Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson jf'réttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Ttlngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Horft fram á veginn í stjórnmálayfirlýsingu landsfundar Sjálfstæðis- ( manna segir, að hiklaust beri að halda áfram sömu / stefnu og undanfarin ár í meginefnum. Lýst er yfir ) ánægju með árangur frjálsræðisstefnu viðreisnar- ] stjórnarinnar er tók við af haftastefnu vinstn stjórnar \ innar. Frelsið hafði leyst úr læðingi framtak og þrótt (( og leitt til meiri framfara en á nokkru öðru tímabili í // sögu þjóðarinnar. Að meginefni fjallar yfirlýsingin )) að öðru leyti um framtíðina, þau viðhorf, sem nú blasa \ við eftir fyrstu sigra frjálsræðisstefnunnar. \ Meðal atriði, sem lögð er sérstök áherzla á í yfir- ( lýsingunni eru stofnun öflugs verðjöfnunarsjóðs fyr- / ir útflutningsframleiðsluna, stofnun lífeyrissjóðs ) fyrir alla landsmenn, viðurkenning einkaréttar ís- ) lendinga til fiskveiða á öllu landgrunninu, stórefling \ heilla málaflokka, æskulýðsmála, kennslumála, vís- ( indamála, heilbrigðismála, samgöngumála og raf- ( orkumála, — og að unnið verði raunhæft að lækkun / húsnæðiskostnaðar. ) í efnahagsmálum verði stefnt að víðtæku sam- ) komulagi um verðlag og kaupgjald, sem treysti gengi \ krónunnar og tryggi atvinnuvegunum samkeppnis- í( aðstöðu, en launþegum batnandi lífskjör. Gerð verði C( tíu ára áætlun um eflingu íslenzkra atvinnuvega. // Með samvinnu við sveitarfélög og einkaaðila verði ) unnið að sem víðtækustum framkvæmdaáætlunum í ) þeim tilgangi að stuðla að sem hagkvæmastri notk- \ un framkvæmdafjár. Áfram verði unnið að byggða- (( áætlunum. (( í varnarmálum er talið með öllu óhjákvæmilegt, að m hér á landi sem annars staðar sé viðbúnaður til varna, í( ef á landið yrði ráðizt. Vörnunum beri að sjálfsögðu v að haga á hverjum tíma með hliðsjón af hagsmunum ,7 þjóðarinnar og friðarhörfum í heiminum. Vamir j'j landsins verði ekki hægt að tryggja á næstunni y. nema með samvinnu við Atlantshafsbandalagið svo \\ sem verið hefur. (( Leggja beri ríka áherzlu á að tryggja útflutningsvör f / um þjóðarinnar sem öruggasta markaði og hagstæð- .7 ast verðlag. Á meðal brýnustu verkefna sé að vinna V) að því innan GATT og með viðræðum við helztu við- \\ skiptaþjóðir íslendinga að forðast hin alvarlegu á- \ hrif af tollverndunarstefnu efnahagsbandalaganna. ( Verði í því sambandi kannaðir endanlegir möguleik- ar Islands til þátttöku í Fríverzlunarbandalaginu, /) EFTA, og leitað aðildar að því, fáist hún með við- hlítandi kjörum og þau kynnt öllum þeim, sem hags- \ muna eiga þar að gæta. Jafnframt verði hraðað kerf- ( isbundinni áætlun um lækkun aðflutningsgjalda og ( samhliða ráðstöfunum til stuðnings íslenzkum iðn- / aði til að tryggja samkeppnisaðstöðu hans og stuðla ) að sem fjölbreyttastri iðnþróun í landinu. ) VÍSIR. Miðvikudagur 26. apríl 1967. —Listir"Bækur~Menningarmál ... .................... Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Lénharður fógeti eftir Einar H. Kvaran — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson T eikfélag Kópavogs á tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Það er i sjálfu sér at- hyglisvert hve snemma Kópa- vogsbúar hafa byrjað leikstarf- semi. Kannski sannast þar, að stórhugur sé aðall landnáms- manna. Enn athyglisverðara er þó, aö þeim skuli hafa tekizt að halda uppi þessari starfsemi í áratug, og af þeim dugnaði, að hún hefur aldrei verið öflugri en einmitt á þessum tímamótum. Ekki er þó líklegt, að landnem- ar séu öðrum ónæmari fyrir þeirri óþurftaveiru, sem veldur því að enginn hefur tíma aflögu til neins, sem ekki kemur fuilt kaup fyrir og ríflega það. Ekki heldur að þeir kunni öðrum ör- uggari vamarbrögð gegn þeim lævísu timaþjófum, sem setjast að á heimilum manna í gervi sjónvarps, spilaborða og kokk- teiipartýa. Loks er það, að þeir eiga skammt að fara til að njóta þeirrar fullkomnustu leiklistar, sem hér er kostur á, og þurfa ekki annað fyrir aö hafa en setjast inn í bíl og skreppa yfir hálsinn i höfuðstaðinn. Að öðru þessu er það í senn furðuleg og gleðileg staðreynd, að þeir leika aldrei meira en nú — og ef til vill aldrei betur en nú — og spáir góöu um gróandi menn- ingarlíf þar við voginn. Af óviðráðanlegum ástæðum gat ég ekki verið viöstaddur frumsýningu Leikfélags Kópa- vogs á sjónleiknum „Lénharður fógeti“, laugardaginn annan er var. Þessi leikdómur er því mið- aöur við næstu sýningu á eftir og því í seinna lagi á ferðinni, en ætti engu að síður að vera í fullu gildi, því að frumsýningar skjálftinn verður oft til þess, að draga úr raunverulegri getu leikenda, og þó einkum ef um ó- sviðvana er að ræða. Ekki gerist þess þörf að skrifa iangt mál um sjálft viðfangsefni L. K. að þessu sinni, eða höfund þess. Hvort tveggja er alþjóð kunnugt, að minnsta kosti eldri kynslóðinni. Einar H. Kvaran var menntaður áhugamaður um leiklist og hafði á sínum tíma mikil áhrif á þróun hennar hér f höfuðstaðnum. Hann flutti með sér nýja strauma af megin- landi álfunnar og var um ára bil nátengdur starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Mun m. a. hafa ráðið miklu um viðfangsefnis- val þess þá, en auk þess samdi hann sjálfur tvo sjónleiki, er báðir voru frumfluttir f Iðnó — „Lénharð fógeta" og „Syndir annarra". Hið fyrra er sögulegs efnis, hið síðara samtfðarleikrit, en bæði bera þau vitni þvf að höfundurinn kunni vel til verka. Bæði sanna þau og þau áhrif, sem E. H. Kvaran hafði orðið fyrir af nánum kynnum við Brandes-stefnuna — listin var honum baráttutæki, bæði þessi verk voru innlegg hans fyrir þeim málstað í þjóðmálaátökum þeirra tíma, sem hann fylgdi heilshugar og unni. En það ber að taka fram, höfundinum til verðugs hróss, að hann var of sannur í list sinni til þess að áróðurinn hefði þar yflrhðndina. Fyrir það verður „Lénharður fógeti“ ótfmabundið leiksviðs- verk, þótt þjóðln hafi endur- heimt sjálfstæði sitt að fullu úr höndum danska konungsvalds- ins, og fyrir það á það erindi til hennar epn í dag, auk þess sem það mun enn eiga sér langan aldur sem ástsælt viðfangsefni þeirra, er við leiklist fást, hvort heldur eru áhugamenn eða at- vinnuleikarar, sakir þess hve listrænum tökum og leikrænum höfundur heldur á viðfangsefn- inu. Og enn er eitt, sem kemur þar til greina — höfundur vissi vel hve þröngur stakkur leiklist- inni var skorinn á sviðinu í Iðnó og hvers þjónar hennar þar voru megnugir, Hann hagnýtti sér til hlýtar það, sem unnt var að gera innan þeirra takmarka, og með þeirri tækni, sem þá var um að ræða, án þess að hann slakaði í nokkru á þeim kröfum, sem hann gerði til verksins og sjálfs sín. Honum hefði veriö í lófa lagið að hafa verkið stærra að ytra sniði, en honum fórst Ifkt og smekkvísu tónskáldi, er semur verk til flutnings fyrir fáliöa hljómsveit. Fyrir þetta standa leikflokkar í kaupstöðum og dreifbýli landsins í mikilli þakkarskuld við hann nú. Ekki hvað sízt þeir, sem eiga yfir jafn þröngu sviði aö ráöa og Leikfélag Kópavogs. Þótt nábýlið við höfuðstaðinn og höfuðvfgi leiklistarinnar þar hljóti óhjákvæmilega að gera L. K. að mörgu leyti erfiðara fyrir, fylgir því þó einn ómetanlegur kostur — það á fyrir bragöið tiltölulega auövelt með að veröa sér úti um leiðsögn færustu leikstjóra, og er aðstaða þess. hvað það snertir, sýnu betri en leikfélaga í fiarlægari kaupstöö um. Þetta hefur L. K. líka not- fært sér dyggilega. Að þessu sinni nýtur þaö öruggrar og smekkvísrar leiðsögu eins af Framh. á bls. 5 Lénharður fógeti (Bjöm Einarsson) og Guðný (Gyða Thorstelnsson).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.