Vísir - 19.05.1967, Page 1

Vísir - 19.05.1967, Page 1
VISIR 78 ára maður varð fyrir voðaskoti 57. ása- - 'JK/. ■* «* jJUt Sá voveiftegi atburður gerðist í gær í Fossvogi, að sjötíu og átta ára gamall maður varð fyr- ir voðaskoti úr fjárbyssu og beið bana af. Þrir 14 og 15 ára gamlir ungiingar voru að skjóta í mark með byssunni, þegar eitt skotið endurvarpaðist af vatns- fleti og lenti í höföi gamla mannsins. Fréttamaöur blaðsins kom á staöinn skömmu eftir að at- burðurinn átti sér stað og var lögreglan þá að rannsaka máls- atvik, en sjúkraliösmenn voru að flytja gamla manninn af staðnum og var álitið að hann hefði látizt samstundis. Vopninu, sem drengimir höföu undir höndum höföu þeir stolið úr verzluninni Vesturröst fyrir 6 vikum, ásamt pakka af byssukúlum af stærðinni cal. 22. Drengimir báru í gær við yfirheyrslur að þeir hafi verið að skjóta í mark af tæplega 60 metra færi og hugðust hitta í rör, sem var í skurðinum. Kúlan virðist hafa snert yfirborðið og skotizt þaðan í manninn, sem stóð meira en 120 metra frá drengjunum að þeirra sögn. Gamli maðurinn fluttur af slysstað í gær. Lögregluþjónn fer af slysstað með byssuna. U THANT LÆTURUNDAN NASSER Friðarsveifirnar verba fjarlægðar innan skamms U Thant aöalritari Sþj. tilkynnti j friðarsveitir Sþj. í löndunum fyrir egypzku ríkisstjórninni í nótt aðl botni Miðjarðarhafs yrðu sendar í Semja um smíSi 10 sumarhúsa 1 gær var undirritaður samn-l um, sem standa eiga í landi Ai- ingur milli Alþýðusambands Norð- þýðusambands Norðurlands i urlands og trésmiðjumar Tréverk Fnjóskadal. í Dalvík um smiði á 10 sumarhús- Framh. ð bte 10 burtu í samræmi við kröfur Egypta- lands. Jafnframt tilkynntu höfuð- stöðvar Sþj., að sennilega liðu 2—3 dagar áður en opinber tilkynning yrði send til friðarsveitanna um að yfirgefa svæðið. — Egypzka frétta- stofan hefur aftur haldið því fram, að her landsins hafi tekið sér stööu, sem friðarsveitimar höfðu á landamærum ísraels og Arabíska sambandslýðveldisins. George Brown, utanríkisráðherra Bretlands, sem ætlaði í viku op- inbera heimsókn til Moskvu í dag, tók í gærkvöldi algjöra and- stöðu gegn kröfu Arabíska sam- bandslýðveldisins, um aö friðar- sveitimar yrðu fjarlægðar. Hann sagði, að það gerði allan bakgrunn friöarsveitanna hlægilegan, ef hægt er að krefjast þess að sveitirnar séu fjarlægðar frá óróasvæðum um leið og ástandið gerist í raun og veru hættulegt. Brown sagöi, að samkvæmt sinni skoðun væri það á valdi S.þj. að ákvaröa hvort fjar- lægja ætti friöarsveitirnar eftir að hafa átt viöræður við þau lönd, sem hlut ættu að máli. Egyptar gætu ekki krafizt þess einhliða, að sveitirnar yrðu fjarlægðar. — Brown hefur frestað ferð sinni til Moskvu, þar til línurnar skýrast fyrir botni Miðjarðarhafs. Fulltrúi Israels hjá Sþj., sagði í gær, að land hans yrði ekki fyrst 520 manna norrænt æskulýðsmót haldið í Reykjavík í Fjallar að mestu um íslenzk málefni nútímans Yfir 400 ungmenni frá Norðurlöndunum munu koma tií íslands og vera hér ásamt 100 ís- lenzkum ^ngmennum á norrænu æskulýðsþingi fyrstu vikuna í ágúst í sumar. Þingið er haldið af æskulýðsráðum nor- rænu félaganna. Þingið er haldið í tilefni þess, að þá hefst norrænt æskulýðsár. Verður þingið stærsti viöburður þessa æskulýðsárs og mun að mestu fjalla um ísland nútím- ans, stjómmál, atvinnuhætti, menntun og menningu og félags líf á Islandi. Mun þingið vafa- laust verða til þess aö stórauka þekkingu Norðurlandabúa á ls- landi nútímans. Blaðið hafði samband við Jón E. Ragnarsson lögfræðing, sem er formaður æskulýðsráðs Nor- ræna félagsins á íslandi, og spuröi hann um þetta mót. Sagði hann tilgang mótsins vera að kynna Norðurlandaæskunni íslenzk málefni og tengja ungt fólk á Norðurlöndunum traust- ari böndum við jafnaldra sína á íslandi. — Þátttakendur á mótinu, sagði Jón, verða frá flestum, ef ekki öllum æskulýðsfélögum á Norðurlöndum, stjómmálafélög- um, fþróttafélögum, bindindisfé- lögum o. s. frv. Allir verða á aldrinum 20—30 ára og verða um 100 frá hverju landi, en 20 frá Færeyjum. Alls er gert ráð fyrir, að mótið sæki 520 manns. — Fluttir verða fyrirlestrar, myndaðir umræðuhópar og far- ið í kynnisferðir í stofnanir og fyrirtæki. Þátttakendur fá að ræða við íslenzka stjómmála- menn úr öllum flokkum. Þá verð ur einn daginn farið um Suður- landsundirlendið og annan dag um Borgarfjörð. Laugardalshöll- in vefður tekin undir mikla skemmtisamkomu. Fyrirlesarar á mótinu verða margir fremstu menn hérlendis, hver á sínu sviði, en umræðunum stjórna ungir menn. Framhald á bls. 10. iiil til að grípa tli vopna. Israel hefur ekki hervæðzt sérstaklega að und- anförnu, sagði hann. Talsmaður Sýrlands sagði aftur á móti, að Sýrlendingar byggjust við innrás frá ísrael, en í því til- viki myndi Egyptaland koma Sýr- landi til stuðnings. 1 friðarsveitunum eru 3.393 menn samkvæmt nýjustu upplýsingum. Flestir eru frá Indlandi 978, Kan- ada 800, Júgóslaviu 580, Sviþjóö 528, Brasilíu 432, Noregi 72 og Danmörku, sem hefur aðeins 3 Ibúar í Glerárhverfi vilja meiri framkvæmdir íbúar í Glerárhverfi á Akureyri hafa sent áskorunarskjal til bæjar- yfirvaldanna um að ýmsar verk- legar framkvæmdir í hverfinu veröi ekki lengur látnar sitja á hakanum. Nær allir uppkomnir íbúar hverf- isins hafa ritað undir þetta skjal og telja sig afskipta í bæjarfram- kvæmdunum, einkum varðandi gatnagerð, skólabyggingar og leiksvæði en einnig er kvartað yfir ólykt, sem berst yfir hverfið frá Krossanesverksmiöjunni. Jón E. Ragnarsson og örlygur Geirsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.