Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 13
VÍS'IR. Miðvikudagur 26. apríl 1967. 13 Viihjálmsson og Siguröur A. Jensson R;itsfsórar: VilHjáimur Þ y.VAWAWAWAW.V.VAV.’.WAWWVAWAWA' - .; Frambjóðendafundur HEIMDALLAR j Á morgun, fimmtudag, efnir Heimdallur til fram •[ bjóðendafundar með frú Auði Auðuns, er skipar 2. ;■ sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rvík við Alþing ■: iskosningarnar hinn 11. júní n.k. Fundurinn verð- í ur haldinn í Félagsheimili Heimdallar og hefst kl. ■: 8.30. !: .V.’.V í-fræds/umái unt 2™1™. fefkttir J Alþýðubandalagsmenn stórorðir H«B. í vígahug í Frjálsri jijóð Ekki fór það nú svo, að hinir fammvilltu og kol- ruglúðu „hræsnisdulu-“ og „netadræsu“menn í Reykja- vðc létu hjá líða mitt í amstri kosningaundirbúnings hins „framsýna umbótaflokks“, að minnast á málefni Verzlunarskóla íslands, og þá væntanlega í sama anda og alfer aðrar greinar blaðsins eru ritaðar um þess- ar mundir. Þó að Frjáls þjóð hafi, eins og hún segir sjálf, kappkostað að skýra lesendum sínum sem sann- Ungir menn á Landsfundi Stór hópur seskumanna víðs- vegar af Jandinu sótti Lands- fund Sjálfstæðisflokksins, sem slltið var s.l. sunnudag. Himir ungu fulltrúar tóku virkan þátt í fundinum og hlýddu á hina eldri skörunga með áhuga. í stjómmálayfirlýsingu Lands- fundarins segir m. a. Sjáifstæð isflokkurimn leggur sérstaka á- herziu á hugðarefni unga fólks- ins og aðild æskunnar aö stjóm landsins. Því styður hann lækk- un kosningaaldurs í 20 ár, heit- ir aukinum stuðningi við félags- samtök æskunnar bættri náms- ast og réttast frá einingarviðleitni alþýðu, þá virðist stefna þeirra varðandi kynningu á málefnum Verzl- unarskólans byggjast á gagnstæðum grundvelli. Til þess að almenningur megi hafa það sem sann- ara reynist í þessum málum, hefur Gjallarhorn snúið sér til Jóhanns Briem, nemanda í verzlunardeild, sem vandlega hefur kynnt sér málefni Verzlunarskólans. Fara ummæli hans þér á eftir. Ritstj' > Grein Frjálsrar þjóðar ber það glöggt með sér, að hún er ekki rituð til þess að koma fram með sjónarmið á réttmætan og heiðar- legan hátt, heldur virðist lagt meira kapp á að níða skólann. Meðan heildarskipulagningu á verzlunarfræðsluna vantar, er eðli- legt ,að eitthvað bjáti á. Skyn- samlegra væri fyrir slíkan skrif- finn að kynna sér málið til hlítar, og koma hugmyndum sínum á framfæri við þá aðila, sem verzl unarfræðsluna annast, heldur en að rita áróðursgreinar, er einungis viila fyrir frekar en að skýra mál- ið. Ljóslega má sjá árangur slíkra skrifa. Inntökupróf varð til vegna brýnn ar nauðsynjar, þar sem enginn einn mælikvarði var til sökum misiafns aldurs nemenda. Hlýtur þá að liggja ijóst fyrir, að inntöku- próf, gefur öllum hvaðan af landinu sem er sömu sam- keppnisaðstöðu. Inntökupróf það, sem gefur kost á inngöngu inn í 3. békk, er nýjung. Mikils er um vert að það takist að skapa grund völl fyrir fólk með gagnfræðapróf tii aukins framhaldsnáms, sem þessi nýbreytni V.í. ■ gerir. Er þó rétt að skólinn sjálfur sjái um þau próf a. m. k. fyrst um sinn til þess að fá samanburð við bá nemend- ur, sem þegar hafa setið í 1. og 2. bekk. Er einnig í bígerð að bera saman árangur á inntökupróf- inu og gagnfræðaprófinu, sem þeir hafa þá tekið. Verður án efa fróð- legt að fylgjast með þeim niður- stöðum er þar fást. Munu þær einn ig hafa þýðingu við mótun fram- tíðarstefnu um inntökupróf í V.l. aðstööu og raunhæfum rann- sóknum til lækkunar bygglngar- kostnaðar. Myndina tók Jóhamnes Long framkvæmdastjóri Heimdallar að loknu kaffisamsæti er SUS hélt ungum landsfundarfulltrú- um. Greinarhöfundur áðurnefndrar greinar telur, að V.I. stefni að drottnunaraðstöðu yfir fræðslukerfi ríkisins. með því að prófa í nýj- um námsgreinum. Ástæðan fyrir því að tekið er próf á víðtæicari sviðum en gagnfræðingar gera, er einfaldlega sú, að þeir nemendur, sem vilja í 3. bekk, eiga að hafa jafna eð álíka þekkingu og núver- andi nemendur í 2. bekk. Sú krafa er sanngjöm og í alla staði eðlileg. Þar sem fleiri en einn aðili ann- ast verzlunarfræðsluna verður að teljast eðlilegt, að samræmi sé á milli þeirra. Því má bráðlega vænta úrbóta, þar sem á s.I. ári var Valdi- mar Hergeirsson cand. oecon ráð- inn námsstjóri fyrir verzlunardeild ir gagnfræðaskólanna. Um þá fullyrðingu að Verzlun- arskólinn féfletti unglinga, er því aðeins að svara, að skólinn er sjálfseignarstofnun, sem nýtur tak markaðra styrkja hins opinbera. Greiða nemendur það ,er á vantar og nemur skólagjaldið 6500,00. Jóhann Briem Kostnaðurinn við inntökuprófiö er töluverður og er sjálfsagt að þeir aðilar, sem það próf þreyta, beri kostnað af því sjálfir. Ég vil að k>kum taka það fram, að hér er eingöngu um mína per- sónulegu skoðun að ræða í þessu máli. Framboð kontmún- ista í Reykjavík ún stuðnings Æ.F. Á fundi framkvæmdanefndar Æskulýðsfylkingarinnar, Iandssam taka ungkommúnista á íslandi fyrir stuttu var samþykkt hlut- leysi gagnvart framboði kommún- ista í Reykjavík. Þessi yfirlýsing sýnir glöggt þá sundrung, sem nú ríkir innan Alþýðubandalags- ins. Þess má einnig geta að for- maður Æ. F. Ragnar Stefánsson var einn þeirra manna, er gekk út af fundinum fræga í Tónabíói þegar framboðið var ákveðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.