Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 2
V í S I R . Fimmtudagur 28. desember 1967. Nýliði KR-inganna breytti tafí- stöíunni með þrem mörkum / röð EFTIR 7 MlNÚTNA LEIK af seinni hálfleik í viðureign KR við Víking í 1. deild í handknattleik í gær, „brotnaði“ Víkingsliöið. Ungur nýliði KR-inga, — Geir Friðgeirsson, sem lék í fyrra með Akureyringum, skoraði þá 3 mörk í röð, breytti stöðunni úr 11:10 í 14:10 fyrir KR. Þetta var nóg, — Víkingar höfðu gefizt upp að því er virtist. Risana Jón Hjaltalín og Einar Magnússon afgreiddu KR-ingar með því að senda sinn minnsta mann, Halldór Björnsson, á móti þeim, eftir þvi hvor þeirra sótti að markinu og ógnaði meö skot- um af löngu færi. Oft var þetta eins og barátta Davíðs við Golíat, — og Davíð reyndist sigurvegarinn nú sem fyrr. KR-liðið er sannarlega á uppleið, enda taka leikmenn og forystu- menn hlutina föstum tökum, — boða til æfinga um jólahátíðina, þegar aðrir helga sig stóráti á þung um stcikum. KR-ingar hafa sem nýliðar í 1. deild gert sér ljósa gre in fyrir því að þeir standa á veikum grunni og ef ekki er unnlð rétt blasir fallið í 2. deild við. Ýmsir benda á Víking og Hauka ‘sem liklega fallkandidata, en eftir þennan leik virðist KR eiga að geta krækt sér i allmörg stig í deildinni enda hafa oröið miklar breytingar á leik lisöisn, — Karl Jóhannsson, sem allt hefur snúizt í kringum undanfarin ár fellur betur inn í eina allsterka heild og kemur get- ur út sem liðsmaöur og liðið kemur betur út sem heild á eftir. Víkingar létu furðulega stöðva sig í þessum leik, einkum Einar Magnússon sem ætti að geta not- fært sér hæö sína og kraft mun meira en hann gerir, — hann er of meinlaus og berst ekki til þrautar. Þanng varð það heldur kátlegt að sjá Halldór Björnsson, sem er a.m. k. 20 sentímetrum lægri maöur, stöðva hann hvað eftir annað f skottilraunum. Jón Hjaltalín var ákveönari og skoraði 7 mörk fyrir Víking. Varzla marksins hjá Vík- ingum var líka í mesta ólestri og var ein ástæðan fyrir tapinu í gær. Framan af var leikurinn jafn, — KR leiddi með einu marki og f hálf leik var staðan 9:8 fyrir KR. 1 seinni halfleik komust Víkingar yf- ir 10:9, en þá skora KR-ingar 5 mörk í röð, þar af skoraði Geir 3 mörk. Eftir þetta var vart um ann- an en KR-sigur að ræða og seinni hluta leiksins var KR sífellt að auka forskotið og lokatölurnar urðu 23:15 fyrir KR, — mun stærri sigur en búast mátti við, — raun- ar bjuggust menn ekki nema heit- ustu KR-ingar við sigri, en alls ekki svo stórum. Emil, markvörður KR er mjög athyglisverður markvörður og átti góðan leik í gær. Geir Friðgeirsson er mjög frískur leikmaður, en á eft ir að sníða af ýmsa hnökra á leik sínum og ekki sakaði ofurlitiö meiri mýkt og hreyfing. Karl Jó- hannsson er eftir sem áður „primus motor“ liðsins, en á annan hátt en áður, fellur betur inn í leik liösins. Halldór Björnsson er sterkur leik- maður, stundum grófur, en mjög sterkur varnarmaður. Ýmsir nýlið ar eru með KR, og yfirleitt eru veiku punktarnir ekki margir f lið inu. Víkingsliðið lék langt undir getu og var heldur dapurlegt að sjá. Með leikjum sem þessum getur lið ið varla búizt við einum einasta sigri í 1. deild, en þar er skammt öfganna á milli, — því skammt er síðan „FH náði jafntefli við Vík- ing“, því að þá áttu Víkingar fullt eins skilið að hljóta bæði stigin. Þannig gengur þaö til f íþróttum Dómari var Valur Benediktsson. — jbp — Valsmenn gegn Islandsmeisturunum: Markvarzlan reiS bagga- mumnum Sigurður Óskarsson úr KR er hér kominn inn á línu, en bak við hann stendur aðalskytta Víkings, Jón Hjaltalín Magnússon. Tveggja dómara kerfið í 2. deild í vetur TVEGGJA DÓMARA KERFIÐ verður reynt í opinberum mót- um f vetur i 2. deild. Þetta var ákveðig á fundi dómaranefndar HSl í gær. Hins vegar verður þetta umdeilda kerfi ekki notað í 1. deild í vetur. Talið er sennilegt að kerfi þetta verði eingöngu notað f hand- knattlelk eftir ár um allan heim, þvf enda þótt það sé umdcilt, eru þeir mun fleiri, sem eru því fylgjandi og telja að ýmislegt, sem komið hefur í ljós, sem telja verður neikvætt, séu aðeins byrjunarörðugleikar. Keppnin í 2. deild hefst 14. janúar nk. og munu ieikir '2. deildar verða leiknir á undan leikjum f 1. deild og hefjast ki. 19.15. — Fyrsti leikurinn er milli ÍR og Þróttar, en bað kvöld leika f 1. deild Haukar og Valur og Fram: Vikingur. 0 Slök markvarzla hjá Val í fyrri hálfleik færði Fram sigur í gær- kvöldi, í heldíir Íélegum leik liðanna í 1. deild í hand knattleik í gærkvöldi. Að- eins 2 marka munur Fram var mjög naumur, ekki sízt þegar það er haft í huga, að Fram hafði 6 mörk yfir um miðjan seinní hálfleik. Það var Gylfi Jóhannsson, sem skyndilega „blómstr- aði“ í lok Jeiksins og skor- aði þá 3 mörk síðustu 5 mínútumar, sem nægði til að halda íslandsmeistumn- i um upp úr í þetta sinn. ! Fram náði undirtökunum í þess | um leik í fyrri hálfleik. Markvarzla j Valsmanna var í molum og svo til I öll skot höfnuöu í netinu, en það j sama var ekki um Þorstein Björns son í Frammarkinu að segja, hann varði hvert skotið öðru betur. Þetta reiö baggamuninn og þegar tvær mínútur voru eftir til leiksloka var staðan orðin 10:4 fyrir Fram, — en þá var Gunnlaugi vísað út af og með smáheppni tókst Val að skort tvívegis, í bæði skiptin Berg ur Guðnason, og staðan f hálfleik var því 10:6 fyrir Fram. var Bjöm Kristjánsson og hefðí mátt dæma harðar«augljós brot. — jbp — í mm tímá FYRIRHDFK 'OHAUISAN RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 í seinni hálfleik bætti Jón Karls son hinn efnilegi unglingalandsliðs maður Vals 10:7 við, en þá skorar Guðjón úr vítakasti — heldur hæpnu að því er virtist, og Gunn laugur bætir tveim mörkum við og munurinn aftur 6 mörk fyrir Fram, 13:7. Valsmenn skora tvö næstu, en Gunnlaugur skorar þá tvö í röð og staðan er 15:9. Þá er loks eins og Sigurður Dags son byrji að nota hinn ótrúlega stökkkraft sinn og næstu 6—7 mín úturnar skorar hann þrfvegis fyrir Val meö skotum yfir vömina. Biliö minnkar nú enn og þegar 8 mfn. em eftir skorar Bergur 16:12 og Sigurður bætir'við 16:13., Þegar aö eins 2 mínútur em eftir skorar Bergur 18:15, en Gylfi Jóhannes- son skorar 19:15, og viröist eiga furðu létt með að skora gegnum vömina á miðjunni. Siðasta orðið átti Bergur með tvö mörk í röð eins og f lok fyrra hálfleiks, og loka staðan varð því 19:17. Það var ekki ýkja mikill munur á liðunum f þessum leik. Bæði fundust mér leika undir getu og lík lega eiga íslenzkir handknattleiks menn alllangt í land með aö ná eins góðum leik og þeir geta náö beztum. Framarar vom langt frá þvf sem við eigum að venjast og vöm liðs ins lék allt of fast og hefði dóm- arinn, Bjöm Kristjánsson, átt að skipta sér meira af þeim átökum. Valsmenn vom heldur engir englar í þessu efni, en Framarar voru mun meira áberandi grófir. Beztir leik- menn Fram voru þeir Sarsteinn, Gunnlaugur og Ingólfar, en undir lokin kom Gylfi Jóhannesson skemmtilega fram á sjónarsviðið og færði sigurinn heim. Sigurberg- ur Sigsteinsson varð fyrir því ó- happi snemma í leiknum að rek- ast á Valsmann með þeim afleið- ingum að hann nefbrotnaði og varö að fara með hann á slysavarðstof- una til aðgeröar. Bergur Guðnasom var bezti mað ur Vals í þessum leik, skoraði 8 mörk fyrir liðið, en Jón Karlsson er skemmtilegur leikmaður og vax andi, Sigurður Dagsson ætti aö koma mun meira við sögu. Dómari Staðan 1. deild Fram Valur 19:17 KR Víkingur 23:15 ÍFram 2 2 0 0 44:34 4 (FH 2 1 1 0 50:43 3 # Valur 2 1 0 1 37:33 2 |KR 2 1 0 1 37:35 2 [Víking. 2 0 1 1 36:44 1 maukar 2 0 0 2 37:54 0 tMgirkhæsfti menn: Geir Kallsteinsson, FH. 18. Bergur Guðnason, Val 16 Jón Hjaltalín, Víking, 14 Gunnlaugur Ij[jálmarss. Fram I2| fngólfur sókarsson Fram 10 Hilfnar Björnsson KR 10 Páll Eiríksson, FH, Viðar Sím-j onarson, Haukum, Þórarinnt Ragnarsson FH, Birgir Bjöms-J son, FH, Hermann Gunnarssonj Val, Karl Jóhannsson KR, Einar 1 Magnússon 'íking og Guðjónl ÍJónsson Fram, — allir með 8j| S mörk hver.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.