Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 16
s
a^&sasrffsssss^fiSyji
A/
V/KINGARNIR"KOMA ÚTÍDAG
blaðsíður.
.Víkingamir" fjaflar uní' líf og
Frá fullveldisdagsfagnaði
stúdenta í Háskóla íslands
□ Eins og venja er til minnt-
stúdentar fullveldisdagsins, 1.
desember, með hátíðasamkomu
í Háskóla íslands. Hátíðahöldin
voru helguð efninu „ísland á
alþjóðavettvangi“ og flutti Sig-
urður A. Magnússon aðalræðu
dagsins um það efni.
Fleiri atriöi voru á dagskrá 1.
des., en hátíðin hófst kl. 2 e. h. og
setti hana formaður hátíðanefnd-
ar, Helgi E. Helgason stud. jur.
Síðan var leikiö dálítið á píanó og
lesin fáein Ijóð, því næst flutti
Sigurður A. Magnússon ræöuna,
sem allir biöu eftir.
SAM ræddi meðal annars um
utanríkisstefnu Isjands, sem hann
sagöi að væri ekki jafn einarðleg
nú og þegar þýzka flugfélaginu
Lufthansa var neitað hér um lend-
ingarleyfi árið 1939. Hann harm-
aði, að íslendingar skyldu hafa
látið ógert að fordæma framferði
Bandaríkjamanna i Víetnam, og
einnig þótti honum miður að það
skuli hafa verið látið undir höfuð
leggjast aö ríkisstjórnin sendi grísk
um herforingjum skeyti, þar sem
lýst væri óánægju íslenzku þjóð-
arinnar yfir valdatöku þeirra.
Siguröur kom víða við og virtist
mjög uggandi um sjálfstæði þjóð-
arinnar, sagöi að það væri eins og
hún hefði verið stungin svefnþorni
og kynni þess vegna að hljótá
sömu örlög og Hawwaii. Hann brá
einnig fyrir sig líkingamáli og
sagði, að NATO væri eins og höll,
sem íbúamir hefðu yfirgefið.
Hann taldi, að íslendingar hefðu
Framh á hls 10.
Opnunarfí»*!
verzÍ<iiM í
desember
Athygli almennings er vakin á
því, as verzlanir verða opnar á
laugardögum f desembermánuði svo
sem hér segir:
Laugardaginn 2. des. til kl. 16.00
Laugardaginn 9. des. til kl. 18.00
Laugardaginn 16. des. til kl. 22.00
Laugardaginn 23. des. (ÞorlákSm.)
til kl. 24.00
Málverk eftir Monet selt fyr
ir um 81 milljón króna
Landkynningarspjald FÍ
fékk heiðursverblaun
Á undanfömum árum hefir Flug-
félag Islands látið búa tii mörg
auglýsingaspjöld (placards) til kynn
ingar á náttúrufegurð íslands og á
landlnu sem ferSamannalandi. Mun
óhætt að fullyröa, að þessi þáttur
í landkynningarstarfsemi félagsins
hafl reynzt hinn farsælasti.
Nýlega var í Turin á Ítalíu hald-
in alþjóðleg samkeppni og sýning
á auglýsingaspjöldum og voru 200
spjöld valin til keppninnar viðs veg
ar að úr heiminum.
1 keppninni hlaut auglýsinga-
spjald Flugfélags íslands með mynd
af Dynjanda í Arnarfirði heiöurs-
verSlaun. Myndina af Dynjanda,
sem spjaldiö var gert eftir, tók Jón
ÞórSarson, en prentun þess var
innt af hendi í Kassagerð Reykja-
vikur.
■Á Málverk eftir franska im-
pressjónistann Claude Monet,
málað þegar hann var blásnauð-
ur og næstum „staurblankur"
var selt á uppboöi í London á
föstudag í uppboðssal Christie’s
fyrir 588.000 pund og er það
hæsta verð, sem vitað er til að
nútíma málverk hafi verið selt
fyrir.
Fyrsta boð var 105.000 pund.
Það var 74. ára prestur, sem lét
málverkið á uppboð. Presturinn
á heima í Pensylvaníu
í Bandaríkjunum og keypti
það 1962 fyrir ellefu þús-
und dollara. Listaverkafyrir-
tækið Thomas Agnew í London
keypti það í tilefni af
150 ára afmæli fyrirtækisins
Forstjóri fyrirtækisins segist
hafa marga væntanlega kaup-
endur í huga. Hann segir þetta
fegursta málverk franskra im-
pressjónista eftir Monet, sem
ekki er í listaverkasafni. Næst-
hæsta verö sem fengizt hefir
fyrir nútíma málverk er 286.000
nund.
Risavaxið og myndskreytt verk margra fræði-
manna um vikinga'óldina gefið út á islenzku
hjá Almenna bókafélaginu
„Víkingarmr“ koma út í
dag hjá Almenna bókafé-
lagmu. Þetta er með stærri
bókum, sem út hafa kom-
ið á íslandi, um 30 senti-
metrar á hverja hlið og 268
'háttu forfeöra okkar á víkingaöld,
svipmesta tímabili í sögu norrænna
þjóða. Bókin er til orðin í margra
ára samstarfi ýmissa af fremstu
fræðimönnum nokkurra þjóða. —
Þeirra á meðat er dr. Kristján þjóð-
minjavörður, sem ritar um þau efni,
er sérstak'lega varða ísland. Aðal-
ritstjóri „Víkinganna" er hinn
kunni sænski prófessor, Bertil Alm-
gren, Eiríkur Hreinn Finnbogason
þýddi bókina á íslenzku.
í bökinni er saga vikingaaldar
rakin aThliða. Þar eru í fyrsta sinn
s^man komnar á einn stað niður-
stöður víðtækra rannsókna frá síð-
ustu árum, er hafa í mörgum til-
vikum leitt nýstárlega vitneskju í
Ijós.
Fjallað er um hernað og landa-
leit víkinganna, siglingatækni og
skipasmíðar, uppfinningar þeirra,
daglegt líf, híbýli, klæðnað og tæki,
menningu og hugsunarhátt, trú, sið-
gæði og listir.
Bókin er prentuð í tveimur papp-
írslitum og traustlega bundin. Virð-
ist ytri búnaður bókarinnar ekki
gefa innihaldinu eftir. Um 90 lit-
myndir eru f bókinni, en hún f heild
er hiö merkasta myndasafn frá vík-
ingaöld. Bókin er sett hér herma
en prentuö og bundin á ítalfu.
Mörg útgáfufyrirtæki f Evrópu og
Ameríku standa að samhliða út-
gáfu hennar í mörgum löndum.
Herlið flutt ólöglega til Kýpur
flutt burt næstu 6 vikur
Blað í Aþenu vlnveitt hern-
✓WAAAAA/NAAAAAA/WWV
aðarlegu stjórninni birti frétt
um það í gær, að herlið flutt ó-
löglega til Kýpur, verði flutt
burt á næstu 6 vikum.
Blaðið kvað samkomulag það,
sem náðist vera í 6 liðum, og
mundi U Thant 'gera nánari
grein fyrir því.
Blaðið segir hér vera um að
ræða 12.000 gríska hermenn og
1500 tyrkneska.
þvi kl. 10 að morgni til kl. 5
í gærdag, þar af 20 eftir hádegi.
Allir voru þó árekstrar þessir
smávægilegir og hlauzt af þeimí
lítið tjón og engin slys. Mikil
hálka hefur verið á götunum
undanfarna daga, en þó íviö
meiri í gær en áöur.
Myndin er af einum árekstr-
inum. Vörubíll ók á strætisvagn
og skemmdi hann mikið eins
og sjá má á myndunum. Lán
óláni ^var að farþegar voru
ekki í vagninum, en þeir hefðu
getað oröið fyrir miklum meiðsl-
um, því stórt gat kom á vagn-
inn eins og sjá má. (Ljósmynd-
ir B. P.).
LÁN í
ÓLÁNI
Mikill erill var hjá lögreglunni
í Reykjavík vegna árekstra í
gær, en 23 árekstrar urðu frá
\
\