Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 3
VÍ'S'I’R. Fimmtudagur 28. desember 1968. Billy lygari (Hákon Waage) og kærustumar hans tvær: Anna Guðmundsdóttir og Guðrún Guð- laugsdóttir Amraan (Jónína Jónsdóttir) og mamman (Auður Guðmundsdóttir). Siguröur Skúlason og Guðrún Guölaugsdóttir í hlutverkum sínum. Leikstjórinn, Eyvindur Erlendsson, ræöir við þau Hákoi, Waage og Sigrúnu Bjömsdóttur. TTngir leikarar! Þetta virðist ^ hljóma eins og skammar- yrði í eyrum borgaranna--------- Ungt leikhús, nútímaleikhús, til- raunaleikhús ... allt saman stór- varasamt og heilsuspillandi! Félög ungra leikara hafa átt erfitt uppdráttar hér í Reykja- vík, hvernig sem á því stendur. „Leikhús æskunnar" datt upp fyrir, Gríma hefur barizt í bökk- um við lélega aðsókn í nokkur ár. Það má því kallast bjartsýni hjá ungu fólki, sem útskrifað- ist úr leiklistarskólum leikhús- anna I fyrra að opna enn tvö ,,ung leikhús" upp á náð eða ónáð almennings, annað I Tjarn- arbæ, hitt I Lindarbæ. ★ Myndsjáin er í dag með öðr- um þessum hópi. Leikflokkur litla sviðsins kalla þau sig og eru öll útskrifuð úr Þjóðleik- hússkólanum í vor sem leið. Þau byrjuðu starfsemina í haust með tveimur einþáttung- um af ólíku efni, ,.Yfirborðiö“ og „Dauði Bessie Smith". Kevin Palmer setti leikina á svið. Sýn- ingarnar urðu átta og aðsókn að þeim sæmileg, enda er flokk- urinn bjartsýnn á næsta verk- efni, sem frumsýna á nú I byrj- un janúar,. „Billy lýgari” eftir Keith Watérhouse og Willis Hall. Það var rétt fyrir jól, að við litum inn á Lindarbæ. Billy lyg- ari var I slæmri klípu á svið- inu, sem var víst ekki sú eina í leiknum. Allt út af kvennafari hans, hún ríður sannarlega ekki við einteyming í honum kven- semin honum Billy lygara, frek- ar en aðrir hans lestir. Hann er erfiður sonur og ótrúr elskhugi. Það er Hákon Waage, sem leik ur titilhlutverkið. Ástkonur hans af ýmsum gráðum leika þær Anna Guðmundsdóttir, Guörún Guölaugsdóttir og Sigrún-Björns dóttir. Móðurina leikur Auður Guðmundsdóttir, ömmuna Jón- ína Jónsdóttir, föðurinn Jón Gunnarsson. Sigurður Skúlason fer auk þess með hlutverk í leiknum, en hann hefur þýtt „Billy lygara“. ★ Leikstjórinn, Eyvindur Er- Iendsson, bregður upp nokkrum atriöum úr leiknum, þau eru endurtekin hvað eftir annað, eitt hvað mátti betur fara. Það vant- ar í þetta það og það, meira af þessari stemmningu eða hinni. Þannig er verið að snur- fusa og velta fyrir sér hlutunum allt fram undir frumsýningu. Þá er búið aö finna lausn á flestum vanda, ekki einu hugsanlegu Frh. á bls. 13. Billy lygari &i? " '* :' v • -*M*T>;Vt v »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.