Vísir - 16.12.1967, Síða 8
V1SIR . Laugardagur 16. desember 1967.
WBBEUBKá- Tm: ._>
*— Listir-Bækur-Menningarmál
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni:
Guðmundur Damelsson:
Landshornamenn
Reykjavík. Útgefandi: ísafold-
arprentsmiðja h.f. 1967 186
bls.
P uðmundur Danfelsson á bæði
til að bera frásagnargleði
og frásagnarsnilld. Stíll hans er
hraður og hressilegur, og allt
sem hann drepur á skáldsprota
sínum, rís upp ljóslifandi. dauð-
ir hlutir sem kvikir. Og sjálfur
horfir hann á allt með grá-
glettnu brosi, jafnt sjálfan sig
sem aðra. Vegna sinnar þraut-
þjálfuðu frásagnartækni er ekk-
ert aðalatriði fyrir hann að
hafa mikið söguefni, honum er
nóg að hafa eitthvað til að
skrifa um, og úr verður læsi-
leg bók.
Þessir eiginleikar hans njóta
sín vel í hinni nýju bók, Lands-
homamönnum. Þó aö hún væri
aðeins ferða- og veiðisaga norð
ur og austur um land, segöi
aðeins frá bílferð landslagi,
sem líður hjá, laxám og löxum
í ám, væri hún eflaust ágætur
lestur, því að frásögn hans er
þannig, svo lífi gædd og mál-
andi að lesandinn verður þátt-
takandi i ferðunum. En ferða-
sagan er hér ekki meginatriði
bókarinnar, heldur aðeins um-
gerð. Aðalefni hennar eru orð
og athafnir tveggja heiðurs-
manna í þessari umgerö auk
nokkurra annarra merkilegra
persóna, sem minna koma við
sögu. Og þar eö þessar kempur
eru ekki einungis heiðursmenn,
heldur auk þess bæði viðfelldn-
ir og skemmtilegir, verður út-
koman ekki aðeins skemmtileg
bók, sem erfitt er að slíta sig
frá fyrr en síðasta línan er les-
in, heldur einnig bók, sem
gleymist ekki að lestri loknum
vegna þess ánægjulega sam-
félags, sem iesandinn hefur átt
við þessar tvær persónur þá
stund, meðan á lestrinum stóð.
Og bókin hlýtur alltaf að koma
honum í hug hér eftir, þegar
hann heyrir annars hvors þeirra
eða beggja getið. Sagan er sem
sagt sönn, og báðir hrærast
þessir menn mitt á meðal okk-
ar og eru þar á ofan ekki
neinir huldumenn í þjóðfélag-
inu — höfundurinn sjálfur, Guð
mundur Daníelsson, og Matt-
hías Johannessen.
Um höfundinn er það að
segja, að hann getur lýst sjálf
um sér án þess að úr verði
glansfígúra, tiltækjum sínum og
kenjum, kostum og göllum. Og
alkunnugt er, að vinum sfnum
og kunningjum er honum gjamt
að lýsa með glettnu miskunnar
leysi, svo að ef til vill er ekk-
ert sérlega unaðslegt fvrir hör-
undssáran undir að búa. En ég
býst við, að Matthías Johannes-
sen standist það og þeir skáld-
bræður og veiðifélagar veröi
jafngóðir vinir eftir sem áður
Eins og ég drap á, en minnzt
á allnokkra fleiri í bókinni i
eins konar framhjáhlaupi, og
vildi ég þar helzt nefna Jón í
Möðrudal, sem ritað er um i
fleiri bókum, en óvíða eins eftir
minnilega og hér, þó að fátt
sé málalenginga. Auk þess Björg
vin Jónsson, kaupfélagsstjóra á
Seyðisfirði, sem segir, að Fram-
sóknarflokkinn vanti ekki stór-
menni heldur almenna kjósend-
ur, þegar hann þarf að svara
málaleitan þeirra félaga um að
| Skákþáttur Vísis |
t t * t
Dandaríkjamaðurinn Samuel
Reshevsky getur nú litið yf-
ir hálfrar aldar viðburðaríkan
skákferil. Á þessum 50 árum
hefur Reshevsky þróazt úr einu
mesta undrabarni skáksögunnar
í einn af fremstu stórmeisturum
heims. Átta ára gamall dró hann
að sér athygli heimsins með þvi
að tefla fjöltefli eftir fjöltefli á
skákferðum sínum um Evrópu
og Bandaríkin. Einn af öðrum
urðu mótstöðumenn Reshevskys
að bíta í það súra epli að gef-
ast upp fyrir stráknum. Styrkur
hans óx, haim varð skákmeist-
ari Bandaríkjanna og þar kom,
að hann festi sjónir á sjálfum
heimsmeistaratitlinum í skák.
En hér hreppti Reshevsky sinn
fyrsta mótbyr. Eftir spennandi
keppni við Smyslov í ZUrich
1953, varð Reshevsky aö láta
í minni pokann. Hann varð þar
jafn Bronstein og Keres, og von-
svikinn dró hann sig I hlé. Resh-
evsky hafði löngum gagnrýnt
framkvæmd áskorendamótanna,
og hafði lagt til, að tefld yrðu
einvígi f stað móts til að úr-
skurða áskoranda heimsmeistar-
ans. Þegar F.I.D.E. loks breytti
þessu í núverandi útsláttar-
einvígi var Reshevsky strax með
aftur. Það munaöi hársbreidd
að hann kæmist upp á milli-
svæðamótinu 1ÍJ64. Hann varö að
tefla um réttinn við Ungverjann
L. Portisch .og nú beið Resh-
evsky lægri hlut i einvigi, i
fyrsta sinn á ævinni.
Á síðasta millisvæðamóti mun
aði enn mjóu, er Reshvesky
lenti aftur f baráttusætinu, sem
útkljáð verður eftir áramótin.
milli Hort, Stein og Reshevsky
Reshvevsky hefur búið sig all-
vel undir atlöguna aö heims- ,
meistaratigninni, m. a. tók hann
þátt í vel mönnuðu skákmóti i
Júgóslavíu fyrir nokkru. — Þar
lenti Reshevsky i 2. sæti, á eftir
V-Þjóðverjanum Unzicker. Skák
sú, sem hér fer á eftir ,er bezta
skák Reshevskys á móti þessu,
og jafnframt talin bezta skák
mótsins.
Hvítt: Reshevsky
Svart: Udovic
Hollenzk vöm
1. d4 f5
2. g3 Rf6
3. Bg2 e6
4. Rf3 Be7
5. 0 0 0 0
6. c4 d6
7. Rc3 a5
8. Dc2 Rc6
9. e4 Rb4
Tvíeggjaður leikur. Liklega hefði verið betra aö leika 9... fxe.
10. Rxe RxR, 11. undirbúa e5. DxR Bf6 og
10. De2 fxe
11. Rxe RxR
12. DxR e5
Fram til þessa hafa báðir aðil-
ar fylgt teoríunni. Pachmann
einn mesti skákbyrjunarfræð-
ingur sem nú er uppi, segir um
þessa stöðu, að svartur standi
Framhald á bls 10.
ganga í þann flokk af einskærri
þakklátssemi fyrir frábærar
veitingar, eftir að höfundurinn
hefur prangað f gestgjafa sinn
heljarstórum laxi, sem hann hef
ur dregið með mikilli list og
tilfæringum upp úr einhverri
sprænunni þama fyrir austan
Ekki má gleyma því, að konur
beggja eru með í ferðinni, en
þær taka ekki þátt f veiði-
mennskunni og koma þvi minna
við sögu en ég hygg að efni
standi til. Eru helzt eftirminni-
leg orð frú Sigrfðar við Indriða
G. Þorsteinsson, þegar hann sit
ur yfir glasi snemma dags á
Hótel Kea. ÖIlu viðameiri lýs-
ingu fær blaðamaður einn, Hauk
ur Hauksson að nafni, sem fer
eitthvað f taugamar á höfundi
fyrir ungæðishátt, en er þó
svo vel lýst, að lesandinn sér
í hendi sér, að þetta er ein-
ungis af því, að Guðmundur er
orðinn of roskinn og ráðsettur
til að þola uppátæki og tillits-
leysi æskunnar.
Guðmundur Danfelsson er
skáld og veiðimaður bókina á
enda. Vegna veiðimennsku sinn
ar lýsir hann svo vel, hvemig
farið er að því að draga lax,
að furðu sætir. Og vegna þess
aö hann er skáld er hann allt-
af að hitta skáld, annað hvort
í eigin persónu eða hann sér
þau rísa upp af þeim slóöum,
þar sem hann fer um og hann
veit, að þau hafa einhvern tfma
gengið. Þannig verða þeir Gunn
ar Gunnarsson og Þorsteinn
Valdimarsson fyrir honum í
Vopnafirði, en Laxness í Hall-
ormsstaðaskógi. Gefur þetta frá
sögninni meiri fyllingu á svip-
aðan hátt og þegar ferðazt er,
að allt verður lífrænna, ef ferða
maðurinn þekkir sögur. sem
gerzt hafa á þeim slóðum,
sem fyrir augu bera..
í bókinni em nokkrar ágæt-
ar myndir í Spegils-stíl, en eng-
inn veit, hver teiknað hefur,
þaö stendur hvergi. Áreiðanlega
hvorugur þeirra Guömundar
eða Matthíasar. Einnig virðist
vera dálítið af prentvillum i
bókinni og einhver ruglingur á,
hvar rita skuli ypsílon og hvar
ekki — reyndar aðeins í vanda
samari orðum eins og birgur
og þverhníptur, sem bæði eru
rituð meö ypsflon i bókinni.
Að öðru levti er útlit bókarinn-
ar f betra lagi, bæði pappír og
prentun. Og víst er um það, að
þessa bók Guðmundar Daníels-
sonar eiga margir eftir að lesa
og hafa bæði gagn og gaman
af.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáran viau»
Framkvæmdastjftrl: Dagur Jönaseon
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinssoo
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Ulfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
r IsMætsðlu kr. 7.00 eintakið
Prents-.^iðjt Visis - Edda h.f.
Gömul saga
Ástandið í herbúðum Alþýðubandalagsins er nú orð-
ið alþjóð kunnugt. Það var raunar augljóst í kosning-
unum sl. sumar, og margir vissu að þá hafði um langt
skeið allt logað þar í ófriði. Þjóðviljinn neitaði þessu
lengi, þegar önnur blöð minntust á það, en eins og
nú er orðið kemst hann vitaskuld ekki hjá að viður-
kenna, að alvarlegur ágreiningur sé þar upp kominn.
Þjóðviljinn kennir Hannibal Valdimarssyni að sjálf-
sögðu um allt saman. Kommúnistar eru svo sem eins
og fyrri daginn alsaklausir! Ef til vill gæti einhver
fengizt til að trúa því, ef þetta væri í fyrsta sinn, sem
svona atburðir gerast í þessum herbúðum. En það
er nú öðru nær. Þar er sama sagan að gerast og þegar
Héðinn Valdimarsson var hrakinn úr flokknum. Hann
hélt að hann gæti gert úr kommúnistaflokknum frjáls-
lyndan og lýðræðissinnaðan vinstri flokk, en þær
vonir brugðust herfilega, eins og margir muna enn.
Hannibal hefur vafalaust haldið þetta líka, en allt
bendir til að hann hafi nú fengið sig fullsaddan á sam-
starfinu við kommúnista. En þetta er ekki saga þeirra
tveggja, Héðins og Hannibals. Hið sama hefur gerzt í
öllum löndum, þar sem lýðræðissinnaðir vinstri menn
hafa gengið til samstarfs við kommúnista. Það hefur
hvergi blessazt.
Ekki gat Axel Larsen hinn danski tjónkað við þá,
og í löndunum fyrir austan járntjald t.d. Ungverja-
landi og Tékkóslóvakíu, voru lýðræðissinnaðir sósíal-
istar hraktir út í yztu myrkur og margir gerðir höfð-
inu styttri, þegar kommúnistar voru búnir að nota
þá eins og þeir töldu sig þurfa.
Samstarf við kommúnista getur hvergi þrifizt sök-
um þess, að þeir heimta að ráða öllu sjálfir. Þeir setja
skilyrðin og krefjast þess, að hinir gangi að þeim
þegjandi og hljóðalaust. Geri þeir það ekki eru þeir
hraktir úr samtökunum og stimplaðir svikarar, eins
og Héðinn fyrrum og Hannibal nú.
Hver er „sök“ Hannibals Valdimarssonar? Hún
er sennilega sú, að hann hefur viljað sýna meiri á-
byrgðartilfinningu í stjórnmálabaráttunni en for-
sprökkum kommúnista þykir hæfa. Hann virðist láta
sig þjóðarhag einhverju varða, en það er, sem kunnugt
er, brot á boðorðum kommúnista.
Magnús Kjartansson sagði á dögunum í Þjóðviljanum
að Hannibal og Bjöm Jónsson hefðu brugðizt Alþýðu-
bandalaginu á einkar óheppilegum tíma, því að aldrei
hefði riðið meira á því en nú, að bandalagið kæmi
fram sem sterk samtök og að hlutur þess yrði „mikill
og góður“.
En þá telja Magnús Kjartansson og hans líkar
hlut samtakanna mikinn og góðan, ef þeir geta beitt
þeim að vild til skemmdarverka gegn frelsi og hags-
munum íslenzku þjóðarinnar.