Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1967, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 26. apríl 1967. 7 morgun útlönd í morgim útlönd í morgun Konstantín konungur í vanda — á aðeins um tvennt að velja Norðurlandablöð birta fréttir um að Konstantin konungur verði brátt að velja um tvennt: Afsala sér konungsveldi eða viðurkenna hem- aðarlegu stjórnina. Eins og sakir standa reynir hann að fresta valinu og að finna meðalveg. Herdðmstólar hafa verið settir á stofn í 10 borgum Grikklands. Allir, sem brjóta í bága við herlög, sem nýja stjómin setti á byltingardaginn, verða leiddir fyrir rétt. Grikkland svipt hernaðaraðstoð ? Bandaríkjastjóm hefir til endur- skoðunar hernaðarlega og efnahags- lega aðstoð við Grikkland, vegna viðburðanna undangengna daga. — Þetta hefir verið staðfest af tals- manni utanríkisráðuneytisins. Fyrri fréttir vom á þessa leið: Talsmaöur brezka sendiráösins í Aþenu staðfesti í gær að brezki ambassadorinn, Sir Ralph Murrey, fór á fund Konstantins konungs og ræddi við hann. Samtímis segir New York Times, að Konstantin konungur hafi í viðtali við banda- ríska ambassadorinn, Phiiips Tal- bot, látið í Ijós óánægju yfir at- burðum síðustu viku. Oplnberlega staðfest. Það var opinberlega staðfest i Aþenu í gær, að Konstantin konung ur tók á móti báðum sendiherrun- um/eftir að byltingin var gerð að- faran£tts föst udags. Talsmaður brezka sendiráösins, sem' að ofan getur, viidi ekkert segja um það, hvað þeim hefði far- ið á milli, konungi og ambassadom- um, né heldur hvar þeir ræddust við. Bandarískur talsmaður sagöi, aö konungur hefði tvívegis rætt við Talbot ambassador í sumarhöll kon ungs fyrir utan Aþenu. Konungur neitar að flytja ræðu, stjóminni til stuðnings. New York Times segir konung hafa sagt Talbot, að hann hefði reynt 3 berta áhrifum sínum til andspyrnu gegn hernaðarlegri stjóm og tii þess aö mynduð yrði stjórnarskrárleg stjóm á ný. Þá segir blaðið að svo Mti út, að áliti stjómmálamanna í Wash- ington, að afstaða konungs einkenn ist af andspymu gegn hemaðar- legu stjóminni, sem komi fram í því að hann neiti að undirrita til- skipanir um að felia úr gildi stjórn- arskrárleg réttindi og aö koma fram og tjá stjórninni fylgi sitt í opin- berri rreðu. Eftirlit. Samband varð nokkru greiðara við umheiminn í gær, en stjórnin fylgist nákvæmlega með því, sem skrifað er í blöðin og hvaö símað er til útlanda. Blöðin verða aö senda leiðréttar prófarkir til blaða- eftirlitsins og fyrirsagnir í blööum voru svipaöar, að með byltingunni heföi verið komið í veg fyrir „blóö- baö“ af völdum kommúnista. Saloniki. Lagt er mikið kapp á að sann- færa menn um að leiðtogar vinstri flokkanna hafi ætlað að undirbúa stórkostlega göngu til Saloniki sl. sunnudag og aö Georges Pappan- dreu hafi átt aö halda þar ræöu. Pappaudreu. Hann er nú 79 ára. Hann var handtekinn byltingamóttina og var sendur í sjúkraliús vegna blóðtappa Hann er ekki f haldi lengur og læknarnir segja líðan hans góða. I seinustu fregnum var talaö um „grun“ um að hann þjáðist af blóð- tappa. Westmoreland segir hermenn s'ma uggandi út af gagn- rýninni á Vietnamstefnu stjórnarinnar Westmoreland hershöfðingi USA sætti harðri gagnrýni í gær í öld- ungadeildinni fyrir að vinna að þvf að kæfa frjálslega gagnrýni á Vi- etnamstefnu stjórnarinnar, en Westmoreland er nú vestra og er til gangur hans að fá loforð fyrir full- um stuðningi þings og þjóöar t!I mjög aukinna hernaðaraðgerða í Vietnam, og mun hann ávarpa þjóð- ina í sjónvarpi í því skyni. Fyrri fregnir hermdu, að hann myndi fara fram á mjög aukið liö f Vietnam. Heyrzt hefur, að Johnson forseti muni ætla að láta til sín heyra á eftir Westmoreland og styðja hann. Eftir Westmoreland er haft, að bandarískir hermenn í Vietnam séu mjög uggandi vegna Italska sýningin 4.-14. maí Upplýsingaskrifstofa opin í anddyri Háskóla- bíós kl. 11—12 fyrir hádegi og 1—4 eftir há- degi. — Sími 2214€. gagnrýninnar heima fyrir á stefnu stjórnarinnar. Fulbright öldungadeildarþingmað ur, formaður utanríkisnefndar, var sá, sem talaði um tilraunir Wést- morelands til að kæfa frjálsa gagn- rýni, og annar þingmaður í deild- inni sagði, að með hinum auknu loftárárásum á Noröur-Vietnam, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar um að gera ekki árásir á flugvelli, væri stigið c i eitt skrefið f áttina til 3. heimsstyrjaidarinnar — þannig sé ekkert skeytt um þá hættu, að Kína kunni að flækjast inn f styrj- öldina. Loftbardagar og árásir. Kínverjar segjast hafa skotið nið- ur tvær Phantom-þotur yfir Kwang si f gær og verði flugmennirnir, i sem gerðu það sæmdir heiöurs- merkjum. Bandaríkjamenn hafa ekki viðurkennt að flugvélar þeirra hafi flogið inn yfir Kína. Loftárásirnar í gær á Hanoi og Haiphong voru á skotmörk, sem bandarískum flugmönnum hafði áð- ur verið sagt að forðast að gera árásir á. Segir Hanoi-útvarpið aö 15 hafi verið skotnar niöur, en Bandaríkjamenn viöurkenna aðeins 4 og segjast hafa skotiö niður 2 MIG-þotur í loftbardaga. ÝMISLEGT YMISLEGT 88Pö Tökum að okkur hvers konar múrbroi og sprengivinnu f húsgnmnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vibra sleöa. Vélaleiga Steindórs Sighvats sonar, Álfabrekku viö Suöurlands braut, sími 30435. Trúin flytur fjölL — Við flytjum allt annað SENPiBÍLASTÖÐIN HF. BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Veizlubrauðið frá okkur Sínv 20490 Si S 8 © S12íjiíi SÍIVII 23480 Vlnrtuwélar til leigu Rafknúnlr múrhamrar með borum og fleygum. - Steinborvélar. - Steypuhrærivélar og hjólbörur. - Raf-og benzlnknúnar vatnsdælur. Vfbratorar. - Stauraborar. - Upphitunarofnar. - ■ 3 ' ..wmM Traktorsgröfur Traktorspressur Loftpressur I yðar þjónustu — Hvenær sem er — Hvar sem er TÖKUM AÐ OKKUR: Múrbrot MÝ TÆKI — VANIR MENN ^aigingar SÍMON SÍMONARSON Ámokstur .|f«3i»aBGiK élaleiga. Jöfnun lóða Álfheimum 28. — Sími 33544 : Einangrunargler — Einangrunargler Húseigendur — byggingameistarar, getum útvegað tvö- falt einangunargler með ótrúlega stuttum fyrirvara. Önnumst einnig máltöku og fsetningu. Hringiö og leitið tilboða. Vanir menn sjá um ísetningu. —■ Uppl. i síma 17670 og á kvöldin f síma 51139. Sendibílaeigendur Vil taka á leigu sendibíl, 1 tonn eða stærri, í 3—5 vikur. — Uppl. í síma 10903 kl. 5—8 í kvöld. • • LANDSMÁLAFELAGIÐ VORÐUR Almennur fundur verður haldinn fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Bslenzkur iðnuður í nútíð og frumtíð Stutt framsöguerindi flytja: i ’ \ ■■ \ : . Sveinn Guðmundsson, nflþ.m. — Ingólfur Finnboguson húsusm.m. Dnvíð Sch. Thorsfeinsson frkvstj. — Grímur Bjurnuson# pípul.m. Að erindunum loknum verða frjálsar umræður Stjdrnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.