR-ínga voru hins vegar
sannarlega trufluð af KR-vörninni.
KR skoraði fyrstu 3 körfurnar í
leiknum í gær og komst þegar vel
yfir og hafði í háifleik 33:18, en
1 sá munur jókst mjög svipað í
seinni hálfleik og lauk leiknum sem
1 fyrr segir 72:43.
Langbeztu menn í leiknum voru
j þeir Gunnar Gunnarsson, leikmað-
ur, sem gerir vart nokkrar skyssur,
en bvggir frábæriega vel upp (og
skoraði 10 stig), Kolbeinn Pálsson,
sem skoraöi 22 stig og hitti mjög
vel, Einar Bollason, sem skoraði 13
•• -ig, Hjörtur Hansson, sem aidrei
bregzt í ieik, en hann koraði nú
19 stig. Guttormur Ólafsson kom
og vel frá leiknum og skoraði 8
stig.
í ÍR-liðinu skoraöi-Birgir Jakobs-
son 14 stig, en aðrir mun minna,
Jón Jónasson, vaxandi ieikmaður
7 stig, Pétur 6 og Skúli Jóhanns-
son 6. — jbp —
I