Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 1
( VISIR 57. árg. - LáiTgárdagur 2. desamber. 1967. 278. tbl. Vann 40 skákir — gerði eitt jafntefli Skáksambandib sendir skákmenn til bess a<5 tefla fjöltefli úti á landi Vetrarstarfsemi taflfélaganna er sem óöast að komast á skriö. Taflfélag Reykjavíkur hefur nú til skiptis á laugardögum fjöl- tefli og skákæfingar fyrir ung- llnga f félagsheimilinu viö Grensásveg. Seinasta laugardag tefldi Guðmundur Sigurjónsson skákmeistari T.R. fjöltefli á 41 boröi og vann fjörutíu skákir, en gerði eitt jafntefli. Þykir þetta frábær árangur hjá Guð- mundi. 1 dag verður skákæfing á vegum T.R. í félagsheimilinu. Leiðbeinandi verður Bragi Krist- jánsson, æfingin stendur frá tvö til flmm og er ætluð ungl- ingum. Næsta laugardag verð- ur svo fjöltefli fyrir unglinga og teflir þá Gunnar Gunnarsson. Skáksamband íslánds ætlar að gangast fyrir fjöltefli í bæj- unum hér í nágrenninu í vetur og mun sambandi leita til helztu skákmanna okkar til þess að sækja staðina heim þeirra er- inda. Verða fjöltefli þessi eink- um ætluð unglingum. Friðrik Ólafsson mun byrja þessa fjöl- teflisdagsskrá í Kópavogi núna á morgun. Teflt verður í Sjálf- stæöishúsinu og byrjað klukkan tvö. — Næst mun Friðrik svo tefla í Hafnarfirði að likindm og síöan veröa aðrir skákmenn fengnir til þess að tefla á Akra- nesi, í Keflavík, Selfossi og jafnvel víðar. Akurnesingar og Vestmanna- eyingar tefldu nýlega simskák og lyktaöi henni með sigri Skagamanna 7 vinningar gegn þremur. Bökunarkeppnin: Sú yngsta vann — bakaði rúgbrauðstertu Úrslitin í bökunarsamkeppni Pillsburys voru tilkynnt í gær- dag, en fyrstu verðlaun hlaut frú Bryndís Brynjólfsdóttir, Tryggvaskála, Selfossi fyrir upp skrift sína á Rúgbrauðstertu. — Bryndís er yngst þeirra, sem tóku þátt í úrslitakeppninni, eða 21 árs gömul. Hún hlýtur í verð- laun ferð til Bandaríkjanna með Loftleiðum og aö auki hrærivél og kaffikvöm, sem allar þær er til úrslita kepptu fengu einnig. Við töluðum lítillega við frú Bryndísi eftir að henni höfðu verið veitt verðlaunin og kvaðst hún vera mjög hissa á úrslitun- um. „Það var eiginiega hann pabbi, sem sagði mér að senda uppskrift í keppnina," sagði hún. „Það er um það bil ár síðan ég byrjaði að baka þessa köku, en upphaflega fékk ég uppskriftina hjá vinkonu minni og síðan hefi ég breytt uppskriftinni dáh'tið,'1 sagði Bryndís. Dómarar í keppn- inni voru þau Guöbjörg Birkis, húsmæðrakennari, Tryggvi Þor- finnsson, skólastjóri, Matsveina- og veitingaþjónaskólans og Sig- urður Jónsson bakarameistari. SniókarHnn sitjondi „Halló! Er þetta Vísir?" „Þetta er á Vísi — Já“. „Heyrðu! Ég heiti Hafdís og mig langaöi að vita hvort þið vilduð taka mynd af snjókarl- inum okkar. Hann er gasalega stór og feitur". „Já, — ja, hvað er hann stór?“ „Hann er miklu stærri en pabbi minn og miklu feitari, samt er pabbi minn stór og feitur. Og hann er með hatt.“ „Hvar áttu heima, vinkona?" „Otrateig 22. Ætlarðu þá aö taka mynd af snjókarlinum okkar?" Við brugðum snögglega við og ókum inn á Otrateig og þar blasti við okkur þessi lika myndarlegi snjókarl, með rönd- óttan stráhatt, tölur og munn og nef. Reyndar fannst okkur efri hlutinn óeölilega stór miðað við þann neöri, en ekki stóð á útskýringunum hjá bömunum. „Sko, hann situr". sögðu þau. mm Jólasveinarnir komu í gær. — Meira efni fyrir börnin á bls. 3 í Myndsjá Hafdís, Rut, Guörún, Ragnar og Helga með sjókarlinn sinn. Fólkið beið en ekkert skeði — þegar sjósetja átti tv'ó skip / gær Það ver snjómugga í lofti og flug- hálka á Hafnarfjarðarveginum, þeg- ar blaðamaöur og ljósmyndari óku til Stálvfkur um miðaftan i gær. Tilefni feröarinnar var væntanleg sjósetning tveggja fiskiskipa, sem smíðuö hafa verið í Stálvik. Margar bifreiðir stóðu á hlaði skipasmíða- stöðvarinnar og gestir tfndust inn í risastóra byggingu stöðvarinnar. Þegar inn kom var margt um manninn og nokkuð stórmenna, svo sem sjávarútvegsmálaráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins. Það er ekki á hverjum degi að 350 og 380 tonna fiskiskipum er hleypt af stokkunum í einu í skipasmíðastöö hér á iandi og eru minni tíðindi gerð að frétt í blöðum og útvanpi. Pljótlega kom í Ijós, að það skipið, sem innandyra stóð, mundi ekki á sjó fara þennan dag. Menn voru að festa hliðarskrúfur á skipið fram anvert. Hitt skipið stóð feröbúið utan dyra, kampavínsflaska á palli og verið að brenna sundur festing- ar. Stöðugur strauniur karla og kvenna, barna og unglinga var út og inn um dyrnar og beið hinnar hátíölegu stundar, að sjá kampa- vínsflösku brotna á kinnungi, nafn afhjúpað og ? ? ? ? KE 37 renna tignarlega á haf út, þar sem tveir dráttarbátar biðu þess ag taka hiö nýja skip í tog inn á Reykjavíkur- höfn. En tíminn leið án þess nokkuð skeði. Menn krúnkuðu sig saman í smáhópa og ræddu málin. For- stjórinn, ráðherrann og ritstjórinn. Blaðamaðurinn, fréttamaðurinn og ljósmyndarinn. Jársmiðurinn, skipa smiðurinn og rafvirkinn. Og frúm- ar hér og þar innan um. Nokkru álengdar stóðu krakkar úr nágrenn- inu og köstuðu snjóboltum á kinn- ung skipsins og kampavínsflaskan beið með snæri bundið um hálsinn1 . En ekkert skeði. Loks kvisaðist það út, að skipiö mundi ekki á sjó fara þennan dag. Lóðsaramir þorðu ekki að draga það fyrir Skerjafjörðinn í þessu veðri og fólk fór að tínast heim. En hvað skyldi hafa oröiS um kampavínsflöskuna? Danirnir í gæzlu- vardhaldi meðan mól þeirra er ronnsakað Rannsókn í máli Dananna tveggja, sem handteknir voru um síðustu helgi fyrir nauðgun á 16 ára stúlku, stendur enn yfir en stúlkan kærði verknáðinn til yfir- valdanna. Þeir sitja nú báðir í gæzluvarðhaldi, 30 daga hvor. Þeir hafa báðir verið yfirheyrðir og einnig stúlkan og liggur nú fyr- ir játning þeirra beggja um að hafa barið stúlkuna. Sá yngri, sem er 19 ára, hefur viöurkennt, að hann hafi haft kynmök við stúlk- una, meðan hún var miður sín af ótta eftir barsmíðina. V erð á þor skblokkum hækkandi á Bandaríkjamarkaði Samið um sölu á 25 jbús. tonnum af hraÓfrystm fiski til Rússlands næsta ár i Moskvu næstu daga Undanfarnar vikur hef- ur opinbert verð á hrað- frystum þorskblokkum á Bandaríkjamarkaði far ið nokkuð vaxandi, er nú 24—25 sent fyrir hver pund, en var í árs» byrjun 21—22 sent. — Þetta virðist benda til þess, að heims- markaðsverð á hrað- frystum sjávarafurðum geti farið vaxandi á næstunni, en verðbreyt- ingar á þorskblokkum sýna nokkuð hvert verð- breytingar leita. Fyrir veröfallið, sem varð á hraðfrystum sjávarafurðum seinni hluta árs 1966, var pund- ið á hraðfrystum þorskblokkum komið upp I 30 sent ag hafði verið í því verði f eitt ár u. þ. b. Lengi áður rokkaði verð- ið á bilinu 25—27 sent pundið og þvl veröið á þessum afurðum Islendinga að þokast í rétta átt aftur, ef sama þróun helzt og verið hefur undanfarið. Ekki er vitað til, að sama verðþróun hafi átt sér á öðrum markaðs- svæðum lslands. Samningar um sölu hrað- frystra sjávarafurða ti*l Rúss- lands á næsta ári standa nú fyrir dyrum og halda sölustjórar sölusamtaka hraðfrystihúsanna, SÍS og SH, utan næstu daga til Moskvu. Rammasamningur Is- lands og Rússlands gerir ráð fyr ir árlegri sölu á 15 þús. tonn- um af frystum flökum, 5 þús. tonnum af heilfrystum fiski og 5 þús. tonnum af heilfrystri sfld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.