Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgaxan vlöu»
Kramkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: AxeJ rhorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgk Pétursson ‘
Augiysingástjóri: Bergþór Oltarsson
Auglýsingar: ÞinghoItsstrætJ 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Pren'oi^iðjr Visis — Edda hJ.
Verr farið en heima setið
l>að er almannarómur, að stjórnarandstaðan hafi
iengið hina smánarlegustu útreið í útvarpsumræðun-
um um vantraustið á ríkisstjórnina. Vitaskuld vissu
stjómarandstæðingar að vantrauststillagan mundi
verða felld, én þeir vildu nota sér þetta tækifæri til
þess að koma gagnrýni sinni á framfæri við alþjóð.
En þa$ er almennt álit, að þar hafi verið verr farið en
heima setið.
Einkanlega voru hrakfarir Eysteins Jónssonar
herfilegar. Hann þrástagaðist á því, eins og hann
hefur gert undanfarið, að undirrót efnahagserfiðleik-
anna sé röng stjórnarstefna. Hann lætur enn sem
hann viti ekki um verðfallið og aflabrestinn.
Þá lýsti Eysteinn mikilli vanþóknun á vexti verð-
bólgunnar, sem hann kvað hafa grafið grunninn und-
an íslenzkum atvinnuvegum og lamað kaupmátt laun-
anna. En hann gleymdi að geta þess, að hann hefur
sjálfur gert allt sem i hans valdi hefur staðið til þess
að koma í veg fyrir að þær ráðstafanir, sém gerðar
hafa verið til þess að stöðva verðbólguna, bæru á-
rangur. Hann hefur beitt flokki sínum til hvers konar
skemmdarverka og gengið þar feti framar en komm-
únistar. Og allt þetta hefur hann gert til þess að valda
ríkisstjórninni erfiðleikum og reyna, að komast sjálf-
ur í ráðherrastól.
Allt háttemi Eysteins Jónssonar ber vott um á-
byrgðarlausa valdabaráttu og sjúklega löngun til þess
að komast í ríkisstjóm. Nú þykist hann vera á móti
gengislækkun. Það þóttist hann líka vera árið 1950,
eins og hann var minntur á í umræðunum. Þá báru
Framsóknarmenn fram vantraust á minnihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins, sem vildi leysa efnahagsörðug-
leikana með gengislækkun. Þetta vantraust var sam-
þykkt. Og hvað gerðist svo? Líklega em ýmsir búnir
að gleyma því. Framsókn myndaði samstundis stjórn
með Sjálfstæðisflokknum og felldi með honum geng-
ið, nákvæmlega eins og Sjálfstæðismenn höfðu lagt
til í upphafi!
Þetta mun vera, eins og Emil Jónsson sagði í út-
varpsumræðunum, „einstætt í allri þingsögunni, að
flokkur, sem ber fram vantraust á annan, myndi svo
þegar í stað stjórn með þessum flokki, sem hann hafi
fengið sámþykkt vantraust á“.
Þetta er sígilt dæmi um „heilindi“ Framsóknar í
stjómmálabaráttunni. Og ekki hafa þeir batnað síðan
1950. Það er áreiðanlega rétt, sem sagt var við þá í
umræðunum núna, að „það hefði verið lítill vandi að
fá þá til að samþykkja gengislækkunina. Líklega hefði
einn ráðherrastóll dugað“, — handa Eysteini — og
„enginn vafi að tveir hefðu verið fullnægjandi“!
Reynslan hefur sannað að Framsókn er alltaf til
kaups fyrir völd.
V í SIR . Laugardagur 2. desember 1967.
Brottflutnlngur brezkra hersveita gekk slysalaust, en haft var eftir brezkum ráðherra kvöldið
fyrir seinasta brottfarardaginn: Vig liggjum á bæn, að ekkert komi fyrir á seinustu stundu.
Og brezku hermennimir vom vel á verði seinasta daginn — og allt fór vel.
Lokið þætti í nýlendusögu
Er sá þáttur raunverulega forleikur
að nýjum hættum?
ENN HEFUR bætzt við ríki I
tölu hinna sjálfstæðu rikja
heims, og eins og svo mörg önn-
ur fengu þeir, sem það byggja,
sjálfstæði sitt úr hendi Breta.
Þar með lauk enn einum kapí-
tula í sögu hins mikla brezka
nýlenduveldis — og vonandi
rætist ekki sú spá, sem gat að
líta í erlendu blaði, og var þess
efnis, að þessi kapítuli kunni
einnig að reynast hættulegur for
leikur að þvi sem gerast kann
á komandi tíma á sviðl heims-
mála.
T>é£t er aö rifja upp i örstuttu
1 máli, að það kom æ betur í
ljós á þeim tíma sem liöinn er
síðan stjóm Wilsons tók við
völdum fyrir 3 árum, að stefnt
var ag því að hverfa sem allra
fyrst með herafla og herbúnað
og annað frá Aden, vegna á-
forma tengdum spamaði á út-
gjöldum til landvama, og vegna
þess að innanlandsástandið var
í rauninni orðið öþolandi, og sí-
fellt ráðizt á Breta> og þeim
kennt um allt sem miður fór
eða þegar þjóðemissamtökin
NFL og FLOSY voru ekki aö
berjast innbyrðis. Brezka stjórn-
in kaus að fara með gát, en hvik
Með tilkomu hins nýja hús-
næðis T.R. og Skáksambands
íslands opnast miklir möguleik-
ar til eflingar þróttmikils skák-
lífs í höfuðborginni. Enda hefur
eitt skákmótið rekið annað, frá
því að húsið var öpnað. Nú í
desembermánuði em fyrirhuguð
tvö hraðskákmót. Fyrra mótið
verður haldið sunnudaginn 10.
desember kl. 2 e. h. og dagana
27. og 28. desember verður hið
árlega jólahraðskákmót T.R.
haldið. Verður keppt í undan-
úrslitum fyrri daginn, en seinni
daginn til úrslita.
Eins og kunnugt er, tryggöu
sér rétt til þátttöku í næsta
kandidatamóti þessir skákmenn.
V. Kortsnoj og E Geller Rúss-
landi, Bent Larsen Danmörku,
L. Portisch Ungverjalandi og S.
Gligoric Júgóslavíu. Eitt sæti er
þá eftir að skipa og keppa þeir
L. Stein Rússlandi, V. Hort
Tékkóslóvakíu og S. Reshevsky
Bandaríkjunum um það. Keppni
þeirra fer fram í febrúar n. k.
aði ekki frá áforminu um að
fara og tók þaö hyggilega skref,
að vekja ábyrgðartilfinningu
hinna þjóðemissinnuðu leiðtoga
með því að bjóða þeim upp á
viðræður um samninga. Þangað
komu leiðtogar þeirra þjóðemis-
sinna, sem sterkari vom (NLF
eða National Liberation Front),
en Flosy-samtöikin neituðu að
og hóta andspymu þeirri stjóm,
sem nú hefur verið mynduð að
fengnu sjálfstæði, við forustu
Quantan al-Shaabi, aðal
samningamanns NLF 1 Genf, en
hann var útnefndur forseti eftir
heimkomuna þaðan og fengið
fullt forsetavald í hendur, þar
til lokig væri stjómarmyndun
— en hann var búinn að mynda
stjóm innan 12 klukkustunda
og er sjálfur forsætisráðherra,
í Bandarikjunum. Verður keppn-
in áreiðanlega jöfn og tvísýn,
þó gera megi ráð fyrir að Stein
sé> einna sigurstranglegastur.
Einn sigursælasti skákmeist-
ari sem nú er uppi, Viktor
Kortsnoj hefur þó aldrei kom-
izt í færi viö heimsmeistara-
titilinn í skák. Má ætla eftir
hina góðu frammistöðu hans
i millisvæðamóti að Kortsnoj
sæki fast að kórónu Petroshans.
Hér sjáum við Kortsnoj leggja
stórmeistarann D. Minic Júgó-
slavíu að velli.
Hvítt: Minic.
Svart: Kortsnoj.
Fröhsk vörn.
1. e4 e6 .
2. d4 d5
3. Rc3 Bb4
4. e5 c5
5. a3 BcR+
6. bxB Re7
7. Dg4 Dc7
8. Dxg Hg8
9. Dxh cxd
Frh. á V 10.
Hann er 47 ára. Ekki hefur allt
faHið í ljúfa löð milli Breta og
NLF, því að óleyst er deila um
hversu miklu skuli nema brezk
efnahagsaðstoð og hve lengi
Suður-Yemen-lýðveldið, en svo
heitir hið nýja riki, skuli njóta
hennar.
Hinn nýi forseti hefur boðað
einsflokkskerfi og sterka sam
bandsstjóm, hlutleysi í alþjóða
deilum og umsókn að félagsskap
Sameinuðu þjóðanna. v
Það má með sanni segja, eins
og sagt er í grein um þessa at-
burði, að eftir mörg mistök hafi
ekki verið um það eitt að ræöa
fyrir Breta, að komast þannig
hjá þvi, að þeir héldi áliti sfnu
á yfirborðinu, heldur raunvera-
lega um það, aö komast burt
með herinn áöur en til stórkost-
legra, blóðugra átaka kæmi.
NLF-samtökin sigraðu Flosy
með því, að stofna „sellur“ í
samtökum þeirra — og rufu svo
samstarf við þau samtök 12.
des. 1966, en f átökunum síðan
hafa NLF-menn gengið með sig-
ur af hólmi.
Nasser reyndi fyrir nokkra aö
sætta leiðtoga NLF og Flosy, en
það mistókst. Oft hefur verið
talið, að Plosy-menn vildu fram-
ar öllu vera vinir Egypta og
njóta stuönings þeirra, og oft
litið á þá sem Nassers-menn, en
þótt NLF tæki sjálfstæöari
stefnu og sigraði, er þar með
ekki sagt, að þeir séu andvígir
Nasser, og Egyptaland hefur þeg
ar viöurkennt hið nýja ríki, írak
og Alsír. Vitanlega veröur engu
spáð um þá erfiðleika, sem
Flosy nú kann að valda. Hiö
nýja riki er fátækt. Segja. má,
að Aden-borg hafi lifaö á brezka
setuliðinu. Mörg verkefni bíða.
Óvissa er mikil.- Efnahagsleg
geta til meiri stufjnings en búið
er að lofa er takmörkuð. Og
stuöning þarf landig að fá. En
hvar — hjá hinum oliuauðugu
Arabaríkjum? Sovétríkjunum?
Timinn leiðir það í ljós, en Ad-
en án aðstoðar gæti aftur orðið
það, sem hún var 1839, er Tyrk-
ir hypjuðu sig: Fámennt þorp.
Það er hú hægt að flytja lið
— mikið lið landa milli — heims
álfa milli — loftleiöis á skömm-
um tfma. Hemaðarlega var Ad-
en ekki eins mikilvægt og áður
— ekki eins og þó mikilvægt —
en Bretum finnst að þeir eigi
enn mikið að verja á nálægum
hjara, þar sem eru olíuauðug
smáríki undir þeirra vernd
Og því er brezk flotadeild á
fram úti fyrir ströndum hins
nýja ríkis Suður-Yemen, hvaðan
eflaust er litið hýram augum til
olíulindanna inni f Persaflóa. a.
| Skákþáttur Vísis !
t t * *
W
I