Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 16
■■■■m——«i—nnrm,^—■<——■——6**^ ■ - • *a» riHMnssmMBMMHHMMWMMinMMMmBMtEiitfBBiim Fundur síldursjómunnu: j VILJA FA AÐ SALTA Á MIÐUNUMj OG SELJA SÍLDINA ERLENDIS 1 VÍSIR SÍS selur ullurvörur fyrir 35 millj. kr. til Rússlunds Síðastliðinn þriðjudag var gengið í samningi við V/O Raznoexport Moskvu um kaup á 68.500 Heklu prjónapeysum og 35.400 Gefjunar ullarteppum til afgreiðslu á árinu .■068. Andvirði varanna nemur rúmlega 35 miljónum króna. Samn ’-'^gerð önnuðust Harry Fredrik- sen, framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambands ísl. samvinnufél laga og Ægir Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Mars Trading Co. Samtök síldarsjómanna héldu fund í Slysavam- afélagshúsinu á Granda- garði í gær. Var þar með al annars samþykkt á- skorun á ríkisstjórnina að leyfa söltun á síld á fjarlægum miðum og skipum verði gert fært að sigla beint af miðun- um með afla sinn til sölu erlendis. Reynsla undanfarins sumars hefur fært mönnum heim sann- inn um að eina Ieiðin til þess að stunda síldveiöarnar með ein hverjum ávinningi er að salta síldina úti á miðunum og eru margir síldveiðisjómenn óánægð ir með að það skyldi ekki vera leyft strax í vor, þegar síldar- vertíðin hófst. Fundurinn samþykkti enn- fremur að skora á stjórnir bæj- ar- og sveitarstjómarfélaga að taka fullt tillit til hinna miklu tekjulækkana sjómanna á þessu ári, og veiti þeim gjaldfrest á opinbemm gjö.ldum meö fullum réttindum. Ennfremur er þvi beint ti'l Alþingis að skattfrá- dráttur verði að aukast frá því, sem nú er. Þá telur fundurinn aö síldar- verð og annað fiskverð verði að hækka ekki minna en því, sem nemur gengislækkuninni. Loks lýsir fundurinn yfir undr un sinni á þeirri kröfu LÍÚ, að skiptakjör sjómanna verði lækk- uð, sérstaklega þegar haft er í huga, að kjör margra sjómanna hafa lækkð um helming frá síð- asta ári, vegna verðlækkana og aflabrests. Þá minnir fundurinn j á að helmingur af gengisbreyt- I ingarfénu af sjávarafurðum sé a eign sjómanna og eigi að greið- 1 ast þeim. s Frfmerki fyrir algengustu burðargjöld nær uppseld Ný frímerki gefin út 17. janúar n.k. degi þurfa að berast ásamt greiðslu fyrir 7. janúar 1968. Póst- og símamálastjórnin hefur tilkynnt útgáfu nýs frímerkis hinn 17. janúar. Þann dag koma út tvö blómamerki, 50 aura merki með mynd af vetrarblómi og 2.50 króna með mynd af brönugrasi. Þess má geta að öll 2.50 króna merkin eru nú uppseld á póststof- unni í Reykjavík og sennilega víð- ast úti á landi, auk þess sem frí- merki fyrir algengustu burðargjöld in, 4 og 5 krónu merkin munu af skornum skammti eftir jólapóstinn. Pantanir á afgreiðslu á útgáfu- TÍMI SKOTELDA FER í HÖND Ástæða er til að vara fólk við ógætilegri meðferð skotelda o.fl. í reglum varðandi áramótabrenn ur segir m. a.: Fyrir hverrl brennu skal standa ábyrgur aðiii, einstakl- ingur eða félagasamtök. Sækja skal skriflega um brennuleyfi til lög- reglustjóra. Gætt sé þess, að ekki sé sett í bálköstinn neitt það efni sem valdið gæti sprengingu t. d'. tilbúinn áburður og olíubrúsar. Tómar olíutunnur skulu standa opnar og tapparnir mega ekki vera skrúfaðir I tunnumar og ennfrem- ur verða þær að standa hæfilega langt frá sjálfum brennunum. Fleira stendur í reglum um ára- mótabrennur en við látum þessa upptalningu nægja að sinni, en nú fer brennutíminn I hönd og margt er að varast. Þess má geta að leyfi til sölu skotelda er á tímabil- inu 27. des. til 6. jan. en leyfin eru bundin ýmsum skijyrðum og fara nokkur þeirra hér á eftir: Algjört bann er við sölu svo- nefndra kfnverja. Gæta skal fyllstu varúðar við geymslu og afgreiðslu ekoteldanna. Óheimilt er aö selja skotelda bömum 6 ára og yngri og stóra flugelda yngri börnum en 16 ára. Óheimilt er að selja skot- elda sem eru eldri en tveggja ára. Og óheimilt er að reykja eða fara með opinn eld þar sem geymsla og afgreiðsla skotledanna fer fram. Áletrun á skoteldum skal vera á íslenzku og skulu umbúðir vera auðkenndar sérstökum aðvörunar límböndum eða á annan fullnægj- andi hátt Kaupmenn sem ætla að selja skotelda verða að sækja um sér- stakt leyfi til þess til slökkviliðs- stjóra en honum er heimilt að á- kveða hve miklar birgðir megi vera á hverjum sölustað og hvernig þeim skuli komið fyrir. Að lokum skal fólki bent á að fara varlega með skotelda af hin- um ýmsu gerðum og sérstaklega er ástæða til að vara unglinga og böm við svonefndum kfnverjum en af þeim hafa hlotizt slys sem kunn ugt er, sérstaklega hafa þeir vald- ið tjóni á heym þegar þeir hafa verið sprengdir nærri eyrum fólks. •••••••••••••••••••••••• Askenasí leikur einleik með Sinfoníuhljóm- sveitinni í kvöld Einleikari meö Sinfóníuhljóm sveitinni í kvöld er Vladimír Askenasí en sjöundu tónleikar hljómsveitarinnar eru í kvöld í Háskóiabíói og mun Róbert A. Ottósson stjóma. Á efnisskránni eru þrjú verk, forleikurinn Fingalshellir eftir Mendelsohn píanókonsert Mozarts I B-dúr K.V. 595, sem nú er fluttur i fyrsta sinn á íslandi og loks þriðji píanókonsert Beethovens f c-moll, en einleik i þessum tveim konsertum Ieikur Asken- así. Askenasí og kona hans, Þór- unn Jóhannsdóttir hafa dvalið hér á íslandi um jólin hjá skyld- fólki Þómnnar ásamt börnum þeirra hjóna. ••»••••••••••••••••••••• „Skólí fyrir skattgreiðendur#/: KENNA SKA TTÞEGM’M AÐ TELJA RÉTT FRAM Framtalseyðubl'óð á leiðinni — Hirðuleysi i framtali veldur vinnutapi skattyfirvalda — G6ð samvinna skatta- yfirvalda og skattþegna er grundvöllurinn fyrir réttri á- kvörðun skatta og gjalda, sagði ríkisskattstjóri, Sigur- björn Þorbjörnsson, á fundi með blaðamönnum í gær, en senn munu menn mega vænta framtalseyðublaðanna heim til sín. Ríkisskattanefndin hefur nú póstlagt skattgögn til flestra launagreiðenda, sem skráðir em hjá skattstjórum, en þeir em um 20 þúsund. Eiga þeir að vera búnir að skila sínum gögnum fullfrágengnum fyrir 20. jan. Árituð framtalseyðublöð, sem send verða einstaklingum og fé- lögum verða 95 þúsund og meg- inþorra þeirra á að skila fyrir 1. febrúar. Stefna skattyfirvalda er að hraða nú framlagningu skatt- skráa og verða frestveitingar mjög skomar við nögl, sagði rikisskattstjóri. * Meðal þeirra skattgagna, sem send verða út, eru launamiöa- fylgiskjöl send launagreiðend- um, en yfirvöld áætla, að þeim muni berast um 400 þúsund launamiöar fyrir 20. janúar. — Ríkisskattstjóri lagði á það mikla áherzlu, að menn vönd- uðu nú frágang framtals síns, því meö því myndi sparast mik- il vinna hjá skattyfirvöldum, sem myndi leiða til spamaðar í rekstri hjá þeim og þar með spamaðar fyrir landsmenn alla. Ef leiðrétta þyrfti eða afla upplýsinga um 10. hvern launa- miða, má áætla, að það tæki fulla dagvinnu 4 til 5 manna í heilt ár. „Þótt ekki væri um að ræða Framhald á bls. 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.