Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 26. apríl 1967. 9 I MIÐNÆTUR- SÓLARINNAR á Expo ’67 HANGIKJÖTIÐ íslenzka verð f ® ur einn vinsælasti rétturinn, sem veitingahús 'Norðurland- anna á heimssýningunni í Montreal mun bjóða, spáir fréttaritari MONTREAL STAR í blaði sínu fyrir nokkrum dög- um, þar sem hann segir frá I opnun sýningarskála Norður- landanna í blaði sínu. íslenzka síld kvað hann og vera vinsæla, — með höndlaða af Svíum. Á morgun opnar EXPO 67 dvr sínar fyrir gestum sýningar- innar og verður margt stór- menni meðal viðstaddra fyrsta daginn, en á föstudaginn veröa hlið sýningarinnar opnuð upp á gátt og almenningur mun þá fylla sýningarsvæöin. Svo við víkjum aftur að mat- stofu Norðurlandanna, KAFFI- STOFl) MIÐNÆTURSÖLAR- INNÁR/ e\ns og það mun út- leggjast en á ensku stendur á skilti yfir aðaldyrunum: Mid- night Sun Cafeteria og virðist nafngiftin eignuð íslendingum og Norðmönnum; sem njóta helzt miðnætursólar á Norður- iöndum. Parna munu margir færustu þjónar frá beztu veit- ingahúsum Norðurlandanna m'æla meö hinum ýmsu réttum og þar á meöal væntanlega hangikjötinu okkar og síldinni, en SAS-flugfélagið mun sjá um rekstur skálans og er gaman að vita til þess að SAS skuli nú selja íslenzkt hangikjöt. Matstofan er á annarri hæö sýningarhússins og verður henni skipt í þrennt, fyrsta flokks veitingastað, vínstúku og veit- ingastað með sjálfsafgreiðslu. Alls rúmast þarna um 400 manns í sæti. Starfsfólk er um 100, þar af þrir fjórðu hlutar frá Norðurlöndunum. í skála Norðurlandanna verð- ur slagorðið: . „Man in Unity“, eöa Samvinna manna til að und- irstrika bræðralag þjóðanna fimm, sem að sýningunni standa og þá samvinnu sem skapazt hefur milli þessara þjóða á ýmsum vettvangi. Sýningardeildirnar fengu mjög góða dóma í blöðum í Kanada og þykir sýnt að skáli Norðurlanda muni verða til nokkurs gagns fyrir þjóðimar. I deildunum taka löndin fyrir ýmis sérkenni. Danir sýna „Manninn sem hráefni í þróun- arlandi" Finnar sýna „Hið skapandi Finnland“, ísland „Eldfjallalandið notar auðlindir jarðarinnar" Noregur „Manninn og vatnið“, og Svíar „Leiðina til betri lífskjara". Innan skamms hefjast ýmis atri ði á skemmtidagskrá EXPO 67. sem Norðurlöndin standa að. Island verður fvrst á dag- skrá 8. mai með sýningu á myndinni Surtur fer sunnan, eftir Oswáld Knudsen og verður fslenzkur lögregluþjónn á verði við sýningarhöll N orðurlandanna ásamt finnskum lögregluþjóni. Sá íslenzki er flestum Reykvíkingum kunnur, hann he itir Sveinbjörn Bjamason og ber númer 26, og er einn af reyndustu lögreglumönnunum hér. myndin sýnd nokkrum sinnum í sumar í Du Pont og Kanada Auditorium, en kaflar úr henni verða sýndir í sýningarhöllinni „Man the Explorer", þar sem sköpun heimsins er sýnd. ísl. frímerki verða kynnt 8. júnf á sýningunni, og verða það sér- stök frímerki, útgefin vegna heimssýningarinnar og eru þau tvenns konar, bæði i tilefni af landafundum Ameríku. Þennan dag halda Norðurlöndin „þjóð- hátíðardag“ á sýningunni, en þar verður leikinn Islenzkur forleikur eftir Jón Leifs meðal annarra atriða. Forseti íslands mun heimsækja sýninguna 13. júlí sem gestur kanadísku ríkis- stjómarinnar. Þá mun Karlakór Reykjavíkur syngja á sýningunni 23.—24. júní og verða einsöngv- arar með kómum þau Svala . Nielsen og Sigurður Bjömsson. í blöðum segir m. a. svo frá opnun norrænu sýningarinnar: Sameining. Fegurð vel teiknaðra, fjöldaframleiddra hluta. Þægindi. Húmor. Til- gerðarlaus og góð framkoma grundvölluð á góðum siðum.. Góður matur. Þetta bauð skandindavíska deildin upp á, — „fingurnir fimm á sömu hendi", segir í einu blaðinu. Þar segir frá byggingarlagi skálans sem er á St. Helenu- eyju. Sagt er frá höggmynda- garðinum, þar sem Ásmundur Sveinsson á eina af 13 myndum. W.W.V.V.V.W. í FRÁ «! . 4^ í Hér er veitingahúsið, en þaðan er'gott útsýni yfir svokaliað Svanavatn og St. Lawrencefljót. EXPO í WV.WiV.WAWW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.