Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 10
w
VÍSIR. Miðvikudagur 26. apríl 1967.
íþréftir —
Framh. af bls. 2
vörpulegiístu manna. Þeir hrópa
ekki né heimta milljónahallir, en
hafa innféttað lítið kjallaraher-
bergi að Ásgarði 77, þar sem
Guðmundur býr meö fjölskyldu
sinni, eiginkonunni Herborgu
Júníusdóttur og 4 sonum þeirra.
Kjallaraherbergig er vart
stærra en svo að þama geta
þeir með naumindum komið fyr-
ir lyftingatækjum sínum. Og
þarna er æft þegar kostur gefst.
„Ég hef ekki stundað aðrar
æfingar í vetur“, segir Guð-
mundur, „en Arnar hins vegar
meira, í skólanum aöallega“.
Þarna æfa þeir feðgamir að
meðaltali 4 sinnum í viku, pressa
mest á bekk, sem er mjög al-
hliða æfing og styrkir alla
vöðva, sem kastarar þurfa mest
á að halda.
— Hvernig stendur á þvi,
Guðmundur, ag 41 árs maður
tekur allt í einu svo stórstígum
framförum?
„Það hefur réttilega verið á
það bent, að ég naut ráðlegginga
Neil Steinhauers í fyrrahaust
og ég tel það honum að þakka
að ég hef nú tekið þeim fram-
förum að ég er farinn að trúa
á að fara yfir 17 metrana í
sumar. Steinhauer sagði mér að
atrennan væri ekki nógu góð,
væri raunar meingölluð. Ég hef
undanfarin ár að því er virðist
hlíft bakinu vegna brjóskloss,
sem ég átti í fyrir alllöngu og
kom þannig út að í miðri at-
rennu missti ég úr hraða og út-
kastið varð af þeim sökum ekki
eins öflugt og ella. Þetta hef
ég æft upp og lyftingamar hafa
hjálpað geysimikið, en á þær
lagði Steinhauer einmitt mikla
áherzlu“.
Guðmundur kvað það líka áð-
ur fvrr hafa háð sér að hann
vann vaktavinnu og óreglulegur
vinnutími er ekki beint til að
hjálpa íþróttamönnum eins og
kunnugt er. Guðmundur varð
lögregluþjónn I Reykjavík 1953,
ári eftir að hann kom hingað
frá ísafirði, þar sem hann var
einn bezti knattspyrnumaður
staðarins, og lék í marki. Nú
hefur Guðmundur unnið sig
upp og er aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn.
„Já, ég er bara bjartsýnn",
sagði Guðmundur, og það era
eflaust margir sem hlakka til
að fylgjast með honum á mót-
unum í sumar. Árangurinn inn-
anhúss gefur sannarlega til
kynna að hið gamla met Huse-
bys sé í hættu. — jbp —
Hirðulausir —
Framhald at bls. 16.
rengjum yið fulloröið fólk, sem
við þekkjum ekki að neinu mis-
jöfnu.
— Hve lengi geymið þið ó-
skilamuni áður en til uppboös
kemur?
— Verðmætari hluti geymum
við £ eitt ár, en fatadót og ann-
að þvíumlíkt geymum við sem
stytzt.
— Seljið þiö úrin f kippum?
— Nei, við seljum eitt og
eitt í éinu og segjum til hvort
þau eru gangfær eða ekki. Við
seljum 30 til 40 reiðhjól ár-
lega. Mér þykir sárast að barna
hjólin skuli ekki vera sótt.
Börnin, sem eiga þessi hjól hafa
vafalaust gleymt þeim einhvers
staðar, eða einhver hefur tekið
þau traustataki og skilið þau
eftir þar sem eigendurnir geta
ekki fundið þau. Það er undar-
legt að foreldrarnir skuli ekki
koma hingað til þess að athuga
um hjólin, sem börnin þeirra
hljóta að sakna mikið.
1 einni geymslunni rekum við
augun í tunnu sem er að því
komin að falla í stafi, en niðri
í tunnunni eru koparspíralar.
— Hvað er nú þetta, hm?
— Þetta eru bruggunartækin
sem tekin vora um daginn. Ég
er hræddur um að tunnan hangi
ekki lengi saman hér inni, nema
ég leggi þá í hana.
— Hér eru svefnpokar, hafa
þeir máske tapazt £ Þórsmerkur
ferðum?
— Nei, þessir pokar eru þýfi
sem fannst hér í bænum, en
enginn veit hver eigandinn er.
Oftast kemst þýfi til skila þeg-
ar næst í þjófinn, en stundum
finnst enginn eigandinn.
— Hvað viltu segja að lokum,
Haraldur?
— Ég vil eindregið hvetja
fólk til að koma og athuga
hvort munir, sem það saknar,
eru ekki hjá okkur, að ekki sé
talað um það fólk sem veit að
það á verðmæta muni hjá okk-
ur og á ég þar við fólk sem
við höfum beðið að koma til
að sækja hlutina. Stundum er
fólk að hringja til okkar
skömmu eftir að það hefur tap-
að einhverju, en þá eru hlut-
irnir ekki komnir í okkar hend-
ur. Svo skeður það máske að
hlutirnir koma til okkar, en þá
er svo langt um liðið að eig-
endumir hafa misst vonina um
að fá hlutina og iafnvel gleymt
þeim.
LEIR OG
MENNING
B A L L E T T
JAZZBALLETT
LEIKFIMI
FRÚARLEIKFIMI'
Búningar og skór í úrvali.
ALLAR STÆRÐIR
Leir og menning heitir revía,
sem Mývetningar eru að sýna
um þessar mundir. Revían / er
eftir Starra Björgvinsson £
Garði /ið Mývatn, en Starri er
bróðursonur Þura f Garði, hag-
yrðingur góður og grfnlaginn.
Tónlistina við reviuna samdi
séra Örn Friðriksson á Skútu-
stöðum. Leikstjóri er Þráinn
Þórisson, skólastjóri. Revian
var sýnd tvisvar á Húsavik á
dögunum við góða aðsókn og á-• _
gætar undirtektir. Mývetningar Hvert viljið þer fara c
hafa löngum átt góða leikara og
söngkrafta, að ekki sé talað um
skáldin, en „þar er skáld á
hverjum bæ“, eins og karlinn
sagði.
Hrakningar
Framh. af bls. 1
flösku til bóndans á Sjávarbakka
og kom hann út og sótti mig.
Þá var ég kominn út undir Greni
vík.
Mér var oröið mjög kalt. Það
hafði hvesst um kvöldið og ekki
laust við að stundum gæfi yfir bát-
inn“.
Við spuröum Svein hvort hann
héldi að honum yrði nokkuð meint
af þessu volki, en hann kvað nei
við. Taldi sig mundu verða jafngóð-
an, þegar hann væri búinn að sofa.
Nefnið staðinn. Við flytjum
yður, fljóta'st og þcegilegast.
Hafið samband
við ferðaskrifstofurnar eða
p/vrtf AIVCERtCA.lv
Hafnarstræti 19 — sími 10275
BORGIN
BELLA
Hvemig veðrið var? Það hef
ég ekki hugmynd um.
APRÍL
kom af fiskveiðumaí gær. Fisk-
salarnir keyptú af honum 10 þús.
pund af vænni ísu, sém seld var
bæjarmönnum í gærkvöldi og í
dag.
, 26. apríl 1917.
Háseta vantar
á'handfærabát strax. — Uppl. í síma 10344.
Fundarboð
Stjórrí Sparisjóðs alþýðu býður til fundar
með fréttamönnum í samkomusal Múrarafé-
lags Reykjavíkur að Freyjugötu 27, fimmtu-
daginn 27. apríl n.k. kl. 5 síðdegis, í tilefni
opnunar sparisjóðsins.
Stjórn Sparisjóðs alþýðu
KAUP-SALA
PÍANÓ — ORGEL — HARMONIKUR
Til að rýma fyrir nýjum hljóðfærum seljum við þessa viku
nokkur notuð píanó og orgel harmonium á tækifærisverði
Höfum einnig til sölu sem nýtt Farfísa rafmagnsorgel á
góöu verði. Einnig úrvals harmonikur fjögurra kóra.
Skiptum á hljóðfærum. — F. Björnsson, Bergþórugötu 2,
simi 23889 kl. 20-22,
ÖSKA EFTIR
að kaup fata- og tauskáp, þarf ekki að vera stór. — Uppl.
í síma 36066 eftir kl. 6 í dag.
CHEVROLET ’55 TIL SÖLU
Ögangfær, sundurtekin vél fylgir. — Sími 34618.
TIL SÖLU
í varastykki er Skoda árg. ’58 1201, 6 dekk sem ný á felgu
nýr rafgeymir, nýr karborator og nýr startari og nýlegur
vatnskassi. Ennfremur gírkassi og mótor sem ekki er far
inn að brenna olíu (ásamt fleiru). Ennfremur era á sama
stað 5 dekk á felgu að heita má ný, stærð 550x18. Selst
ódýrt. — Uppl. í síma 60082.
OPELCARAVAN
Til sölu er Opel Caravan ’60 árg. — Uppl. í síma 19092.
ÓDÝRAR BÆKUR
Mikið úrval eldri bóka á lækkuðu eöa gömlu verði. Ein-
göngu Ólesnar bókaforlagsbækur, sem ekki eru í bóka-
búðum lengur. Barnabækur, skáldsögur, æviminningar,
ferðabækur, þjóðsögur o.m.fl. Síðustu eintök. Gerið góð
kaup. — Ódýri bókamarkaöurinn, Baldursgöíu 11, sími
24915._________________________________
HANDBÓK VERZLUNARMANNA 1967
Við fyrra efni bókarinnar bætist £ ár skrá yfir SÖLU-
SKATTSNUMER og skrá yfir PÓSTHÓLF í Reykjavík,
birt i fyrsta sinn. Ómissandi uppsláttarbók. Sjálfsögð
eins og símaskráin í hverju fyrirtæki. — Pöntunarsími
24915.
ATVINNA
MÁLARAVINNA
Málari getur bætt viö sig vinnu. — Sími 21024.
VOLKSWAGEN
Til sölu Volkswagen árg. ’60 í góðu lagi. Gott útvarp. —
Uppl. £ síma 32353 til kl. 7 og 41475 eftir kl. 7.
Staðlaður útveggjasteinn
Hraunsteypusteinninn, 20/20/40 cm í íbúöarhús, verk-
smiðjur og bílageymslur er nú aftur fáanlegur. Uppl. og
pantanir í síma 50994 og 50803. Sendum heim! — Hellu-
og steinsteypan, Hafnarfiröi.
Drengjabuxur — Fatabreytingar
Terelyne-buxur úr pólskum og hollenzkum efnum, drengja
og unglingastæröir. Framleiösluverð. Breytingar á dömu-
og herrafatnaði. Model Magasin, breytingadeild, Austur-
stræti 14, 3. hæð. Sími 20-6-20.
STÝRIMENN — HÁSETAR
Vantar stýrimann og háseta á 100 tonna bát frá Kefla-
vík. — Uppl. í síma 1579 og 1815, Keflavík
VANUR SKRIFSTOFUMAÐUR
óskar eftir atvinnu. — Uppl. í síma 14965.
ATHUGIÐ j
2 ungir menn, sem hafa bíl til umráða og vinna vakta-
vinnu óska eftir aukavinnu. Hafa báðir mikinn frítíma.
Allt kemur til greina. — Sími 34518.
crq]‘ HÚSNÆÐI
hUsbyggjendur — hUseigendur
Getum bætt við okkur stórum og smáum verkum £ pípu-
lögnum. Tökum einnig að okkur að framleiöa hitamottur
fyrir geislahitun. Vanir menn, góð þjónusta. Spyrjið þá
sem reynt hafa.'— Jón og Hjalti s.f., Fossagötu 4, sími
20460 og 12635.
: aaaa«ag«BOTS«a^*a«i