Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 7
V'tS I 'R . Laugardagur 2. desember 1967. Nú fer senn að líða að því að jólakortaösin byrji í bókaverzl unum og þegar eru jólakort komin á markaðinn í miklu úr- vali. Óteljandi nýjar tegundir eru komnar í verzlanir og er mönnum nú enn meiri vandi á höndum en nokkru sinni fyrr í valinu. Það er nú svo með jjfflakortin að þau þykja alltaf sýna dálítið smekk manna og persónu. Er það þvf mörgum mfkið . tilfinningamál hverpig jólakort þeir senda vinum og kunningjum, og tíminn sem fer 1 að rápa í verzlanir, skoða dg kaupa i kortin getur orðið býsna drjúgur. Það fer ekki milli mála að smekkur manna fyrir jólakort um hefur breytzt geysilega á síðustu árum. Öll skrautlegu og glyskenndu glimmerkortin með englunum og öllu skrautinu hafa greinilega vikið fyrir ýmis konar listaverkakortum og ein- földum kortum sem óneitanlega eru oftast smekklegri en öll litríku kortin. Það er raunar talsvert álitamál hvort jólakort eigi fyrst og fremst að vera jólaleg og skrautleg eða hvort þau eigi að vera listræn. Hlýt- ur þar að ráða smekkur hvers og eins, fegurðartilfinning svo og almennar hugmyndir um jóla hátíðina. Auövitað vilja öll börn senda skrautleg kort, en mörgu fullorðnu fólki finnst barnaskap ur og hálf kjánalegt að senda kort mð englum og jólasveinum til vina sinna. Óhætt er þó að segja, að þau jólakort, sem sameina bæði ,,jólastemninguna“ og hafa einn ig eitthvað listrænt gildi séu þau sem fiestir óska eftir. og hefur framleiðsla á slíkum kort um aukizt mjög mikið upp á síðkastið. Má þar t. d. nefna kort Sam- einuðu þjóðanna og ýmissa hjálparsjóða, kort með eftir- prentunum af gömlum málverk- um eða teikningum, sem minna á einhvern hátt á jólin eins og þau voru haldin á þeim tíma. í sambandi við jólakortakaup er mjög athyglisvert að fólk virðist skiptast í tvo hópa er það kaupir kortin, þannig að sumir kaupa 30 jólakort sem öll eru eins, en aðrir kaupa 30 mismunandi kort og senda síðan kortin til viðtakenda eftir því hve gamlir þeir eru, hvaða at- vinnu þeir stunda og ,þversu nánir vinir sendandans þeir eru. Við skoðuðum jólakort í nokkrum bókaverzlunum bæjar ins og komumst að því að gerð irnar skipta nú fremur hundruð um en tugum. Vildum við benda fólki á að gera jólakortakaupin frekar fyrr en síðar, bar sem það er allt annað en þægilegt að velja kórtin þegar jólaösin er byrjuð, og allt er á rúi og stúi í bókaverzlunum, auk þess sem algengt er að fallegustu tegund irnar seljist upp fyrir jólin. Verðið á jólakortunum er mjög mismiþiandi allt frá 2 krónum lítil einföld kort og upp í 22 — 25 krónur stór listaverka- kort. Það væri til dæmis alls ekki fráleitt að kaupa kortin og ganga frá þeim í umslögin strax, þar sém tíminn rétt fyrir jólin vill oft verða naumur, einkum hjá húsmæðrum. Tízkusýning og skreytt borð að Hótel Sögu Jólafundur Húsmæðrafélagsins á miðvikudaginn Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur verðtir haldinn að Hótel Sögu næstkomandi mið- vikudag kl. 8. En jólafundirnir eru árlegir fræðslu- og skemmtL fundir j»ar sem reykvískum hús- mæðrum er gefinn kostur á að sjá ýmislegt nýtt, t. d. í matar- gerð, bakstri, skreytingum o. fl. Ýmislegt fróðlegt og skemmti Iegt verður á þessum fundi, dúk uð og skreytt borð, og sýndir ýmiss konar jólaréttir, sem hent ugir þykja til að spara húsmóð- urinni sporin yfir jólahátíðina. Alla matargerðina annast fag menn frá Sláturfélagi Suður- lands og verður bryti á staðn- um sem svarar fyrirspurnum gesta. Einnig verður tízkusýning á fundinum og verða þar sýndir kjólar frá Kiólaverzluninni Elsu, og er sérstök ástæða til að taka fram að sýndir verða kjólar fyr- ir alla aldursflokka, bæði sam- kvæmiskjólar og dagkjólar. Þfi mun séra Jón Thorarensen ann- ast jólaspjall og að lokum syngja hinar landskunnu söng- konur Sigurveig Hjaltested, Svala Nielsen og Margrét Egg- ertsdóttir með undirleik Þor- kels Sigurbjörnssonar. Konur munu fá ókeypis mat- aruppskriftir á fundinum og dregið verður um ýmsa hand- gerða muni í happdrætti. Aðgöngumiðar að fundinum veröa afhentir í Félagsheimilinu Hallveigarstöðum milli kl. 3 og 5 á mánudaginn. . > ; I leimatilbúin jólaalmanök Nokkrar tegundir af jófakortunum, sem nú eru á boðstólnum í verzlunum. Jólakort með englum og jóla sveinum eða listaverkakort Nú eru mörg börn búin aö fá jólaalmanök, og þegar búin að opna tvo fyrstu dagana og bíða spennt eftir að næsti dag- ur renni upp til að geta opnað næsta glugga á almanakinu. — Önnur böm setja skóinn sinn í gluggann á kvöldin og fá svo heimsókn jólasveinsins þeg- ar þau eru sofnuð. og enn önn ur eiga almanök með litlum pökkum, sem mamma hefur út- búið og við sjáum hér á mynd- inni eilt failegt aimanak úr nokkurs konar snæri og skreytt með eplum og jólagreinum. Raunar er mjög auðvélt að útbúa slíkt jólaaimanak, t. d. með því að nota strá eða bastmottu og næla á hana litlum pökkum ^merktum hverjum degi í des- ember. Auðvitað er alls ekki meiningin að raunverulegar enda tæpast æskilegt svona rétt áður en bömin fá allar jóla- gjafirnar. Faliegar glansmyndir, litlar skólavörur (yddarar, blý- antar) Iitir eða einhverjar slik- ar smávörur, sem bömin geta notað til að búa til jólamyndir eru mjög hentugar. Síðan er hægt að skreyta mottuna með slaufum, eða jólagreinum og er tilvalið þegar búið er að taka allar gjafimar af mottunni á aðfangadag, að næla þá jóla- kortunum, sem koma með póst- inum á mottuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.