Vísir - 25.05.1967, Qupperneq 8
8
V í SIR . Fimmtudagur 25. maí 1987.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson f
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Eru húsmæður naut? i
„]\autið ræður ferðinni“ sagði eitt vinstrablaðið ekki (
alls fyrir löngu, þega'r það var að kvarta yfir því, að í
vöruúrval væri orðið svo mikið hér á landi, að jafn- /
vel danskir kökubotnar væru á boðstólum og seld- )
ust vel. Þessi setning blaðsins er dæmigerð fyrir af- )
stöðu vinstriflokkanna til einkaneyzlu og lífsþæginda \
almennings. Þeir sjá ofsjónir yfir því, að fjárráð al- (
mennings eru orðin nógu góð til þess, að menn geti ((
veitt sér margvíslegt, sem áður þekktist ekki. )
Vissulega gætu húsmæður valið hagkvæmari mat- \
vöru til neyzlu en danska kökubotna. Þær gætu t. d. \
haft fisk og kartöflur í allan mat og mundu spara ((
mikið fé á því. En fólk vill hafa tilbreytni í mat eins //
og öðru, þótt það kosti peninga. Við lifum alténd ekki (/
á stríðstímum né undir stjórn Framsóknarflokksins. )
íslendingar hafa undanfarið búið við geysilegt ríki- \
dæmi, sem stafar bæði af miklum framtaksvilja fólks \
og skynsamlegri nútíma-efnahagsstefnu. Það er ekki (
nema von, að fólkið vilji nota nokkum hluta hinna /
auknu tekna til þess að afla sér ýmislegs af því tagi, /
sem móðuharðindamenn vinstriflokkanna kalla „ó- )
þarfa“. \
Athyglisvert, að Framsókn er ekki lengur ein um \
hituna í eftirsjánni að gamla haftakerfinu sínu. Allir (
armar Alþýðubandalagsins og Lýðræðisflokkurinn /
kyrja einnig sama nöldursönginn um, að alþýða /
manna „sói“ of miklu fé umfram brýnustu nauðsynj- ))
ar. Er Framsókn nú komin í harða samkeppni um, \\
hvaða vinstriflokkurinn sé mesti haftapostulinn. En v
hún hefur ennþá vinninginn, enda byggir hún á göml- l\
um merg hafta- og kreppuhugmynda. (/
Á blómaskeiðum Framsóknar mátti enginn gera neitt
nema krjúpa fyrir Fjárhagsráði eða einhverri annarri ((
skömmtunarnefnd. Þá var innflutningur hljóðfæra ^
talinn mesti óþarfi og hann því mjög takmarkaður. /
Mesta óhæfa var talin, að börn borðuðu nýja ávexti, 'i
og því var sá innflutningur bannaður. Prófessorum V)
var bannað að kaupa erlend vísindarit, annan eins \
óþarfa! Þetta mátti nú kalla „að raða verkefnunum“ (
eins og Framsókn talar nú fjálglega um. Sú niðurröð- (
un er fólgin í því að setja þarfir S.Í.S. í fyrsta, annað )
og þriðja sæti, og að röðin komi aldrei að ávöxtum )
handa almenningi og vísindaritum handa prófessor-
um. Þetta er „Hin leiðin“, sem Framsóknarmaðurinn v(
Halldór E. Sigurðsson útskýrði, að væri fólgin í því, (
að stjórna eins og Framsókn hefði alltaf gert áður. (
Nú er það ekkert nýtt undir sólinni, að einhverjir )
sértrúarmenn vilji hafa vit fyrir fólki og segja því að i)
neita sér um hitt og þetta. Hins vegar munu húsmæður \
kunna því illa að vera kallaðar „naut“ og að pólitísk- (
ar nefndir eigi að ráða því, hvað fólk má hafa á borð- (
um sínum. Þær munu segja sem svo, að lítið sé var- /
ið í, að þjóðin safni ríkidæmi, ef ekki má njóta þess )
að einhverju leyti. Enda munu þær hafna forsjá sér- )
trúa'rmanna haftastefnunnar.
Landsfundur í Bruunschweig
„Hraðans maður hyfltur
Dr. Kiesinger kanslari Vestur
Þýzkalands fór loftleiöis frá
Bonn til Braunschweig á lands-
fund Kristilega lýðræöisflokks-
ins — flaug þangaö í einkaþyrlu
sinni, en dr. Kiesinger hefir
ekki að einkunnarorðum „kemst
þó hægt fari“ — hann er „hrað-
ans maður“.
Honum var ákaft fagnað viö
komuna af stuöningsmönnum
og aðdáendum, og var miklu
meiri mannfjöldi saman kominn
við komu hans, en nokkur hafði
búizt við, en ein skýringin er
nú sú, aö þag gerist ekki sér-
lega mikið í Braunschweig á
sunnudögum, og svo gerist þaö
ekki á hverjum degi, aö þyrlu
sé lent á torginu fyrir framan
Ráðhúsið.
Sagt er, að þegar eftir kom-
una hafi dr. Kiésinger setið
fund með helztu flokksbrodd-
um. Fyrirfram var vitað, aö Lud
wig Erhard fyrrverandi forsæt-
isráðherra myndi láta af flokks-
formennskunni, og engum va-fa
er það talig undirorpið að dr.
Kiesinger verður valinn í hans
stað með yfirgnæfandi meiri
hluta atkvæða.
Eugen Gerstenmeier
í fyrstu fréttum af landsfund
inum var sagt, að dr. Kiesinger
legði mikla áherzlu á að slétta
yfir allar misfellur — og að
svo mundi að minnsta kosti
líta út að iandsfundinum lokn-
um, aö í flokknum ríkti „ein-
ing andans í bandi friðarins",
en ekki eru allir ánægðir, og er
þeirra helztur Eugen Gersten-
meier, forseti þingsins, sem var
felldur sem kanslaraefni s.l.
haust, og það situr enn í hon-
um.
Viðtal í Welt am
Sontag
Gerstenmeier er fyrir skömmu
heim kominn úr ferðalagi til
Austur-Asíu og hefur Welt am
Sontag átt viðtal við hann og er
þar vikið að ýmsu, einnig stjórn
málum V.-Þ. Þar segir „Gersten-
rneier", að það sé alls ekki „föst
regla" að kanslarinn sé jafn-
framt flokksformaður, og hefui
komið fram sú skoöun, að þetta
hafi hann sagt sem ábendingu
fyrir dr. Kiesinger, — hann
skuli ekki vera allt of viss um
aðstöðu sína.
Sigraði giæsilega
Fréttir frá Braunschweig
hermdu síðan, að dr. Kiesinger
hefði sigrað glæsilega við for-
mannskjörið — fengið atkvæði
423 fulltrúa landsfundarins, en
hámarks atkvæöafjöldi sagður
Framh á bls. 13.
jr
Attræðisafmæli Snæbjarnai
Jónssonar fyrrum bóksala
Hinn 19. þ. m. varð áttræður
Snæbjöm Jónsson fyrrum bók-
sali, nú búsettur á Englandi,
en þangað fluttist hann á síð-
astliðnu ári ásamt konu sinni,
og búa þau í nálægð heimilis
dóttur Snæbjamar.
Vegna fjarveru minnar á af-
mæli Snæbjamar, og um það
leyti, eru þessar línur „seint
á feröinni“, og þótt full ástæða
væri til að rekja ýtarlega störf
þessa þjóðkunna merkismanns
á þessum tímamótum, verður að
láta nægja að sinni, að flytja
honum þakkir og kveðju Vísis,
sem á honum margt gott upp
aö unna, og lesendur blaðsins
fyrr og síðar.
Ég hefi áður lýst í fáum
dráttum ævistarfi Snæbjarnar á
þessa leið:
„Sannleikurinn er, að það er
feikna starf, sem eftir hann
liggur sem kennslubókahöfund,
þýðara og greinahöfund, og ég
vildi við bæta sem menningar-
kynni og menningarvörð, þvf aö
oft hefur hann gripið vopn sín,
þar sem óvirt var eða jafnvel
fótum troðið eitthvað, sem hann
kunni að meta og var honum
hjartfólgið ... Sem menningar-
kynnir hefir hann haldið á loft
hinu bezta, hvort sem íslenzkt
var eða erlent, og veg hinna
mætustu manna vildi hann sem
mestan, og mætti minna á, að
suma hina ágætustu menn og
merka á heimsmælikvarða, og
Islandsvini mikla að auki,
myndi þjóðin vart kannast við,
Snæbjöm Jónsson.
ef Snæbjamar hefði ekki not-
ið við. — Snæbjöm réðst ungur
maöur til starfa hjá þjóðskör-
ungnum Bimi Jónssyni, mat
hann ávallt síöan aö verðleik-
um og hélt við hann tryggö og
minningu hans, og samstarf
Snæbjamar hefir haldizt við
það fyrirtæki, sem Björn heit-
inn Jónsson stofnaði, en þaö
hefur gefið út bækur Snæbjarn-
ar og er sæmd að.“ — Er sú
spá mín, að þær verði siald-
gæfar og eftirsóttar er tímar
líða.
Axel Thorsteinson.
MlnnisbTá ð~ kp o]sendá --— 7--—--—--777--7 -
Góðæri eða stefnubreyting?
£ Þjóðarframleiðslan jókst vinstri-
stjómarárin um 3,2% á ári, sem
var einhver hægasti vöxtur í Evr-
ópu á þeim tíma. Þá var ísland
eftirbátur annarra.
# Þjóðarframleiðslan jókst viðreisn-
arárin um 4,8% á ári eða meira en
í nokkm öðru iðnþróuðu landi að
Japan undanskildu. ísland hefur
verið í fararbroddi.
H Samkvæmt nýjustu alþjóðlegum
tölum hafði ísland árið 1965 þriðju
mestu aukningu þjóðarframleiðslu
á mann. Aðeins Bandaríkin og Sví-
þjóð vom hærri.
Þjóðartekjurnar jukust nokkm
meira en þjóðarframleiðslan á við-
reisnartímanum, eða um 6,6% á
ári, vegna tiltölulega hagstæðs út-
flutningsverðlags.
0 Góðæri var árin 1955 og 1958,
bæðí í aflabrögðum og viðskipta-
kjömm. Á viðreisnartíma var góð-
æri í aflabrögðum og viðskipta-
kjörum árin 1964 og 1965, en verð
fall árin 1960 og 1966. Hafa við-
reisnarárin að þessu leyti ekki ver
ið betri en vinstristjórnarárin.
Gæfumuninn gerði ekki náttúran
eða aðrar utanaðkomandi orsakir,
heldur gerbreytt stefna í efnahags
málum þjóðarinnar.