Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 5
V í SIR. Fimmtudagur 28. desember 1968. Fögnum nýja árinu með heitum púns J^ú eru áramótin farin að nálg- ’ ast og fylgja þeim ekki færri boð og samkvæmi en á jólunum. Þó eru þessi sam- kvæmi að því leyti ólík jóla- boðunum, að í nær hverju húsi er borið fram eitthvað af á- fengum drykkjum, misjafnlega miklu og misjafnlega sterku eins og gengur. Okkur datt þvi í hug að birta nokkrar upp- skriftir af góðum og hæfilega sterkum púnsum, sem tilvaldir eru til aö bjóða gestum og heimafólki á gamlárskvöld. Fyrst ætlum við að birta upp- skrift af lítið áfengum sænskum drykk, sem er mjög hressandi með einhverju matarkyns. ÁRAMÓTAÖL 3 flöskur jólaöl (fæst hér í verzlunum) 3 flöskur pilsner 1 flaska Coco Cola eða appelsín 1 glas Madeira eða Sherry. Helliö köldum drykkjunum í stóra könnu og hrærið vel sam- an. Þessi drykkur er mjög góö- ur með smurðU brauöi og snitt- um. Og síðan eru hér nokkrir sterkari: KIRKJUVARÐARPÚNS Þetta er mjög góður púns, en munið, að púnsa má aldrei sjóða ij;:; heldur hita þar til þeir eru sjóð- heitir og bera síðan fram strax. 1 stór sítróna 6 negulnaglar l/2 1. ósykrað, veikt te % lb. sykur 1 flaska Red Bordeaux. Stingið negulnöglunum í sítr- ónusneiðarnar og bakið í ofni Kvenlegar og einfaldar hár- greiðslur fyrir gamlárskvöld Allar konur vilja líta sérlega vel út á gamlárskvöld, og klæð- ast þá sínu bezta skarti, gjarna síðum kjólum og nota við þá fegurstu og dýrustu skartgripi. Hárgreiðslan verður oft dálítið vandamál, en mörgum finnst að síðir kjólar útheimti mjög fast-! skorðaða hárgreiðslu. Uppsett hár með túberingyim og alls kyns lokkum sem kynstrum af hárlakki hefur verið úðað yfir er þar hvað algengast. í rauninni er það mikill mis- skilningur að hárgreiðslan þurfi endilega að vera hefðbundin og stílföst þó að notaðir séu síðir kjólar. Það er meira að segja alls ekki nauðsynlegt að nota hárlakk, fallegt vel hreint hár sem greitt er snyrtilega og laus- lega nælt, t. d. meö bandi, spennum eða kambi er ekki síður fallegt við þessa viðhafn- arkjóla. Það er eölilegra og und irstrikar miklu fremur en stíft og fastskorðaö hár þau kvenleg- heit sem fylgja síðu kjólunum. Auk þess er það staöreynd að .þessar sígildu uppgreiðslur, sem önnur hver íslenzk kona ber í samkvæmum eru orönar fremur fáséðar úti í hinum stóra heimi, og í staðinn eru komnar miklu einfaldari og eðlilegri greiðslur. Nú tíðkast ekki lengur að túbera hárið frá enninu, það er greitt slétt upp á hvirfilinn eða aftur f hnakka og þar taka við lokkar (t. d. slöngulokkar) eða fléttur. Lausu lokkarnir eru auðvitað þarfaþing þegar slíkar hár- greiðslur eru notaðar, en yfir-. leitt er mjög lítið hárlakk notað á þær. Að sjálfsögðu fer hár- greiðslan mikið eftir andlits- falli hverrar konu en lausu lokk- arnir búa yfir óendanlegum möguleikum á aö gera klæðileg- ar og fallegar hárgreiðslur. Hér á myndunum sjáum við fjórar hárgreiðslur, sem allar myndu vera fallegar við síða kjóla. Stóra fléttan er dálítið skemmtilega „gamaldags“. Perlubandi er fléttað með hár- inu og á enninu er einn lítill krullaður lokkur. Þessi greiðsla er mjög falleg t. d. viö flauelis- kjól en mvndi tæplega vera falleg með mjög þunnum kjól- um, t. d. úr silki eða siffoni. Aftur á móti er greiðslan með stóru slaufunni á hvirflinum til- valin við silkikjóla, og yrði fallegast ef slaufan væri úr sama efni og kjóllinn. Stutta, krullaða hárgreiðslan er mjög skemmtileg á þeim sem hafa fíngert andlit, en nauðsynlegt er að úða dálitlu hárlakki yfir lokkana, því að þeir verða aldr- ei fallegir ef þeir aflagast mik- ið. Aðalatriðið er að lokkarnir myndi fallegan, ávalan hnakka og séu síðan látnir liggja laust við eyrun og fram á enniö. Að lokum er svo mjög kvenleg og einföld hárgreiðsla, en þar er hárið tekið saman viö hnakkann og perlubandi fest svo að það myndi slaufu. Bezt að nota mjög létt perluband og má auð veldlega útbúa það sjálfur úr nokkrum gömlum festum. Eru perlurnar þræddar upp á mjúkt band og valdir saman fallegir litir sem eiga vel við litinn á hárinu og kjólnum sem klæözt er. þar til þær verða dökkbrúnar. Setjiö í pott meö teinu og sykr- inum og hræriö í. Bætið víninu út í, setjið lok á pottinn og hitið að suðu, Þegar hvít froða myndast á yfirborðinu er pott- urinn tekinn af hitanum og sítr- ónusneiðarnar kreistar lauslega og þá er drykkurinn tilbúinn. RIDDARAROMM 1 appelsína 12 negulnaglar 1 flaska Red Bordeaux 3 matskeiðar romm Stingiö negulnöglunum í appel- sínusneiðarnar og bakið í 30 mínútur. Hitiö Bordeaux vínið í potti og bætiö sykri og rommi út í. Látið appelsínusneiðamar fljóta ofan á þar til vínið er orðið sjóðheitt. DOKTORJOHNSON DRYKKUR 1 stór appelsína 12 negulnaglar 1 flaska Malmsey Madeira Örlítiö af engifer Apricot Brandy (eftir smekk) sykur (eftir smekk) 1 peli sjóðandi vatn. Bakið appelsínusneiöarnar með negulnöglunum eins og í næstu uppskrift á undan. Hitið vlniö og engiferkryddið og bætið í sykri ef vill. Látið appelsínu- sneiöarnar fljóta ofan á. Bætið sjóðandi vatni út í rétt áður en borið er fram. Setjið jólatréð í leik- grindina—ekki barnið Hvernig gengur ykkur að halda börnunum frá jólatrénu þessa dagana? Líklega ekki allt of vel og má mikið vera ef þau eru ekki þegar búin að henda því um koll eða eyði- leggja eitthvaö af jólakúlunum og skrautinul Þeir vilja oft vera þreytandi fyrir húsmóður- ina þessir dagar sem jólatréð stendur uppi, en öll börn sækja ákaflega í það sem skrautlegt er og þau minnstu eiga þaö til að stinga öllu upp i sig sem þau sjá, og getur það verið mjög hættulegt ef um er að ræða brothætt skraut, • t. d. jólakúlur. Margar konur taka það ráð að setja leikgrind barnsins inn i stofuna um jólin og hafa barn- ið í henni en til er annaö ráð sem er á allan hátt miklu hent- ugra. Það er að setja jólatréð inn í leikgrindina og leyfa barri- inu að leika sér fyrir utan. Þá getur það horft á jólatréð og gengiö í kringum það, án þess að ná til þess að henda þvf um koll eða taka skrautið af þvf. Þetta á þó aðeins við um jólatré sem ekki era mjög stór f sniðum. Þegar frændfólk- ið og vinafólkið kemur í heim- sókn með börnin er sjálfsagt að hafa leikgrindina utan um jólatréð og geta bömin þá leik- ið sér saman óhindruð á gölfínu í kring.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.