Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 7
VIS IR. Fimmtudagur 28. desember 1988.
mprguri útlönd írmorgun ' • útlönd í raorgun
Þriðja stórfyrirtækið komið i hendur
Bandarikjanna á 2 árum
Gillette kaupir
vesturþýzka
fyrirtækið Brqun
útlönd í morgun útlönd
Bandaríska stórfyrirtækið Gill-
ette hefur nú keypt um 85% hluta-
bréfa í vestur-þýzka rafmagnsvöru-
milljónir doliara, eða tæpa 3 millj-
arða ísl. kr. — Þetta er þriöja stór-
fyrirtækið, sem bandarískir auðjöfr-
fyrirtækinu Braun, fyrir um 50 ar hafa keypt í V-Þýzkalandi á tæp-
um tveimur árum.
Braun hefur verið í fylkingar-
brjósti þýzks iðnaðar eftir heims-
styrjöldina og hefur verið lang-
stærsta rafmagnsvörufyrirtækið í
einkaeign í V-Þýzkalandi. — Fyrir-
tækið hefur verið í mikilli sókn
undanfarin ár, hefur nærri þrefald-
að sölu sína á síðustu 5—6 árum.
Ársframleiðslan er nú orðin tæp!.
4 milljarðar ísl. kr., en fyrirtækið
hefur aðallega framleitt eldhúsvél-
ar, rafmagnsvélar, útvörp, kvik-
myndatöku- og sýningavélar o. s.
frv. Meira að segja í fyrravetur,
þegar nokkur samdráttur varð í
Þýzkalandi, jókst sala Braun.
Gillette getur ekki sjálft sent
Braun-vörur á Bandaríkjamarkað
fyrr en árið 1976, nema fyrirtækið
komist að sérstökum samningi við
Ronson, sem hefur söluumboð fyrir
Braun í Bandaríkjunum og Bret-
landi.
Ekki fótbrotinn, - en
troöiö um tær
Flokkur Axels Larsen, Venstre
Socialister, safnar nú undirskrift
um af miklum krafti, til að geta
boðið frarn í kosningunurn í jan-
úar. Venstre Socialister er eins
og kunnugt er, klofningsflokkur
úr Socialistisk Folkeparti en Ax
el Larsen þótti menn troða sér
svo mjög um tær í þeim flokki,
að hann klauf sig út úr honum.
í síðustu kosningum vann Ax-
el Larsen mikinn persónulegan
sigur, en margir héidu því fram,
að hann hafði unnið samúð
margra kjósenda, vegna þess, að
hann var fótbrotinn. Nú segja
margir, að hinir föngulegu kven-
frambjóðendur í Socialistisk
Folkeparti muni ræna miklu
fylgi Larsens.
Á myndinni hér að neðan er
Larsen látinn segja: „Ég vil í
það minnsta biðja háttvirta kjós
endur að taka eftir að mér hefur
verið troðið um tær“. — Sem
sagt ekki fótbrotinn, en troðið
um tær gegn kvenlegu frambjóð-
endunum.
Skiptar skoianir um fram-
tíi Konstantíns
<? Skoöanir eru nú mjög skiptar um
hvort Konstantín konungur snúi
aftur til Grikklands á næstunni.
Mönnum fannst mjög draga úr lík-
unum í gær, þegar herforingja-
stjórnin kom á fót embættismanna-
liði fyrir nýja ríkisstjórann, Zoit-
akis herforingja, I gær. Aftur á
móti hermdu áreiðanlegar heimildir
að Konstantin muni hverfa til
Grikklands fyrir áramót.
Nýi ríkisstjórinn hefur tilkynnt,
að hann taki á móti sendimönnum
erlendra ríkja 1. janúar nk., sem
þykir benda til aö Konstantin komi
ekki heim á næstunni.
Konungsfjölskyldan flutti i gær
í einbýlishús í útjaðri Rómar, en
svo virtist vera, sem fjölskyldan
undirbyggi sig til að dvelja þar um
óákveðinn tííma,
Herforingjastjórnin í Aþenu hef-
ur nú leyst allmarga pólitíska fanga
úr haldi, þar á meðal Andreas Pap-
andreou, en ekki hefur eins mörg-
um fö.ngum verið sleppt úr haldi og
upphaflega hafði verið vonazt til.
Búizt hafði verið við, að öllum
2500 pólítísku föngunum yrði
sleppt úr haldi, en nú hafa herfor-
ingjamir lýst því yfir, að mörgum
kommúnistum verði ekki sleppt að
svo stöddu.
Fá skipin / Suez-
skurði að sigla?
Dagblaðið A1 Ahram í Kairo, sem
er hálfopinbert málgagn egypzku
stjómarinnar, skýrði frá því f gær,
að egypzka ríkisstjórnin muni inn-
an tíðar skýrá sáttasemjara SÞ,
Gunnari Jarring, frá þvi, hvort skip
in 15, sem hafa verið innilokuð í
Súez-skurðinum síðan í 6 daga stríð
inu, geti fengið að sigla.
Blaðið heldur því fram, að æski-
legt sé, að skipin fari, bæði frá
pólitísku og tæknilegu sjónarmiði,
Aftur á móti sé erfitt að tryggja
öryggi vinnuflokka, sem hreinsa
ættu skurðinn, áður en skipin yrðu
látin sigla. .
Friðarnefnd páfans
til Hanoi?
Viðræður Johnsons Bandaríkja-
forseta við Pál páfa í Róm, rétt fyr-
ir jól, hafa valdið orðrómi um, aö
Vatikanið sendi brátt nefnd til Han-
oi. Hluverk nefndarinnar yrði að
kanna hvaða möguleika forseti N-
Vietnam, Ho Chi Minh, sér, til lykt-
ar striðinu í landinu. Slík nefnd
gæti farið til Hanoi í þelm opin-
bera tilgangi, að hún ætti aö lfta
eftir, hvemig farið er með banda-
ríska stríðsfanga, segja stjómmála-
fréttaritarar.