Vísir - 11.09.1967, Síða 9

Vísir - 11.09.1967, Síða 9
VlSIR . Mánudagur 11. september 1967. FjöSdi Dana hefur fullan skilning á sögulegum og siðferðilegum rétti íslendinga til handritanna • RÆTT VIB GUNNAR THORODDSEN, UM m DVÖUNA í DANMDRKU, ÍSLENDINGAHIJS • í HÖFN, HANDRITAMÁLIÐ, ÍSLENZKA • PRESTINN 0. FL. Mér hefur fallið dvöl mín mjög vel hér í Danmörku þau rösk tvö ár, sem ég hef dvalið hér. Fallið vel bæði land og þjóð. Við hjónin höfum ferðazt töluvert um Danmörku til að kynnast landinu, heimsótt flesta ræðismenn Islands, sem eru alls 10 talsins. Um leið hef ég reynt að kynnast íslendingum búsettum hérna og það kemur alloft fyrir að ýmis félög biðja mig að flytja erindi um ísland á samkomum þeirra, og reyni ég yfirleitt að verða við slíkum bónum. Þá gefst oft tækifæri til að sýna kvikmyndir frá íslandi. JFjannig mæltist Gunnari Thor- oddsen, sendiherra íslands í Kaupmannahöfn fyrir nokkru i viðtali við blaöamann Vísis á heimili sínu í Hellerup, sendi- herrabústað Islands i Kaup- mannahöfn. — Erindið var að ræða vítt og breitt við Gunnar, sem hafði staöið framarlega í stjómmálalífi íslands í rúm 30 ár, þar til hann dró sig í hlé fyrir tveimur árum til að gegna sendiherraembættinu í Kaup- mannahöfn. — Gunnar varð landskjörinn þingmaöur árið 1934, þá aðeins 24 ára gamall, til 1937 og árið 1942. Alþingis- maður Snæfellsness 1942 til 1949 og alþingismaður Reykja- víkur frá 1949 til 1965 er hann dró sig í hlé. — Bæjarfulltrúi Reykjavíkur var hann 1938 til 1962. — Borgarstjóri Reykjavík ur var hann kjörinn fyrst 1947 og var endurkjörinn 1950, 1954 og 1958. — Hann fékk leyfi frá borgarstjórastörfum 19. nóvem- ber 1959 til að verða fjármála- ráðherra, starfi, sem harin gegndi þar til hann dró sig i hlé fyrir tveimur árum. — Þar að auki hefur Gunnar veriö framámaður í fjöldamörgum fé- lögum, bæði stjómmálalegum og almennum. — Prófessor við lagadeild Háskóla Islands var Gunnar 1940 til 1950, en honum var veitt lausn frá kennslu- skyldu frá 10. febrúar 1947. — Þessi stutta upptalning er aöeins til að sýna, að þó Gunnar sé enn ungur maður á nútíma mælikvarða, aðeins 57 ára gam- all, hefur hann lagt að baki margfalt ævistarf meðalmanns- ins. — Finnst yður ennþá gæta óvildar i garð íslendinga vegna sambandsslitanna 1944? /\vild i garð Islendinga hér i ^ Danmörku vegna sambands slitanna hefur að mestu leyti horfið, en þó gætir enn sums staðar nokkurs misskilnings vegna þeirra. — Þess vegna kem ég i ræöum mínum sem allra oftast inn á það mál, Yfirleitt er fólk" hér þakklátt að fá upp- lýsingar um það og um landið og flest allir virðast skilja af- stöðu íslendinga 1944, þegar málin eru skýrð fyrir þeim og ég verð yfirleitt aðeins aðeins var við hlýhug í garð okkar Is- lendinga. — Hvaða hug finnst yður Danir sýna til handritamálsins? . — Fjöldi Dana hefur fullan skilning á því, að íslendingar hafa sögulegan og siðferöisleg- an rétt til handritanna.. — Og þér eruð vongóðir um að við fáuni handritin heim inn- an tíðar? Ckaðabótamálið kemur fyrir Eystri-Landsrétt í október næstkomandi og það fer nokkuð eftir því hver úrslit mála verða þar. — Ég geng út frá því að ríkisstjómin vinni máliö og þurfi ekki að greiða Ámasafni skaöa- bætur vegna afhendingar hand- ritanna. Þá er ekkert því til fyr- irstöðu aö handritin verði af- hent. — Ef svo ólíklega skyldl vilja til aö ríkisstjórnin, tap- aðí málinu og Árnasafni yrðu dæmdar skaðabætur, þá er ó- gjörningur að segja fyrir um, hvað gerist í málinu. — Handritamálið hefur sett mikið mark á störf yðar hér í Kaupmannahöfn? — Því er ekki að neita, að það hefur verið ofarlega á baugi. Handritamálið hefur almennt verið mjög umtalað hér í Dan- mörku. — Það er töluvert rætt um íslendingahúsið svokallaða manna á meöal hér I Kaup- mannahöfn. — Hvað viljiö þér segja um áætlanir varðandi það? Eftjr að Karl Sæmundsen af- henti Alþingi Islands hús- ið við Austurveg til gjafar, — húsið, sem Jón Sigurðsson bjó í 27 síðustu ár ævi sinnar, hef- ur sendiráðið hér haft það mál með höndum fyrir hönd Alþing- is. — Það hefur verið reynt að rýma húsið, en þar vom 4 íbúöir — og atvinnurekstur i kjallara. Hér eru húsaleigulög- in það ströng ,að íbúendum má ekki segja upp, nema þeim sé útvegað annað húsnæði I stað- inn. — Lausn á því máli er vel á vegi stödd. Einnig þarf sér- stakt leyfi borgarstjórnarinnar hér til að leggja niður íbúðar- húsnæði, en ætlunin er að gera þetta hús að íslenzkri menning- armiðstöð og félagsheimili. k tímum Jóns Sigurðssonar má segja að heimili hans hafi verið menningarmiðstöð og félagsheimili íslendinga í Kaup- Sendiherrahjónin Vala og Gunnar Thoroddsen fyrir framan sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn. mannahöfn. — Islendingafélagið 'og Félag íslenzkra stúdenta eru á hrakhólum með sína starfsemi. Þau hafa óskag eftir því að fá samastaö í þessu húsi fyrir fundasali, lesstofur, bókasafn og skrifstofu og hefur sú hugmynd fengið góðar undirtektir forseta Alþingis. Ennfremur þyrfti að vera i húsinu íbúð fyrir íslenzk- an fræðimann, sem vildi dvelja hér fræðiiðkanir og skrifstofa fyrir íslenzka prestinn hér í Kaupmannahöfn. — Fyrst og fremst þyrfti svo að sjálfsögðu að gera minningarherbergi um Jón Sigurðsson á þriðju hæð hússins, þar sem hann bjð. — Þér minnizt á íslenzka prestinn. Hann hefur verið um- deildur á Islandi, en mér hefur skilizt á íslendingum hér í Höfn, að hann vinni ómetanlegt starf, t. d. við að taka á móti sjúkl- ingum að heiman og við að greiða götu þeirra. Hvað vilduð þér segja um starfssvið hans hér? Céra Jónas Gíslason heldur is- ^ lenzkar guðsþjónustur 3ja hvern sunnudag í Vartov-kirkju, sém er nálægt Ráðhústorgínu. Það er sú kirkja, sem hinn mikli kennimaður og skáld Grundtvig starfaði lengst við. Séra Jónas framkvæmir margar skírnir og hjónavígslur, en langmest af hans tíma fer í fyrirgreiðslu og umönnun fyrir íslenzkum sjúkl- ingum. Hingað sækir mikill fjöldi Islendinga til lækningar og heilsubótar og er sr. Jónas vakinn og sofinn við að greiða götu þeirra og er þar oft mikil þörf á. — Það hefur frétzt til íslands, að þér hafið unnið að riti, sem þér ætlið að senda til lagadeild- ar Háskóla íslands til doktors- vamar. pg heí nýlokið við bók um lögfræðilegt efni. Menning- arsjóður gefur hana út og er ráðgert að hún komi á prent í októberlok. Ég hef nú fyrir helg- ina sent hana lagadeild Háskól- ans, sem metur, hvort hún tel- ur ritið maklegt varnar við dokt- orspróf. Bókin er um ærumeið- ingar og meiðyröi. Fyrsti þáttur er sögulegur, um ákvæði ís- lenzkra fornlaga, Járnsíðu og Jónsbókar um meiðyrði. Annar þáttur er um gildandi réttar- reglur, fræðikenningar og dóma. Þriðji þáttur er um erlendan rétt varðandi þessi mál. — Þaö hefur spurzt, að. íslenzka sendiráðið hér i Kaup- mannahöfn sé að kanna hve margir íslendingar séu búsettir í Danmörku? T samráði við séra Jónas hefur verið reynt aö komast að því og hefur íslendingum, sem hér búa, verið send eyðublöð, þar sem þeir munu gera grein fyrir sér og sínum högum. Þessu verki er ekki lokið ennþá og því ekki vitað um fjölda íslendinga í Danmörku, en þeir skipta ef- laust þúsundum. — Að lokum: Virðist yður Danmörk ennþá vera jafnvinsæl hjá Islenzkum námsmönnum? íslenzkum námsmönnum virð- ist fara fjölgandi. Margir eru nú hér við ýmiss konar tækninám, — ekki aöeins f Höfn, heldur einnig í Árósum, Álaborg og ÓÖinsvéum og víðar. Danir eru mjög velviljaðir íslenzkum náms mönnum. Til að mynda I þeim deildum og skólum, þar sem fjöldi námsmanna er takmark- aður, njóta íslenzkir námsmenn alveg sérstakrar fyrirgreiðslu. V. J.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.