Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 4
Hefur atvinnu sína af að aka bílum í klessu 1 svona bílasirkusum eru einnig leiknar kúnstir á mótorhjóli. Hér ekur þessi yfir mann, án þess aö snerta hár á höföi hans. Pascal Bizarro, fransk ítalskur að þjóðerni og þriggja barna faö- ir, lifir af því að gera flest það, sem ökumenn forðast í lengstu lög að upplifa. Hann ekur á tveim hjólum. ekur í loftinu marga metra, og ekur bílum í klessu með því að velta þeim. Óskastarf þess, sem haldinn er vandalisma, en hversdagslegt fyr ir Bizarro. ★ Hann er einn af hinum svo kölluðu „Hell Drivers", en nafn yfir slíka hefur ekki enn verið fundið hér heima, þó er þetta nú orðið nokkurra ára gamalt fyrirbrigði. Þessir „Ökumenn Heljar“, ef orðið er þýtt eftir þess hljóðan, hafa það að at- vinnu sinni að koma fram fyrir almenning, sem nokkurs konar sirkusökumenn. Þeir sýna stór- hættulegan akstur ög hafa náð furðulegri leikni 1 að velta bílum sínum heila hringi og aka þeim siðan áfram. ★ Einn slíkur er sem sagt Bizarro Hann er nokkuð dýr i rekstri eins óg gefur að skilja, eyðilegg- ur svona ca. 60—70 fólksbíla á ári. Hann notar ekki einU'SÍnni öryggisbelti, þegar hann veltir bílum sínum. Hjálmur og púöi er allt og sumt, sem hann notar. Það er eingöngu þegar hann ek- ur yfir stökkbretti, sem hann not ar öryggisbelti, annars mundi hann kastast upp í þak á bílnum. ★ Þegar hann er spurður hvern- ig hann fari að því að halda bíln um sínum á tveimur hjólum, svar ar hann að það sé lítill vandi, aðeins ef maður haldi jafnvæg- inu. Slíkt sé eins og að aka tvihjóli. Maður haldi jafnvæginu með likamanum. ... veltur svo á hliðlna á 60—70 km hraöa ... ... og svo kemur hann niður á öll hjólin fjögur, og haldiö er áfram. Þannig lítur svo garmurinn út eftir meðferðina. • o e o • o » Aðsent bréf um hægri umferð: „Kæri Þráindur í Götu. Vegna þess aö öllum kemur saman um aö slysin muni auk- ast mjög mikið — Borgarsjúkra húsið er ekki tilbúið að taka á móti slösuðu fóiki végna breyt*, ingarinnar — Ferðaménn eiga ekki að fá að slíta vegum hér — Þetta skilja hægri menn ekki, reynslulausir'og fara flest- ir um yegiina hásumarið? For- vitnilegt væri að vita ætt og uppruna þessa manns. Hver getur fullyrt að öllum komi saman um þetta eða hitt? Eru það svona röksemdir sem eiga að vera afgerandi í þess- um málum? Þetta mál er orðið svo marg- rætt þ. á m. af þar til kjörnum trúnaðarmönnum, síöan rætt á Alþingl, af möranum sem einnig eru kjörnir af þjóðinní til að taka endanléga afstöðu um vandamál hennar, þar var breyt ingin samþykkt. Aiþingi sam- þykkti einmig þetta sama mál 1939. Svo er sagt að farið sé að þessu með flaustri. Við stæð- um núna i mikilli þakkarskuld við ráðamenn frá 1939 ef þeir hefðu ekki frestað framkvæmd á þessari samþ. þá af hemað- arástæðum, sem eftir á að sjá virðist hafa verið ástæðulaust. Það virðist svo sem öll um- ferðaslys eigi að skrifa á hægri umferðina eftir aö hún tekur gildi, ennfremur mest af end- umýjun á vögmum hjá S.V.R. o. s. frv. Fyrir um þ. b. 25 árum var ég sem unglingur vestur á >ísa- firði á skemmtibát og var ég við stýrið, en tveir aðrir upp- teknir við vélina og sáu ekki hvað fram fór. Mætti ég þá mótorbát frá Bolungarvík er var að koma inn „pollinn“. í fávizku miinni vék ég til vinstri, því ég vissi ekki að það væri hægri umferð á sjó. Ég á þar sennilega líf mitt og e. t. v. tveggja annarra aö þakka snarræði þeirra á mótor- bátnum er þeir forðuðu frá á- rekstri á síðustu stundu, en það var ekki fallegt augnaráðið sem þeir sendu mér. Isafjörður er ekki neitt meira einangraður frá umheimimum en aðrir stað- ir landsins en þó kom þetta fyr- ir þar. Nú fer það mjög í vöxt að menn eignist skemmtibáta, m. a. hraðbáta, jafnvel auðvelt að fá þá leigða kvöldstund. Gæti nú ekki eitthvaö svipað skeð og ég nefndi hér að framan? Ef „landkrabbi" mætir „laind krabba“ er það ef til vill í lagi, en ef „sjómaður“ og „land- krabbi“ mætast, gæti verið hætta á ferðum. Viidu „vinstri“ menn ef til vill breyta yfir í „vinstri umferð“ á sjó innan ísl. landhelgi, til samræmis vlð „vinstri umferð“ á landi? Og þá er Ioftumferöiin eftir. Hvað skyldu annars vera marg ir hérlendis, sem hafa hug- mynd um að bað er „hægri um- ferð“ hér, á sjó og í lofti. Það er þegar komin í um- ferð farai;tæki, sem ekki eru fastbundin við aðeins eitt af þrennu: sjó-, land- eða loftum- ferð, og vitað er að sú þróun mun fara vaxamdi og verður • því sífellt erfiðara að gera skýra • greiningu þar á milli. • Farartæki eins og sjóbílar eru • þegar hér og loftpúða-skip er * væntanlegt innan mánaðar. J Hvort á það nú að fara hægri • eða vinstri leiðina? J Þetta veidur að vísu ekki • vamdræðum strax, en gefur þó • dálitla innsýn hvert stefnir ,því J slíkum og öðrum farartækjum • hlýtur aö fjölga, og með sam- J ræmingu í umferð verður allt J öryggiskerfi traustara og örugg • ara“. J AG • Ég birti éitt bréf enn, út af • hægri akstrinum, og nú frá J hægri manni. Mörgum þykir • orðiö nóg um öll skrifin, sem J orðið hafa um vinstri og hægri • umferð. En það er nú svo, að • þetta er mál, sem mjög er deilt J um manna á meðal. Það væri • hreint og beint óeðlilegt, ef , blöðin væru ekki vettvangur J fyrir deilumál, sem almenning- « ur lætur sig svo mjög skipta. í Þökk fyrir bréfið. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.