Vísir - 04.01.1968, Side 9

Vísir - 04.01.1968, Side 9
VISIR . Fimmtudagur 4. janúar 1968. 9 m^A Keðjur, snjóhjólbarð- ar eða „nagladekk44? V'isir leitar álits trýggingamanna og noílkurra annarra manna um, hvaða öryggisbúnað þeir telji nægilegan fyrir bifreibina / hálku 1\|jög eru skiptar skoðanir manna á því hvaða ör- yggisútbúnaður sé nægjanlegur á bifreiðum f hálku, en svo- nefndir snjónaglar, (sem reyndar eru smíðaðir úr harð- máhni), hafa verið mjög um- deildlr og stafar það að mestu vegna þess tjóns sem álitið er aö þeir valdi á malbikuðum og steyptum götum. Einnig er álitið aö snjókeðjur valdi miklu tjóni á malbikuðum og búnaði er nægjanlegur til akst- urs í hvaöa akstursskilyrðum sem eru. Bezt tel ég vera aö hafa gaddakeðjur á „drifhjólum" (að aftan á flestum tegundum bifreiða) en nagla-hjólbaröa með „snjómynstri“ á hinum (að framan). Ég tel negldir hjólbarðar með snjómynstri séu til mikilla bóta. Nagladekkin virðast betri en venjulegir hjólbarðar, en borgaramir verða að borga viðgerðir á eyðilögðum götum. enda sé ekið miðaö við aðstæð- ur. Bruno Hjaltested, fulltrúi Samvinnutrygginga: í blautum snjó eru keðjur öruggasta vörnin gegn hálkunni. Þegar snjór er þurr nægja venjuleg snjódekk, en á gler- hálku, eða þegar snjóað hefur ofan á svelllag, henta negld snjódekk bezt. Þar sem allar þessar tegundir hálku geta myndazt hér á landi á einum og sama sólarhring verður maður að velja þann ör- yggisútbúnað sem bæði er þægilegastur og um leiö hvaö öruggastur. Svar mitt er því þaö, að und- ir flestum kringumstæðum eru negld snjódekk á öllum hjólum bifreiðarinnar öruggasta og þægilegasta vörnin sem við eig- um völ á gegn hálkunni. Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Hjólbarð- ans h.f., Laugavegi 178: Þau öryggistæki sem til eru gegn hálku eru snjóhjólbarðar, snjónaglar og keðjur. Neytendur þessara öryggistækja segja okk- ur rrtjög vel hvað bezt reynist, þar sem á að gizka 90% bif- reiöa í notkun að vetri til eru á snjóhjólbörðum með snjó- nöglum. Því segi ég aö það séu beztu öryggistæki sem nú eru fáanleg til aksturs í hálku. Mörg ummælanna benda til þess, að keðjur skipti ekki svo miklu máll. steyptum götum, en hins vegar mun enginn álíta að „snjó- mynstraðir“ hjólbarðar skemmi götumar. Vísir hefur nú leitaö álits nokkurra manna, sem sennilegt er að hafi kynnt sér þessi mál öðrum fremur og spurt þá alla sömu spumingarinnar, en það skal viðurkennt, að erfitt reynd- ist að orða spurninguna í stuttu máli á þann hátt, að hún gæfi ekki of marga möguleika til svara, en eftirtalin svör voru öll fúslega í té látin og þakkar blaöiö þeim mönnum sem gáfu þau: Spurningin hljóðar svo: HVAÐA ÖRYGGISÚTBÚN- AÐ -TELJIÐ ÞÉR NÆGILEGAN Á BÍLINN í HÁLKU? Björn Jensson, n deildarstjóri í Tryggingu h.f.: Möguleikar: 1. gaddakeðjur, 2. sléttar keðjur, 3. negldir hjólbaröar með „snjómynstri“ 4. ónegldir hiólbaröar með „snjómynstri", Enginn af ofangreindum út- Ingi Ú. Magnússon, ólafur B. Thors, gatnamálastjóri Reykjavíkur- borgar: Ég tel að í flestum tilfellum séu góð snjódekk NÆGJAN- LEG innan borgarsvæöisins, deildarstjóri hjá Almennum tryggingum h.f.: Ég tel að negldir snjóhjól- baröar, á öllum hjólum bifreiö- arinnar, séu í flestum tilvikum nægilegur öryggisútbúnaður og tek þann útbúnað framyfir ýms- an annan vegna þess, aö auð- velt er að aka með hann yfir vetrarmánuöina, þannig að hann er fyrir hendi ef hálka myndast sl.yndilega. Hins vegar eru óslitnar keöj- ur f sumum tilvikum betri ör- yggisútbúnaður, en ókosturinn viö þær er sá, að menn láta oft undir höfuð leggjast að setja þær nægilega fljótt á. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri:1 A fundi sem borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, hélt með blaöamönnum í desember- sl. komst hann svo að orði: „Reynsla Strætisvagna Reykjavíkur tíu undanfarin ár, eða síðan þeir tóku í notkun snjóhjólbarða, sýnir að frá ör- yggislegu sjónarmiði er það ör- uggara að nota snjóhjólbaröa en keöjur“. Runólfur Þorgeirsson, deildarstjóri f „Sjóvá“: Það var haft eftir Runólfi Þorgeirssyni, deildarstjóra hjá „Sjóvá“, (en þar eru strætis- vagnamir tryggðir), hér í blað inu um daginn að tryggingafé- lagið hafi síður en svo þurft að kvarta yfir því að strætis- vagnamir skuli ekki aka á keöjum. end- hafi „Sjóvá" ekki farið fram á að þeir geröu þaö og hafi tryggingaiögjöld vagn- anna lækkað á undanförnum árum, hlutfallslega, miðaö við aðrar tryggingar. Ennfremur er þaö haft eftir Runólfi, að hann telji það mikilvægara aö stræt isvagnamir aki á snjóhjólbörð um allan veturinn og séu þann- ig undirbúnir ef þálku gerir, heldur en að þeir ækju á venju legum hjólböröum og haft væri í huja að setja á þá keöjur þeg ar hálku geröi. Flestir árekstr- ar yrðu þejar hálku gerði og þá væru strætisvagnarnir við henni búnir vegna snjóhjólbarö anna. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR: í svipaöan streng tók Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR en tók það fram ,að akstur á snjó hjólböröum viö breytileg skil- yröi, krefðist sérstakrar að- gæzlu ökumanns og væri í viss- um tilvikum vandasamur. Enn- f: .mur sagði Eiríkur, að það væru ekki erfiðleikarnir viö keðjunotkunina sem valdiö hefðu þeirri þróun að strætis- vagnarnir ækju nú á snjóhjól- börðum, heldur sú staðreynd, að slysum og skemmdum á ökutækjum hefði fækkaö til- tölulega síðan þeir voru teknir i notkun. Hvaða

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.