Vísir


Vísir - 15.08.1967, Qupperneq 3

Vísir - 15.08.1967, Qupperneq 3
VÍSIR. Þriðjudagur 15. ágúst 1967. f Skíðaskólinn «' Kerlingarfjöll- um nýtur nú sívaxandi vinsælda þann stutta tíma ársins, sem hann er starfræktur. Á þeim 7 árum, sem liðin eru frá því hann tók til starfa hefur honum mjög vaxið fiskur um hrygg. í byrjun var hann til húsa í sælu- húsi Ferðafélags Islands þar efra, en nú hefur verið byggður sérstakur skáli, sem hýsir Skíða skólann. Skálinn er mjög vist- legur, svefnloft er þar fyrir rúmlega 30 manns en á neðri hæð er matsalur, sem jafnframt er notaður til kvöldvökuhalds. Myndsjá Vísis átti kost á því fyrir nokkru að dvelja nokkra daga með þeim Kerlingarfjalla- bændum Eiríki Haraldssyni, Valdimar Ömólfss. og Sig. Guð mundss. sem allir annats skíða- En það er fleira gert þarna en staðið á skíðum daginn út og daginn inn. Farið er f gönguíerð ir, t. d. er mjög fallegt inni í Hveradölum, en þangað er til- tölulega stuttur gangur frá þeim stað, þar sem skíðabrekkumar eru. f»á er og fariö í styttrS gönguferðir, en landslag er þarna mjög fjölbreytt og til- komumikið, og því margt að sjá. Ekki má svo minnast á dvöl í Kerlingarfjöllum, að sleppt sé kvöldvökunum. Á hverju kvöldi em kvöldvökur haldnar. Ákveðnir hópar skipt- ast á að sjá um skemmtiatrlðin og þess á milli er sungið af miklu fjöri. I sönglistinni eru skíðakennararnir frumkvöðlar og þama eru mörg Iögin sung- Sn, sem orðið hafa til hiá hag- yrðingum. sem dvalizt hafa í Kerlingarfjöllunum. Nú, ef menn kunna ekkl textana viö lögin, er bara trallað undir. Mikill fjöldi fólks kom i KerlingarfjölISn um verzlunar- mannahelgina, enda stutt að fara eftir vegarspottanum frá Kjalvegi, aðeins um 9 km. — Mátti sjá á bílastæðinu við Skíðaskólann margt bíla, Volks- wagen-bíla, Bronco-, Willys- og Landrover-jeppa. í flestum voru skíðamenn sem komu upp eftlr til að bregða sér á skiðS, en í sumum var fólk á leið norður Kjöl, en kom við í Kerlingar- fjöllum til að fá sér kaffi, há- degis- eða kvöldmat, sem þar er sclclur. Dvölin þama í Kerlingarfjöll- um er íiestum alveg ógleyman- leg, enda sanna vaxandi vinsæld ir Skíðaskólans, að sívaxandi fjöldi fólks kemur þar tll viku- dvalar í fjallakyrröinni. kennslu með mikilli prýði, enda allir ágætir skíðamenn (Valdi- mar varð t.d. meistari á franska stúdentameistaramótinu árið 1957). Venjulega tekur eitt skíðanámskeið um vikutíma og hefur verið svo til fullskipað í hvert þeirra í sumar. Á þessu sumri eru áætluð þrjú unglinga- námskeið auk 8 venjulegra nám skelða eingöngu ætluö ungling- um, og er meiri eftirspurn eftir sætum í þau námskeiö, en hægt er að anna. Dvölin þama efra var mjög skemmtileg, og er varla hægt að segja frá henni í orðum, þeir elnir, sem þarna hafa dvalið, víta hve • skemmtilegt er þar að vera. Dvalið er við skíðaæfing- ar í snióríkum hlíðum Fann- borgar, en svo nefnist eitt fjall- ið í Kerlingarfjallaklasanum. Þar er að finna skíðabrekkur við flestra hæfi. Mjög góðar byrj- endabrekkur eru þar, og hinar bröttustu reynast jafnvel of erf- iðar fyrír okkar beztu skíða- menn. Ekki var það verra, að einmitt þessa 6 daga, sem dval- ið var þarna efra, var veður með afbrigðum gott, logn og heiðskírt fyrstu dagana, en skýjað síðari hluta námskeiðs- ins Voru flestir því fegnir, að ■ sól skeín ekki allt námskeiðið, því að sólin barna er mjög sterk snjóbirta mikil og vilja menn brenna nokkuð f andliti, ef stöðugt sólskin er leneri tíma. Skíðaskólinn ■' Kerlingarfjöll- um leggur höfuðáherzluna á að kenna byrjendum skíðaíþrótt- ina, enda var svo, að af þelm 30 þátttakendum í þessu skíða- námskeiði, voru 20 algerir byrj- endur. Fáir hefðu eetað trúað þvt í lok námskeiðsins að þetta fólk hefði aðeins verið á skíð- um í 5 daea, svo miklar voru framfarirnar, enda kcnnsian með afbrlgðum góð. Eftir svo sem 2ja stunda skíðaæfingar er útbýtt nestlspökkum og drykkjarföngum meðal námskeiðs- fólks. Hér sést hluti hópsins vera að gæða sér á matföngunum við Kasstalann, en svo nefnist bæki- stöð Skíðaskólans þar efra. Athugið ritháttinn, það er skrifað KASSTALINN, vegna þess, að hann er byggður úr kassafjölum! Hér sjást skíðakennararnir þrír, talið frá líægri: Reynir Tómas Geirsson (kenndi í forföllum Sigurð- ar Guðmundssonar), Valdimar Örnólfsson og Eirfkur Haraldsson. \ .\s ' ^ \ ijyi ' v Meðal þeirra, sem brugðu sér á skíði um verzlunarmannahelgina var Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Eiríkur Haraldsson sést hér kenna hluta af byrjendahópnum, en á þann hóp var lögð sérstök áherzla. (Ljósm. Vísir af.) ASKIÐUM í KERLINGARFJÖLLUM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.