Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 16
FARANCUR
ÍONNÝIAR
PARKiR
í geymsluhorni < húsakynnum
rannsóknarlögreglunnar aö Borgar-
túni 7, liggia nokkrir pappakassar
03 fátæklegir plastpokar meö bók-
um, og láta lítiö yfir sér.
Annars 'eru í herberginu óskila-
munir sem rannsóknarlögreglan
hefur tekið í vörzlu sína, en þess-
um föggum er haldið aðskildum,
enda vart hægt að segja að þetta
cáu óskilamunir. nema að nafninu
f-,1
Þetta eru með öðrum orðum
eftirstöðvar af farangri þeim, sem
ún Bonný hafði með sér til lands-
ins, sællar minningar
Nú höfum við það fyrir satt,
'' sá kornin á hæli í
heimalandi sínu Bandaríkjunum, en
munirnir bíða þess að verða sendir
til hennar.
í pappakössunum er mestmegnis
fatnaður, en bækurnar eru ekki
af verri endanum; The new
American Encyclopedia (alfræði-
orðabók), í nokkrum bindum,
Webster’s new American dictionary,
einnig í nokkrum bindum. Eitt
hefti af Reader’s Digest og síðast
en ekki sízt heilög biblía, mynd-
skreytt og. hvít að lit. Á titilblaði
sendur eftirfarandi í íslenzkri þýð-
ingu: Til Bonny Lyman, frá
mömmu og pabba á jólunum 1948.
REYKVÍKINGAR HIRÐA LÍTT
AÐ SÆKJA TÝNDA MUNl SÍNA
— Rabbað við Harald Jóbannesson um óskila-
munina i vörzlu rannsóknarlögreglunnar
0 í næsta mánuði verða boðnir upp óskila-
munir hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. í til-
efni þess heimsóttum við Harald Jóhannesson, en
hann sér um þá deild rannsóknarlögreglunnar, sem
hefur með óskilamunina að gera og hefur aðsetur
sitt að Borgartúni 7.
í geymslum embættisins ægir
saman ólíkustu hlutum, sem
fólk hefur glatað hér og þar.
Gleraugu, armbandsúr, tóbaks-
baukar og pontur, fundarham-
ar, blokkflauta, munnharpa,
skólabækur, húfur, og hattar,
hjólkoppar, peningaveski. skart
gripir, reiðhjól, þríhjól, barna-
kerrur og margt margt fleira.
Haraldur sýnir okkur munina.
— Margir hlutir koma til okk
ar merktir, veski með skilríkj-
um eða einhverri vísbendingu
um eigandann. Viö höfum sam
band við eigendurna í þeim til-
fellum, en það undarlega er að
þeir sækja samt ekki hlutina.
— Hvernig stendur á því?
— Ætli það stafi ekki af
trassaskap.
— Hér eru kassar með veskj
um og fleiru þess háttar.
— Þessi kassi kom frá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur. Þeir
skila venjulega tvisvar þrisvar
á ári. Hreyfill og Steindór hafa
líka komið með óskilamuni til
okkar. Þá hluti sem merktir
eru, setjum við í umslög og boð
um þá, en eins og ég sagði
áðan, skeður það sjaldan að
þeir séu sóttir. í raun og veru
ættu þessir hlutir ekki að
stoppa hjá okkur.
— Verður fólk ekki að sanna
eignarrétt sinn á þeim hlutum
sem það kémur til að sækja?
— Við látum það lýsa hlut-
unum, útliti þeirra og tegund
ef um slíkt er að ræða. Ekki,
Framhald á bls. 10.
Fjórði hver íslend-
ingur er í skóla
<&-
Skólaárið 1966—67 sitja 53.286
nemendur í samtals 420 skólum á
íslandi. Við skóla okkar starfa þrjú
þúsund og fjögur hundruð kennar-
ar. Frá þessu segir í nýútkominni
skýrslu Fræöslumálaskrifstofunnar
um nemendafjölda.
Þar af sitja 26.976 nemendur i
m
barnaskólunum og 11.818 nemendur
| í skólum gagnfræðastigsins. í
| framh.skólum og sérskólum ýmiss
i konar eru taldir 14.492 nemendur.
I Þess ber að gæta að sumir nem-
. endur sitja í tveimur skólum.
I Framhaldsskólanemendur sitja til
dæmis sumir í tónlistarskóla,
handíða- og myndlistarskóla eða
málaskóla, , Með hæfilegum frá-
drætti miðað viö þetta er fjöldi
einstaklinga í öllum skólum lands-
i ins 50.686.
1 Háskóla íslands eru 1180 nem-
endur, í menntaskólunum 1778, í
Kennaraskólanum 514, í verzlunar-
skólum 600. Iðnskóla stunda 2217
: nemendur tónlitarskóla rúml 2 þús.
nemendur og handíða- og mvnd-
’ arskóla nærri fímrn hundruð
| nemendur.
Námsmenn við erlenda skóla j
■ voru um áramót samtals 1153, |
| þar af 527 við háskóla.
Haraldur stendur viö einn skápinn, og heldur á skúffu fullri af
gleraugum.
Geíverndarfélag íslands
byggir 3 hús ai Reyk/alundt
Þarna er farangur Bonnie Parker.
Samvinna hefur tekizt milli
Geðvenndarfélags íslands og SÍBS
um aö Geðverndarfélagið taki að
sér að byggja þau þrjú hús, sem
eftir er að byggja á Reykjalundi
samkvæmt skipulaginu þar. Verö-
ur bygging fyrsta hússins hafin
í sumar.
Sem kunnugt er hafa geðsjúkl-
andarík/amenn f/ölmenn-
astir erlendra ferðamanna
í'nýútkominni ársskýrslu Ferða-
malaráðs er getið um fjölda er-
lendra ferðamanna, sem komu til
iandsins á s.l. ári. Eins og komið
hefur fram í Vísi nam tala þeirra
43.733, sem er 20.9% af heildar-
fjölda landsmanna. I þessari tölu
eru 9 þúsund erlendir ferðamenn,
sem komu hingað með skemmti-
ferðaskipum og höfðu hér skamma
viðdvöl.
1 skýrslunni segir ennfremur að
flestir hinna erlendu fcrðamanna
hafi verið Bandaríkjamenn eða
11.756, næstir hafi verið Danir* 1
5.856, þá Vestur-Þjóðverjar eða
4.580, Englendingar voru 3.718,
Svíar 1.891, Norðmenn 1.627 og
Frakkar 899
ingar fengiö aðstöðu til endurhæf-
ingar að Reykjalundi undanfarið.
Verða þessi hús hugsuð sem endur
hæfingarheimili og eru þáttur i aö
tryggja þeim, sem hafa við geð-
leg vandamál að stríða aðstöðu
til endurhæfingar að Reykjalundi.
Mun Geöverndarfélagið á næstunni
koma upp aðstööu þar fyrir 20—
30 sjúklinga í viðböt við þá sem
fyrir eru.
Skýröi Kjartan J. Jóhannsson,
læknir, formaöur Geðverndarfélags
íslands, blaðinu frá þessu í morgun,
en í gær var aðalfundur félagsins
haldinn í Tiarnarbúð. Var fundur-
inn fjölmennur. Meðal þess sem
kom fram á fundinum var, að fé-
lagatala Geðverndarfélagsins hefur
aukizt um nær 60% á liðnu ári.
Framkvæmdastjóri var ráðinn til
Geövemdarfélagsins, Ásgeir Bjarna
son, og skrifstofa þess opnuð að
Veltusundi 3, sem opin er dag-
lega frá kl. 2 — 3. Einu sinni í
viku mætir þar félagsmálaráðgjaf-
inn, Kristín Gústafsdóttir, sem ráð
in hefur verið til félagsins til að
sinna bessu starfi. 1 samræmi við
þessa auknu starfsemi félagsins
hefur styrkur til félagsins frá Al-1
þingi og Reykjavíkurborg verið
hækkaður úr 25 þúsundum frá AI-
þingi í 75 þúsund og úr 20 þús-
unduni í 25 þúsund frá Reykjavík-
urborg.
Meðal þeirra, sem sátu fundinn
í gærkvöldi var Þórður Benedikts-
son forseti SÍBS, sem fagnaði
þeirri samvinnu, sem hefði komizt
á milli SÍBS og Geðverndarfélags
Islands. Einnig sat fundinn prófess
or Tómas Helgason, sem flutti er-
indi um geðlækningar
Ekið á kyrrstæðan bíl
Aðfaranótt laugardagsins var
ekið á kyrrstæðan Volkswagen.
rauðan á lit, sem stóð á bifreiöa-
stæðinu fyrir framan Álfheima 54
—58. Atvikið mun hafa átt ser
stað einhvem tíma frá kl. 12 á
miðnætti fram undir kl. 8 urn
morguninn. Þeir sem kynnu aö
hafa orðið varir við atburö þennan,
eru vinsamlegast beðnir um að gera
lögreglunni viðvart.