Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 19.05.1967, Blaðsíða 1
VÍSIR 78 ára maður varð fyrir voðaskoti I........¦ — ¦¦yy.r-:- ¦>í '¦''¦ K,- **^ j*-% Sá voveiflegl atburður geröist í gær í Fossvogi, a6 sjötíu og átta ára gamall maður varð fyr- ir voSaskoti úr fjárbyssu og belð bana af. Þrír 14 og 15 ára gamlir unglingar voru að skjóta i mark með byssunni, þegar eitt skotið endurvarpaðist af vatns- fleti og lenti f höfði gamla mannsins. Fréttamaður blaðsins kom á staðinn skömmu eftir að at- burðurinn átti sér stað og var lögreglan þá að rannsaka máls- atvik, en sjúkraliðsmenn voru að flytja gamla manninn af staðnum og var álitið að hann hefði látizt samstundis. Vopninu, sem drengirnir höfðu undir höndum höfðu þeir stolið úr verzluninni Vesturröst fyrir 6 vikum, ásamt pakka af byssukúlum af stærðinni cal. 22. Drengirnir báru í gær við yfirheyrslur að þeir hafi verið að skjóta í mark af tæplega 60 metra færi og hugðust hitta i rör, sem var í skurðinum. Kúlan viröist hafa snert yfirborðið og skotizt þaðan í manninn, sem stóð meira en 120 metra frá drengjunum að þeirra sögn. Gamli maðurinn fluttur af slysstað í gær. Lögregluþjónn fer af slysstað með byssuna. U THANT LÆTURUNDAN NASSER Fribarsveitirnar veróa fjarlægbar innan skamms U Thant aðalritari Sþj. tilkynntij friðarsveitir Sþj. í löndunum fyrir egypzku ríkisstjorninni í nótt aði botni Miðjarðarhafs yrðu sendar í Semja um smííi 10sumarhúsa t gær var undirritaður samn-1 um, sem standa eiga í landi Al- ingur milli Alþýðusambands Norð- þýðusambands Norðurlands i urlands og trésmiðjurnar Tréverk Fnjóskadal. í Dalvik um smfði á 10 sumarhús- Framh. á bta 10 520 burtu í samræmi við kröfur Egypta- lands. Jafnframt tilkynntu höfuð- stöðvar Sþj., aö sennilega liðu 2—3 dagar áður en opinber tilkynning yrði send til friðarsveitanna um að yfirgefa svæðið. — Egypzka frétta- stofan hefur aftur haldið því fram, að her landsins hafi tekið sér stööu, sem friöarsveitirnar höfðu á landamærum ísraels og Arabíska sambandslýðveldisins. George Brown, utanríkisráöherra Bretlands, sem ætlaði í viku op- inbera heimsókn til Moskvu í dag, tók í gærkvöldi algjöra and- stöðu gegn kröfu Arabíska sam- bandslýðveldisins, um að friðar- sveitirnar yrðu fjarlægðar. Hann sagði, að þaö gerði allan bakgrunn friöarsveitanna hlægilegan, ef hægt er að krefjast þess aö sveitirnar séu fjarlægðar frá óróasvæðum um leið og ástandiö gerist í raun og veru hættulegt. Brown sagöi, að samkvæmt sinni skoöun væri það á valdi S.þj. að ákvaröa hvort fjar- lægja ætti friðarsveitirnar eftir að hafa átt viöræður við þau lönd, sem hlut ættu að máli. Egyptar gætu ekki krafizt þess einhliða, aö sveitirnar yrðu fjarlægðar. — Brown hefur frestaö ferð sinni til Moskvu, þar til línurnar skýrast fyrir botni Miðjarðarhafs. Fulltrúi Israels hjá Sþj., sagði í gær, að land hans yrði ekki fyrst manna norrænt æskulýðsmót haldið í Reykjavfk í ár Fjallar að mestu um íslenzk málefni nútímans Yfir 400 ungmenni f rá Norðurlðndunum munu koma til fslands og vera hér ásamt 100 ís- !enzkum 4ingmennum á norrænu æskulýðsþingi fyrstu vikuna í ágúst í sumar. Þingið er haldið af æskulýðsráðum nor- rænu félaganna. Þingið er haldið í tilefni þess, að þá hefst norrænt æskulýðsár. á mótinu verða margir fremstu menn hérlendis, hver á sínu sviði, en umræðunum stjórna ungir menn. Framhald á bls. 10. til að grípa tli vopna. israel hefur ekki hervæðzt sérstaklega að und- anförnu, sagði hann. Talsmaður Sýrlands sagði aftur á móti, að Sýrlendingar byggjust við innrás frá Israel, en f þvi til- viki myndi Egyptaland koma Sýr- landi til stuðnings. 1 friðarsveitunum.eru 3.393 menn samkvæmt nýjustu upplýsingum. Flestir eru frá Indlandi 978, Kan- ada 800, Júgóslavíu 580, Sviþjóö 528, Brasilíu 432, Noregi 72 og Danmörku, sem hefur aðeins 3 menn. Ibúar í Glerarhverfi vilja meiri framkvæmdir íbúar f Glerárhverfi á Akureyri hafa sent áskorunarskjal tii bæjar- yfirvaldanna um að ýmsar verk- legar framkvæmdir í hverfinu veröi ekki lengur látnar sitja á hakanum. Nær allir uppkomnir íbúar hverf- isins hafa ritað undir þetta skjal og telja sig afskipta í bæjarfram- kvæmdunum, einkum varðandi gatnagerð, skólabyggingar og leiksvæði en einnig er kvartað yfir ólykt, sem berst yfir hverfið frá Krossanesverksmiðjunni. Verður þingið stærsti viðburður þessa æskulýðsárs og mun að mestu fjalla um Island nútím- ans, stjórnmál, atvinnuhætti, menntun og menningu og f élags líf á Islandi. Mun þingið vafa- laust verða til þess að stórauka þekkingu Norðurlandabúa á Is- landi nútímans. Blaðið hafði samband við Jón E. Ragnarsson lögfræðing, sem er formaður æskulýðsráðs Nor- ræna félagsins á íslandi, og spurði hann um þetta mót. Sagði hann tilgang mótsins vera að kynna Norðurlandaæskunni íslenzk málefni og tengja ungt fólk á Norðurlöndunum traust- ari böndum við jafnaldra sína á íslandi. — Þátttakendur á mótinu, sagði Jón, verða frá flestum, ef ekki ðHum æskulýðsfélögum á Norðurlöndum, stjórnmálafélög- um, fþróttafélögum, bindindisfé- lögum o. s. frv. Allir verða á aldrinum 20—30 ára og verða um 100 frá hverju landi, en 20 frá Færeyjum. Alls er gert ráð fyrir, að mótið sæki 520 manns. — Fluttir verða fyririestrar, myndaöir umræðuhópar og far- ið í kynnisferðir í stofnanir og fyrirtæki. Þátttakendur fá að ræða við íslenzka stjórnmála- menn úr öllum flokkum. Þá verð ur einn daginn farið um Suður- landsundirlendið og annan dag um Borgarf jörð. Laugardalshöll- in vefður tekin undir mikla skemmtisamkomu. Fyrirlesarar Jón E. Ragnarsson og örlygur Geirsson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.