Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1967, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Mánudagur 11. september 1967. VÍSIB Utgefandi: Blaðaútgáían visrn Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjórl: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Clfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands t lausasölu kr. 7.00 eintakið PrentsuiiðjE Vfsis — Edda h.f. Hver er að blekkja? J>að er alrangt, eins og flest annað, hjá blöðum stjórn- arandstöðunnar, að ríkisstjómin hafi sagt þjóðinni annað um ástand efnahagsmálanna fyrir kosningam- ar en hún gerir nú. Einkanlega er Tíminn alltaf að stagast á þessu og segir að Framsóknarmenn hafi spáð að erfiðleikar væru framundan. En svo segir blaðið í hinu orðinu, að aflabrestur og verðfall þurfi ekki að valda neinum erfiðleikum, af því að verðlagið á útflutningsafurðunum sé ekki lægra en 1962. Það er f jarri sanni, að spádómar Framsóknarmanna séu að rætast. Þeir sögðu að stjómarstefnan mundi leiða af sér samdrátt, atvinnuleysi og skort. Allir vita að þær spár hafa ekki rætzt, heldur hefur allt farið þveröfugt við þær. Verðfall og aflabrestur geta með engu móti verið stjómarstefnunni að kenna. Þá erfið- leika hefði alveg eins borið að höndum, þótt vitringar Framsóknarflokksins hefðu setið í ráðherrastólunum. Ritstjóri Tímans getur varla verið svo gleyminn, að hann reki ekki minni til þess, að í fyrrahaust, þeg- ar verðstöðvunarlögin voru til umræðu, var skýrt frá miklum verðlækkunum á útflutningsafurðum og á það bent, að verðið gæti enn haldið áfram að lækka, þótt menn vonuðu hið gagnstæða. Svo hefur líka far- ið, að verðfallið hélt áfram, og þar við bættist svo aflabrestur bæði á vetrarvertíð og síldveiðum. Stjórn- in hefur ekki reynt að dylja þjóðina þessara stað- reynda. Hún hefur skýrt frá ástandinu eins og það er. Hún hefur minnt á, hvaða afleiðingar stórminnkandi gjaldeyristekjur hljóta að hafa fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Hér er engu verið að leyna. Hins vegar eru blöð stjórnarandstöðunnar sífellt að reyna að berja það inn í almenning, að stórkostlegt verðfall og afla- brestur þurfi ekki að hafa í för með sér neina veru- lega erfiðleika. Hver er að reyna að blekkja þjóðina, stjómin eða stjórnarandstaðan? Það er einmitt stjórnarstefnunni að þakka, að þess- ir erfiðleikar hafa ekki valdið þjóðinni þyngri búsifj- um en raun ber vitni. Hefði sambærileg óhöpp borið að höndum á tíma vinstri stjórnarinnar, mundi allt efnahagskerfið hafa lamazt á svipstundu. Og sama hefði verið uppi á teningnum nú, ef farið hefði verið eftir tillögum Framsóknarmanna um að eyða gjald- eyrisvarasjóðnum. Það er einhver furðulegasta hug- mynd, sem fram hefur komið í efnahagsmálum á ís- landi og þótt víðar væri leitað. Allar þjóðir reyna eftir megni að safna sér gjaldeyrisvarasjóði og telja sig hólpnar, ef það tekst að nokkru marki. En viðundrin í forustuliði stjórnarandstöðunnar á íslandi telja það ranga og skaðlega stjórnarstefnu. Blökkumaður uð nufni Wushington yfirstjórnundi Wushingfon D.C. Blökkumaöur aö nafni Walter E. Washington verður yfirstjómandi Washington D.C. (District of Coiumbia), ef öldungadeild þjóöþingsins staöfestir skipun hans í embættið. Sú breyting hefur nú veriö gerð, að yfirstjóm höfuðborgar landsins veröur í höndum eins manns, en undangengin 93 ár hefur yfirstjómin veriö í höndum þrlggja manna ráðs. Samþykkti öldungadeildin skipan hans í embættið veröur hann fyrsti blökkumaöurinn í sögu Bandaríkjanna, sem verður yfirstjómandi (chief executive) bandarískrar borgar. — Walter Washington er n ú yfirmaður húsnæðismálastjómar New York-borg- ar (New York City Housing Authority) og gegndi þar áöur hliðstæðu hlutverki í Washington D.C. — Myndin er af þeim Walter E. Washington og Johnson forseta. Hans Tabor ætlar að ræða Viet- namstyrjöldina í Öryggisráðinu Hans Tabor, sem í haust tek ur viö embætti utanríkisráöherra í Danmörku, hefur á prjónun- um, að því er NTB-fréttastofan hermdi í gær, aö leggja Viet- nammálið fyrir Örygglsráöiö. Hann er sem kunnugt er aöal- fulltrúi Danmerkur hjá Samein- uöu þjóðunum og hún er eitt þeirra landa, sem á sæti í ör- yggisráðinu, og það er í ráðinu sem hann mun nota aöstöðu sína til þess að ræða við full- trúa annarra landa um skilyrð- in til þess að vinna að iausn vandamálsins. En eins og áður hefir verið getið er nú talað um að Sameinuðu þjóðimar beiti sér fyrir lausn, og er m.a. vitnað í ummæli Goldbergs aöalfulltrúa Bandaríkjanna, að þær ættu að taka að sér frumkvæði um lausn deilunnar, svo að friöur gæti komist á í Vietnam. Tabor er nýkominn til New York og er haft eftir honum, að sennilega væri bezt að þreifa sig áfram með leynd eftir diplo- matiskum leiðum — of mikið umtal myndi draga úr möguleik unum á samkomulagi. Hann bætti því við, að stööv- un á sprengjuárásum Banda- ríkjamanna á Norður Vietnam virðist vera nauðsynlegt frum- skilyröi þess, aö viðleitni til að koma á friði beri árangur. Hvað gerir stjóm S.V. varð- andi sprengjuárásimar? Dean Rusk utanríkisráðherra Bandarikjanna sagði í gær, að Bandaríkjastjórn mundi taka það til alvarlegrar íhugunar, ef stjórn Suður Vietnam óskaöi eft ir hlé yröi gert á sprengju- árásunum á Norður-Vietnam. Rusk minnti á að van Thieu sigurvegarinn í forsetakjörinu, hefði sagt, aö Hanoi-stjórnin yröi að. lofa sambærilegum til- slökunum, ef til stöðvunarinnar kæmi. Rusk sagði, að hversu lítii bending sem kæmi frá Hanoi, myndi Johnson forseti taka mál- ið fyrir. Enginn óskaöi friðar meira en forsetinn og hann væri reiðubúinn að setjast að samn- ingaborði, ef ekki væru sett fyr- irfram skilyröi. Rusk kvað Bandaríkjastjórn verða að vita gerla hvaö gerö- ist, ef sprengjuárásum yrði hætt. Hann kvaö það ekki byggt á raunsæi, ef Hanoi-stjóm in heimtaöi að Bandaríkin hættu hemaðaraðgerðum að hálfu leyti en þeir fengju aö halda áfram af fullum krafti sem áður. Listir -Bækur -Menningarmál Hjörleifur Sigurösson skrifar myndiistargagnrýni Róska sýnir í Menntaskólanum Undirritaður kynntist verkum Rósku í fyrsta sinn á sýningu ungra myndlistarmanna í Laug ardalshöllinni. Þar' var strax augljóst, að hún er æringi hinn mesti, beitir háði og spotti og skringilegheitum auglýsinga og tí-’ai af list hjartans. Reynd- ar má rekja þessar tiltektir henn ar og ýmissa annarra nútíðar- listamanna nokkra áratugi aftur í tímann, ef einhverjum kemur beti. að vita það. En Róska var ekki öll þar sem hún var séð í Laugardalshöllinni. í Mennta- skólasalnum rakst ég á fimm eða sex málverk í röð, innst inni vinstra megin, sem standa af sér köst og bylgjur hverrar tíðar. Einkum festist hugur minn við myndirnar nr. 8 og 12 í samstæðunni. Fyrir endaveggn um og þó einkanlega við glugga röðina er trúðurinn að verki, nær heill og óskiDtur. Hann sveiflar stórum verkfærum, út- deilir glæsilegum litaflekkjum og lætur eyðurnar og hráviðið tala hátt og snjallt. Ég hef áður sagt, að slíkar myndir eru miklum mun skyld- ari leikhúsbrögðum nútímans, auglýsingaspjöldum og öðrum þess háttar en málverki ald- anna. Róska á vafalaust ýmissa kosta völ í dag. Hún er djörf, op in fyrir duttlungum tískunnar — og býr reyndar yfir ótvíræð- um hæfileikum. Einhvern tíma kemur þó .=-'5 stund, að bún verdur að leggja fyrir sig spi-.in- inguna miklu. Sú spurning fjall ar m.a. um víðerni tíma og rúms Hjörleifur Sigurðsson m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.