Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 4
& landi þurfti að bíða, þangað til eftir dauðann til að fá hjartans ósk sína uppfyllta — það er að ( segja, hann flutti líkræðuna yfir sjálfum sér. Séra Rees Evans tók greftrun- arræðu sina upp á segulband fyrir fimm árum. og sagði syni sínum einum manna frá þessu ráðabruggi. Svo að nú fyrir skemmstu, þegar sóknarbörnin komu til að sýna hinum látna klerki hinzta virðingarvott, heyrð ist kunnugleg rödd hans hljóma frá prédikunarstólnum, þó að kista hans stæði á kirkjugólfinu. Lokaorðum ræðunnar var beint til ekkju hins látna, Hönnu, sem sat á fremsta bekk í kirkjunni: „Við munum hittast aftur. Þetta eru mín síðustu orð.“ Hinn heimsfrægi ballettdansari Rudolf Nurejev sem minnzt var á hér i dálkunum fyrir skemmstu, hefur fyrir löngu gert samninga við Konunglega leikhúsið í Kaup- inhafn um að koma þangaö og dansa. Dönum mun gefast kostur á'að berja þennan fræga mann augum 12. desember næst- komandi, en þá hefur hann lófað að standa við gerða samninga. ’.x/e.u* v«.l» 17 ára sænsk stúlka fékk hlutverk í kvikmynd með Marlon Brando, Ric- hard Burton og bítlinum Ringo Starr Draumur hennar rættist, en það var draumurinn, sem svo margar stúlkur ala með sér á tán ingaskeiðinu — að verða heims- fræg kvikmyndadís. Teknar voru myndir til reynslu af 3000 stúlkum, en i hálft ár hefur verið leitað með logandi Ijósi um allar jarðir eftir stúlku, sem félli í hlutverkið. Ewa Aul- in varð fyrir valinu. Minnzt hef- ur verið á að iaun fyrir leik henn- ar í myndinni muni nema um 20 milljónum ísl. kr.' Myndin heitir ,,Candy“ og verð ur tekin í Róm, New York og Sanfrancisco. Henni verður stjórn að af leikstjóranum ítalska Fran- co Zeffirelli, sem ávann sér heimsfrægð fyrir að stjórna myndinni „Hvemig temja skal- skass“ eftir samnefndu leikriti Williams Shakespeare, og £ aðal- hlutverkunum voru þau frægu hjón Richard Burton og Elizabet Tavlor. •••••■••••••••••••••••• Enn um i skilnaðar- i málin í j Hollywood j Nýjustu fréttir frá Hollywood herma, að á enn einu heimili sé friðurinn úti. Þau Tony Curtis og Christine Kaufmann ætla að slíta samvistum. Cristine tilkynnti fréttamönnum. að hún hefði flutt að heiman og mundi leita eftir að fá skilnað hið bráðasta. Þetta er hið þriðja af frægum skilnaðarmálum í Hollywood núna á stuttum tíma. Hin tvö fyrri eru mál þeirra Miu Farrow og Franks Sinatra og mál Mai Britt og Sammy Davis jr. Loftslag og andrúmsloft Á hverjum mannsaldri hafa oröið mikll stakkaskipti á meö- al okkar, hinir gömlu atvinnu- vegir hafa þróazt, eins og oft er minnzt á, og þá er átt við að tækni og þekking hafi auk- ið afköst og framleiðslu, og öll þjóðin hafi þar með getað veitt sér meiri velmegun og munað. En þó lífskjörin hafi stórlega batnaö, og þjóðin sé oröin vel bjargálna, a. m. k. miðað við það sem áður var, þá er langt frá því að almenn ánægja og lífsgleði hafi fylgt velmeguninni Velmegunin hefur haft í för með sér kapphlaup um lífsgæð- in, og það kapphlaup hefur stöð- ugt aukizt og orðið æsifengn- ara, svo að fólkið hefir ekki undan kröfum sjálfs sín, eða réttara sagt, að þegar velmeg- unin fór að geta veitt fólki, þá fór fólkiö að gera kröfur á hendur atvinnuvegunum. En við höfum ekki verið hyggin, því sinni, og reyndist í þvi fólginn fjármagn sem ekki verður feng- mikill sannleikur, því að það er ið annars staðar en úr vösum staðreynd, sem ekki tjáir móti okkar skattborgaranna. Við bú- að mæla, að velmegunin hefur\ um því öll eins konar félagsbúi, að kröfurnar hafa aukizt hraðar, en nemur þróuninni i fram- leiðsluháttunum, svo að nú er svo komið að kröfurnar eru komnar framúr því sem við höfum efni á að bíta og brenna. „Það þarf sterk bein til aö þola góða daga,“ var sagt einu skemrnt okkur að nokkru. Vinnugleðin og sanivizkusemin hafa dvínað, jafnframt þvi sem kröfurnar um oninbera forsjá hefur aukizt. Til að opinberir að ilar hafi möguleika til að sinna vclferðarmálum til handa okkur einstaklingunum, þá þur^a þeir þar sem samlífið hefur ekki reynzt alltof farsælt, bví við eyðum of miklum tíma og of mikilli orku í að kíta um bú-, skapinn og afrakstur hans. Við >1 z' i'iinna sjálfir, en auka álagið á all?i hina. Við grunum líka hverjir aðra um græsku, enda hefur það stund- um ekki reynzt að ástæðulausu. Við tíundum illa til félagsbús- ins.svo að okkar sameiginlegi félagasjóður hefur hefur stund- of litlu að spila, til að veita okkur ýmis gæði, sem við ekki getum öðlazt sjálfir á eigin spýtur. Þannig verður þetta sambýli ekki eins gott og það gæti verið, þó viðurkenna flest ir, að búskapurinn hafi verið farsæll, þegar á heildina e? lit- ið, eða miðað við t. d. það, sem afar okkar og ömmur höfðu til fæðis og klæðis. Með sama háttalagi, sannast á okkur þau ummæli, sem maður einn sagði um okkur: „Loftslagið á íslandi er heil- næmt, en andrúmsloftið er ban- vænt.“ Þrándur í Gðtu. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.