Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 28.12.1967, Blaðsíða 13
V1 S IR . Fimmtudagur 28. desember 1968. 13 Eiturlyfjarannsóknastofa Sameinuðu þjóðanna finnur upptök ólöglegrar eiturlyfjasölu jgiturlyfjarannsóknastofa Samein- uöu þjóðai.na í Genf hefur á síðustu tíu árum lagt fram mikils- verðan skerf í baráttunni gegn ó- löglegri eiturlyfjaverzlun með því aö beita vísindalegum rannsóknum í því skyni að komast fýrir, hvaöan það ópíum, hasjísj og heróín kem- ur, sem gert er upptækt. Getur rannsóknastofan einnig stuðlað að þv£ að draga úr misnotkun þeirra lyfja, sem lúta ekki sem stendur reglum alþjóðlegra sáttmála, svo sem örvandi og róandi lyfja, svefn- lyfja eða lyfja sem valda ofskynj- unum? Ymprað er á þessari spurningu í síðasta hefti af eiturlyfjatímariti Sameinuðu þjóðanna, „Bulletin of Nracotics" (Vol. XIX, No. 3). Rannsóknastofan í Genf var sett á laggimar um miðjan síðasta ára- tug, svo að hægt væri að kanna landfræðileg upptök ópíums sem selt var með ólöglegum hætti. Ópí- um'er ræktuð afurð og hefur eðlis- fræðilegan og efnafræðilegan eig- Afhugasemd um fræðimannanöldur // Hr. ritstjóri: TTm leið og ég þakka fyrir rit- dóm um bók mina Eld í æð- um í Vísi 20. desember langar mig að koma á framfæri smá at- hugasemd. Aö vísu er ég mótfall- inn þv£ sem höfundur að svara orðum gagnrýnanda, það er fyrst og fremst verk Iesendanna að bera ritdóm saman við sjálfa bókina og ætla ég á engan hátt að fara inn á það svið. Það er aðeins þessi ummæli nndir lok greinarinnar, sem ég vildi gera athugasemd við: „Svo er hann (Þorsteinn) ekki með fræðimannanöldur um rikis- aðstoð og Visindasjóð. Hann gerir hlutina einfaldlega án vifilengja og mættu margir af honum læra.“ Hér er komið inn á viðkvæmt vandamál með okkar íslenzku þjóð. Það er að vísu rétt, að ég hef komizt af, vegna þess, að sagn- fræðilegar bækur mínar hafa náð óvenjulega mikilli sölu, en þrátt fyrir það hefur mér reynzt ómögu- legt að láta endana ná saman og orðið að hafa aukastörf og þó lif- að mjög knappt og orðið að neita mér og fjölskyldu minni um margt. Það er að vísu rótt, að ég hef ekkert verið að kvarta, né sótt um styrki. En þetta hefur gefið mér nokkra hugmynd um. hvemig að- staða íslenzkra sagnfræðinga er, ef sala á bókum þeirra nær aðeins meðallagi. Það gefur auga leið að aðstaða þeirra er ekki öfundsverö í okkar litla þjóðfélagi. Hlutverk sagnfræðinga er ó- heyrilega vanmetið hér á landi. Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld hafa fengið viðurkenningu og þeir sem mestu áliti hafa náð komast jafnvel á stór heiðurslaun. Þetta hefur oft verið röksijutt með því, að Islendingar séu bókmenntaþjóö og er oft vísað til fornbókmennta okkar. En það gleymist þá, að forn bókmenntir okkar voru fyrst og fremst sagnfræði. Frægð Snorra Sturlusonar byggist fvrst og fremst á þvf að hann varðveitti þjóða- sögu Norðurlanda. Ég tel það með öllu ósæmandi, að skáld og listamenn einir sitji að opinberum heiðurslaunum, en sagnfræðingar séu þar settir hjá. í hópi íslenzkra sagnfræðinga em menn komnir á efri ár, sem eiga vissulega slíkan heiður skilið. Og það er engin lausn fyrir þá í kröpp um kjörum, að veita þeim kenn- araembætti eða bókavaröar- embætti. 1 þessu sambandi ber að virða það, að einstakar stofnanir hafa lagt fram styrki til sagnaritunar. // Kemur mér þar fyrst og fremst í huga sú merkilega ákvörðun Seðla- banka íslands að veita fjárframlag til ritunar sögu Tryggva Gunnars- sonar. Ef nægur tími er veittur og ekkert til sparað aö gera þá útgáfu sem ýtariegasta og bezta, Pr þar um að ræða undirstöðu- verk í íslenzkri síðari tíma sagn- fræði og er Seðlabankanum meiri heiður að framlagi i þá átt, en að ýmsum þeim yfirborðskenndu snobb-gjöfum, sem sumar stofnan- ir og enda Seðlabankinn sjálfur hafa gert sig seka um. Sama máli gegnir um þá. ákyörðup Verzlunarn ráðs íslands að veita framlag til að rita Islenzka verzlunarsögu í kringum aldamótin 1800. Þar er Iíka um að ræða merkilegt undir- stöðuverk í íslenzkri sagnfræði sem er þeirri stofnun til sannari heiðurs en ýmislegt annaö, sem kostnaður hefur verið lagður £ og grunar mig þó, að það dragi úr heiðrinum, að framlagið er þar skorið við nögl meðan stórsumm- um er kastað í tóma vitleysu. Fleira mætti nefna, en ég læt hér staðar numiö. Aðalatriðið er, að það er ósæmandi fyrir þjóð okkar, sem frá upphafi alda hefur fyrst og fremst verið sagnfræðiþjóð, hvernig hún býr á öld fjármagns- ins að stórum áhugahppi sagn- fræðinga sinna. Þorsteinn Thorarensen. inleika, sem eru ólíkir og háðir þvi hvar jurtin vex. Aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna sem rækta ópíum, hafa því sent rannsóknastofunni sýnishorn, sem eru efnagreind og höfð til saman- burðar, þegar ólöglegar birgðir eru "gerðar upptækar. Ennfremur út- nefna fyrrtalin lönd vísindamenn, sem starfa með rannsóknastofunni og sjá Sameinuðu þjóðunum fyrir upplýsingum um eiturlyfjaverzlun- ina. Sameinuðu þjóðimar veita svo fyrir sitt leyti tæknilega aðstoð £ baráttunni við smygl og ólöglega verzlun. 900 ÓPÍUMSÝNISHORN Fram til þessa hafa aðildarríkin sent rannsóknastofunni um 780 svo nefnd ófölsuð óspíumsýnishom, þ. e. a. s. ópíum sem stjómarvöld i hverju landi vita með vissu hvaöan er upprunnið. Þar sem hluti þess- ara sending'a er í mörgum pörtum, er fjöldi sýnishornanna yfir 900 talsins. Enn berast sendingar. Það eru einkum Mið-Austurlönd og Suð austur-Asía sem em ekki fyllilega „kortlögö“. Jafnskjótt og tollgæzlan eða lög- reglan finnur ólöglegt ópíum, getur hlutaðeigandi land sent sýnishom af því til rannsóknastofunar * Genf, sem síöar ber það saman við öll þau ósviknu sýnishom sem hún hefur yfir að ráða. Nú er til efna- greiningaraöferð, að nokkru fundin upp í Júgóslavíu og að nokkru í rannsóknastofu Sameinuðu þjóð- anna, sem er bæði einföld og fljót- virk. Öll sýnishorn em sett inn f kerfi gataspjalda, sem gerir ná- kvæman samanburð framkvæman- legan. synishorn frá NORÐURLÖNDUM Nokkru eftir að rannsóknastofan hafði byrjað rannsóknir sínar á ópíum, afréð eiturlyfjanefnd Sam- einhðu þjóðanna að snúa sér einn- ig að hinu alvarlega hasjísj-vanda- máli sem hrjáir mörg lönd. Þessi starfsemi er í stómm dráttum rek- in með sama hætti og ópíum-rann- sóknimar. Löndin senda inn sýn- ishom af hampi, sem ræktað- ur er þar, og rannsókna- stofan tekur að sér saman- burð á þessum sýnishomum og hasjísj sem gert hefur verið upp- tækt. Danmörk og Svíþjóð em með- al þeirra mörgu landa sem sent hafa sýnishorn til efnagreiningar. í eiturlyfjanefndinni hefur verið lagt til, að reynt verði að finna aðferð til að hafa upp á þeim sem misnota hasjísj, einkum í sambandi viö umferðarslys. í rannsóknastof- um slíkra ríkja, sem eiga samvinnu við rannsóknastofu Sameinuðu þjóð anna, er nú verið að gera rann- sóknir I því skyni að þekkja canna- bis (indverskan hamp) í vökvum líkamans. HERÓÍN-RANNSÓKNIR ERFIÐARI Rannsóknastofu Saméinuðu þjóð anna hefur einnig verið fálið, géti hún annað þvi, að kanna uppraria heróíns sem gért er upptækt. Þar sem' hér er um að ræða verksmiðju unnið lyf úr ópium verður vérkefnið mun erfiðara. Ólöglegt heróin hef- ur þó oft að geyma óhreinindi sem auðvélda efnagreiningarsaman burð. Þar sem rannsóknastofan hefur þessa stundina meira aðkall- andi verkefni, hafa heróín-rann- sóknimar orðið að sitja á hakan- um í bili. í staöinn hefur rann- sóknastofan byrjað tilraunir með að þekkja og greina önnur eiturlyf, til dæmis svonefnd ofskynjanafrjó, kvalastillandi lyf og örvandi lyf. Misnotkun' eiturlyfja hefur tekið vemlegum breytingum á síðustu ár um. Æ fleiri lyf koma á markað- inn, em misnotuð og ganga kaup- um og sölum ólöglega. Flest þeirra falla ekki undir ákvæöi hins al- þjóðlega eiturlyfjasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Þörf er á enn ein- beittari og umfangsmeiri rannsókn- um, og þar _,etur reynslan, sem fengizt hefur I rannsóknastofu Sam einuðu þjóðanna, komið að miklum notum, segir í lok greinarinnar i eiturlyfjatímariti samtakanna. Veðskuldabréf Er kaupandi, nú þegar, að ríkistryggðum veðskulda- bréfum. Tilboð, er greini magn, tegund og afföll, sendist augl.- deild Vísis, merkt „Veðskuldabréf“. Myndsjá — Framhald af bls. 3. lausnina, heldur eina af þúsund. Það er enginn kominn til að segja „svona á að leika þetta“, þó að það megi blessast að leika þetta svona. Þetta á ekki sízt við um ungt fjlk f leikhúsi, sem verður aö fálma sig áfran1!. Það er opiö fyrir hlutunum, rekur sig á og reynir aftur. Billy lygari var framsýndur á Cambridge-leikhúsinu í Lond- on 13. seþtember 1960 og gekk þar í 15 mánuði. Það hefur orð- ið fleiram ungum leikumm freisting að fást við verkið en Leikflokki litla sviðsins. Svip- aður hópur í Kaupmannahöfn tók hann til meðferð^r og hlaut af því góðan orðstír, að þvi er sagt er. Billy lygari hefur auk þess verið kvikmyndaður og höfund- ar sömdu sjálfir kvikmynda- handrft. Næst ætlar Leikflokkur litla sviðsins að taka fyrir nýtt ís- lenzkt leikrit eftir Odd Bjöms- són og em æfingar þegar hafn- ar á því. ★ STJÖRNULJÓS ★ FLUGELDAR ★ FLJÚGANDI DISKAR ★ BLYS (15 tegundir) ★ ÝLUBLYS ★ FALLHLÍFARBLYS ★ REYKKÚLUR ★ • • STJÖRNUREGN LANGHOLTSVEGI 128 Sími 34300

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.