Vísir - 16.12.1967, Page 2

Vísir - 16.12.1967, Page 2
2 V í SIR . Laugardagur 16. desember 1967, CHARLIE WATTS: Mesta undur POP-heimsins Fjölskyldan þfn er enhver sú nízkasta sem ég þekki. Ég verð alltaf að borga tvöfallt burðargjald á jólabréfin, vegna þess að þau tima ! ekkl' ag kaupa frímerkj. Eitthvað vanfar til jóflanna (9) Blaðiö vildi gjarnan vekja athygli á því, að það borgar ekki burðargjaldiö fyrir þau bréf frá lesendum, sem ekki eru nægjanlega frímerkt. Það er raunar ekki fyrr en á mánudag, sem lesendur eiga aö senda inn lausnimar, því að þá lýkur jólagetrauninni. Þá skýr- um við lesendúm nákvæmlega frá hvert senda á úrlausnimar, en dregið verður fyrir jól úr réttum úrlausnum, svo að hinn heppni geti notaö Nilfisk-ryk- suguna eða Ballerup-hrærivélina í jólagjöf, ef verkast vill. — Teiknarinn viröist nú vera orð- inn anzi klókur við aö fela hlutina fimm á neðri myndina. en þeim sem komnir eru í gott jólaskap, ætti ekki að vaxa i augum að finna þá. Eru Dave Clark Five að logn- ast út af? The Dave Clark Five fóru beint í fyrsta sætið með lag sitt „Glad All Over“ í Bretlandi árið 1963, og í kjölfar þess kom lagið „Bits And Pieces“. Bæöi þessi lög nutu frámuna mikilla vinsælda á sín- um tíma og voru Dave Clark 5 taldir ein af 3 beztu hljómsveit- um Bretlands um það leyti. Þegar þeir fóru til Bandaríkj- anna í fyrsta skipti, urðu þeir fyr ir svo miklum áhrifum, að eina markmið þeirra var og er að beina öllum sínm hæfileikum og áhrifum þangað. Þessi árangurs- ríka för þeirra var farin árið 1964 og hafa þeir aö mestu ílenzt þar síðan. Á amerískum markaði voru gefin út ógrynni af lögum þeirra, bæði á stórum og litlum plötum. Árangurinn fór brátt að gera vart viö sig, og hann var miður góður. Vinsældirnar minnkuðu óðum, og mátti það að mestu kenna stjórn- leysi í útgáfu laga þeirra. Flest allar af fyrrnefndum plötum höfðu að geyma sömu lögin í misjöfn- um útgáfum og margvíslegri nið- urrööun. Þetta hafði það í för með sér, að aðdáendur hljómsveit arinnar höfðu á skömmum tíma eignazt öll útkomin lög þeirra fé- laganna. Og þar sem ekkert var gért annað en gefa hin gömlu lög út í margvíslegum útgáfum og nið urröðunum, eins og fyrr segir, leiddi þaö af sér, að alger stöönun komst á sölu þessara plata. Nú að undanförnu hefur aftur á móti lítið heyrzt frá þeim félögum, fyrr en hin nýja plata þeirra, „Every- body Knows“, sem nú skipar 3. sæti vinsældarlistans í Bretlandi, kom á markað. Má því ætla, að þeir séu að reyna að bæta aö ein- hverju ráð sitt. Dave Clark (trommur) er fædd- ur í London 15. desember 1942. Hann er hljómsveitarstjóri og sér um allar útréttingar þar að lút- andi. Fyrsta árið, sem þeir komu fram, var hann m. a. hljómplötu- útgefandi hljómsveitarinnar og umboösmaður. Rick Huxley (bassi) fæddist í Kent, 5. ágúst 1942. Denis West Payton (saxófón- leikari) er fæddur 11. ágúst 1943. Lenny Davidson (gítar) er fædd ur 30. maí 1944. Mike Smith (orgel óg aðalsöngv ari) fæddist í Edmonton 6. des- ember 1943. „Síöastliðna þrjá mánuði hef ég sett allt á ringulreið hér i hús- inu og fullkomlega óræktað tím- ann,“ sagði Charlie. „Ef mig langaði til að fara og sjá einhvern eða eitthvað hér í grenndinni, gæti ég það ekki. Nýja húsið er aðeins sjö mílur frá því gamla í Leves“. — Hvemig líður ykkur um þess ar mundir, nú þegar vandamálið kemur upp í sambandi við plöt- una og ringulreiðin í hópinn vegna dóms Brians? „Hjartað berst stöðugt,“ sagði Charlie. — Hvað aðhefst þú, þegar þið eruð ekki að spila? „Mig mundi langa mest til að skrifa eitthvað — en ég finn alls ekkert efni til að skrifa um. Ég er alltaf að gera eitthvað, en ég veit því miður ekki hvað það er“. EN það sem meira er, og greinin er titluð eftir, er að þeg- ar Paul McCartney var í Kaup- mannahöfn í fyrra mánuði, sagði hann við blaöamenn, að Bítlamir ásamt Rolling Stones ætluðu að mynda með sér samvinnu. Auk þess berast þær fréttir frá London, að þessar tvær nafntog- uðu hljómsveitir ætli að innleiða „MESTA UNDUR POP-HEIMS- INS“ ,en ekki hefur enn verið frá því skýrt, hvers kyns undur hér um ræðir. Nokkur fullnaðaratriði eru þó ekki ráðin, en það er vitað fyrir vfst, aö McCartney og Mick Jagger hafa leitað samninga um tæknilega samvinnu varðandi upp tökur, framkvæmdastjórn, auglýs- ingastarfsemi og fleira. Nú er bara spurningin, hvort úr þessu verður, en það má fyrir satt hafa, að þetta er á prjónunum. Hver lék á trommumar á síð- ustu tveggja-laga plötu ROLL- ING STONES, „We love you/ Dandelion"? Margir hafa velt því fyrir sér. Charlie Watts var spurður aö því fyrir skömmu og svaraði því þvemeitandi. „Ástæðan fyrir þess um vafa,“ sagði hann, „var ekki vegna hins frábæra hljóðfalls (rythma) undirleiksins og álykt- unar þess efnis, að ég geri ekki svona vel á hljómleikum, heldur af því, að það vom svo margir frægir gestir viðstaddir upptök- una (Bitlarnir o. fl.) og aö við sjálfir værum á faraldsfæti ring- ulreiðar þegar hljómplatan var tekin upp. — Charlie var önnum kafinn viö flutninga, þegar blaðamaður ræddi við hann fyrir skömmu. TÁNINGA- SÍÐAN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.