Vísir - 16.12.1967, Page 3

Vísir - 16.12.1967, Page 3
VISI R . Laugardagur 16. desember 1967, 3 X. Þrettóndakvöld Shake- speares jólaleikrit Þjóðleikhússins T eikrit snillingsins Williams Shakespeares hafa löngum verið leikstjórum eftirsóknar- verð að glíma við, og njóta þau stöðugra vinsælda almennings um ailan heim. Mikið hefur ver- ið um það rætt, hvort gaman- leikir hans standist samanburð við beztu harmleiki hans, t. d. Hamlet, en gamanleikimir virð- ast ekki síður njóta vinsælda I dag, enda gæddir þeirri mann- legu hlýju og kímni, sem höfða til manna á öllum tímum. Þrettándakvöld er tvímæla- laust vinsælast allra gaman- leikja Shakespeares, enda lang- oftast leikið. Hefur Þjóðleikhús- ið nú æft þetta verk 1 nær tvo mánuði og verður frumsýningin á annan I jólum. Fyrsta leikr t Shakespeares, sem sýnt var á íslandi, var einmitt Þrettánda- kvöld, en það var frumsýnt f Iðnó árið 1926 undir ieikstjórn Indriða Waage. Myndsjáin brá sér á æfingu niður í Þjóðleikhúsið og fékk að fylgjast þar með því sem fram fór á sviðinu. Sérstaka athyg'.i vöktu búningamir, sem teiknað- ir eru af hinni ágætu listakonu Unu Collins, sem hefur dvalizt hér á landi síðan i fyrra og teiknað leiktjöld og búninga fyr- ir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Sagði leikstjórinn, Benedikt Ámason, að hann væri ánægður með búningana og bætti við: „Þeir eru fyrst og fremst teikn- aðir og unnir meö tiliiti til p^r- sónueinkenna og útlits leikar- anna í leikritinu og með það fyrir augum að hjálpa þeim til að ná þeirri. heildarmynd, seai góð leiksýning byggist á“. Þýðinguna gerði Helgi Hálf- dánarson, og sagði Benedikt, að vart væri hægt að hugsa sér betri þýðingu á verkinu. enda er Helgi löngu viðurkenndur fyr ir snilldarlegar þýðingar sínar á verkum Shakespeares. Leikendur í Þrettándakvöldi eru mjög margir og taka allflest- ir leikarar Þjóðleikhússins þátt Hér skylmast þau Víóla og Andrés Agahiýr (Bessi Bjarnason) af mikilli list. Búningar þeirra í þessu atriði voru ekki tiibúnir. Bak við þau standa Tobías Búlki og Fabían. Sebastían (Gfsli Alfreðsson) berst við Tobías Búlka. í sýningunni, auk fjögurra hljóð- færaleikara, sem flytja tónlisr sem Leifur Þórarinsson hefur samið fyrir þessa sýningu, og v-rða hljóðfæraleikararnir á sviðinu með leikurunum. Skylrn ingar eru allmiklar í leikrit'nu eins og í öðrum verkum Shake- speares og hefur Egill Halldórs- son æft þær. Stærstu hlutverkin í Þrett- ándakvöldi leika Krisibjörg Kjeld (Vfóla), Erlingur Gíslason (Orsínó), Jónína Ólafsdóttir (Oii vía), Rúrik Haraldsson (Malvó- líó), Ævar Kvaran (Fjasti), Bessi Bjarnason (Andrés Aga- hlýr), Flosi Óiafsson (Tóbías Búlki), Gísli Alfreðsson (Se- bastian), Margrét Guðmundsdött ir (María) og Sverrir Guðmunds- son (Fabían). Malvólíó (Rúrík Haraldsson), Tobías Búlki (Flosi Óiafsson) og Fabían (Sverrir Guðmundsson). Vfóla verður skipreka og leitar á náöir Ólivíu greifynju klædd karimannsfötum. (Kristbjörg Kjeld og Jónína M. Ólafsdóttir). c * :

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.