Vísir - 10.01.1968, Síða 5

Vísir - 10.01.1968, Síða 5
V1SIR. Mtðvikndagar 10. janúar 1968. 5 f—-Listir-Bækur-Menningarmál KVIKMYNDIR 1967 • SPJALLAÐ UM NOKKRAR KVIKMYNDIR, SEM VÖKTU ATHYGLI ERLENDIS Á SIÐASTA ÁRI □ Þaö er leitt til þess að vita hversu afskipt kvikmyndalist- in hefur verið í íslenzku menn- ingarlífi, þótt nú líti út fyrir, að augu manna séu að opnast og þröngsýni og vonleysi að vikja. Erfitt er fyrir íslendinga að fylgjast með því nýjasta, sem er að gerast i kvikmyndalist úti í heimi. Kvikmyndaþættir blaða og gagnrýni þeirra ber þess oft vitni, að greinarnar eru hripaðar niður í dagsins önn — stundum af mönnum, sem kannski vilja vel en vita ekki betur. Þótt kvikmyndaframleiðsla hafi dregizt nokkuð saman i heiminum á undanfömum ár- um fyrir áhrif frá sjónvarpi og öðrum fjölmiðlunartækjum, er óvíst að listm sjálf hafi séð betri tíma. Úti i löndum hafa gagnrýnendur borið saman bækur sínar til að útnefna þær myndir, sem hæst bar á liðnu ári. Að visu eru niðurstöður siikra skoðanakannana ekki samhljóða, en þó má mikið af þeim marka. Áttunda janúar var í banda- riska timaritinu „Newsweek" grein um tfu beztu kvikmynd- ir ársins, og er það athyglis- vert, að einungis tvær hinna beztu era bandarískar. Á hinum Norðurlöndunum stendur kvikmyndagerð með talsverðum blóma, einkum þó i Sviþjóð, en þar ber hæst mynd- ina „Elvira Madigan“ ,sem „Newsweek" telur í hópi hinna tíu beztu. □ „Elvira Madigan" er byggð á raunveralegum atburðum, sem gerðust á árinu 1889, þegar greifirm Sixten Sparre, lautin- ant i sænska riddaraliðinu, skaut sjálfan sig og ástmey sfna, hina fögra Elvira Madig- ian, sem hét f rauninni Hedvig Jensen. (Le Salnt eontre...) Stjómandi: Christian Jacque Myndataka: Pierre Petit. Handrit: Christian Jacque og Jean jerry eftir sögu Leslie Charteris. Aðalhlutverk: Jean Marais, Jess Hahn, Henri Virlogeux Daniele Evenou o.fl. Frönsk, enskt tal, íslenzkur texti. Hafnarfjarðarbió. 1 þessari mynd er „Dýrling- urinn'* enski sárt leikinn .Hann er látinn búa i kastala f skozku hálöndunum íklæddur „pínu- pilsi", drepandi tímann við að fleygja skutlum í eftirlíkingu af lögregluþjóni. Jean Marais, aldursforseti kvikmyndaelpkhuga, „leikur" Dýrlinginn, og er sú persóna nú orðin að fínum glæpamanni, sem flækist inn i mál kollega síns, sem hefur prettað allar helztu leyniþjónustur heims með því að selja þeim sama leyndarmálið, sem reyndar er þvættingur einn. Það sem helzt má finna þess ari mynd til ágætis er hversu Sixten Sparre var kvæntur maður, þegar hann varð ást- fanginn af Elviru Madigan, sem var línudansari í sirkus. Hann gerðist liðihlaupi úr hernum, en hún flýði/með honum til Dan- merkur, þar sem þau dvöldu um tíma, unz þau tóku þá á- kvörðun að fylgiast að í dauð- ann. Orson Welles og Jeanne Moreau í „Falstaff". Aðalleikendurnir eru Thommy Berggren sem fædd- ur er í Gautaborg 1937, og Pia Degermark, sem er aðeins 17 ára gömul skólastúlka. Hún hlaut „Gullpálmann' í Cannes fyrir leik sinn. Bo Wlderberg stjómaði myndinni, en kvik- mvndatöku annaðist Jörgen Persson. Sumir gagnrýnendur hafa jafnvel gengið svo langt að segja, að aldrei hafi verið tekin fallegri mynd í litum. □ „Falstaff" eða „Miðnætur- ómar“ (Chimes at Midnight) heitir mynd eftir Orson Well- es. Hann tekur saman kafla úr leikritum Shakespeares, sem fjalla um dánumanninn Falstaff. Brezkl gagnrýnandinn 1 Gor- don Gov ítígir í mafhefti „Films and Filming": „Þegar „Citizen Kane“ (fyrsta mynd Welles ’41) kom fram var ég viss í niinni sök — en þegar árin liðu fór ég að efast lítið eitt, þótt nú sé ég aftur fullviss um — að aldrei hefur verið uppi í kvik- sjúkleg, „sick“, fyndnin er, þótt sumir af hinum örfáu áhorfend um virtust vera í vafa um, hvort uppátækin á tjaldinu væru í gamni ellegar alvöra. Myndin er sæmilega gerð a.m. k. ekki lakari en ítölsk-amerísk eða þýzk framleiðsla af þessu tagi er vön að vera, en samt er það von mín að hún gangi ekki lengi úr þessu, því að Hafn arfjarðarbió á von á myndum í öðram og betri gæðaflokki. Ber þar fyrst að nefna „Elvira Madigan”, fyrstu lit- mynd Bo Widerberg, sem hef- ur hlotið mikla viðurkenningu víða um lönd. Pia Degermark, sem leikur titilhlutverkið, hlaut „Gullpálmann“ á kvikmynda- hátíðinni í Cannes, og banda- ríska tímaritiö „Newsweek" kjöri myndina eina af tíu beztu myndum ársins 1967. Einnig er væntanleg „Prin- sessan" eftir hinn ágæta stjórn- anda Áke Falck, en mynd hans „Brúðkaupsnóttin“ var sýnd fyrir nokkru í Austurbæjarbíói, með Jarl Kulle í aðalhlutverki. Þráinn. myndaheiminum meiri maður (en Orson Welles). „Miðnætur ómar“ er meistaraverk." Myndina geröi Welles á Spáni, því að hann hefur sjaldn- ast haft fullar hendur fjár. Leikendur eru auk hans t. d. Keith Baxter, John Gielgud, Jeanne Moreau, lafði Margaret Rutherford o. fl. Því miður hefur þessi mynd ekki hlotið sérstaka aðsókn, því að kúnnamir kjósa Shake- speare í litum — með Burton og Taylor í aðalhlutverkum, ef hægt er. □ „Ódysseifur“ heitir kvik- mynd eftir samnefndri sögu írans James Joyce, en það er höfundur, sem flestir þekkja en fáir lesa. Ef til vill svipar stílbragði Guðbergs Bergssonar talsvert til hans, svo að það ætti aö gefa nokkra hugmynd um, að þama er um óvenjulegt verk að ræða. Gagnrýnendur voru langt frá því að vera á einu máli um á- gæti myndarinnar. Einn, sem kallar ekki allt ömmu sína, lýsti því yfir að meira klám hefði hann aldrei heyrt. „Bonny og Clyde“. Stjórnandi myndarinnar er Joseph Strick, en aöalhlutverk- in leika Barbara Jefford og Milo O’Shea. □ „Stórborgin“ nefnist mynd eftir Indverjann Satyjit Ray, sem er lítt þekktur hér á landi, þótt sumir muni kannast við. „Apú:trílógíu“ hans. Hann er fæddur 1922 og er nú meðal frægustu kvikmyndastjóra í heimi. „Stórborgin“ fjallar um hjón frá Kalkútta, Eiginmaöur- inn missir atvinnu sína í bank- anum, en eiginkonu hans geqg- ur mjög vel í starfi sínu, sem er að ganga hús úr húsi og selja prjónavélar. Hamingju þeirra er stefnt í voða, en Ray hefur alla þræði myndarinnar í hendi sér. □ „Bonny og CIyde“ var kjör- in bezta mynd ársins af banda- rískum kvikmyndagagnrýnend um, og fékk þar aö auki verð- laun fyrir bezta kvikmynda- handritið og beztan leik 1 auka- hlutverki. Framleiðandi myndarinnar er Warren Beatty, og hann leik- ur einnig aðalhlutverkið. Hann byrjaöi að leika i venjulegum Hollywood-glansmvndum, en venti sínu kvæði í kross og er nú í flokki þeirra, sem koma með nýjar hugmyndir inn í bandariska kvikmyndagerð. Þess má geta, að Warren Beatty er bróðir grínleikkon- unnar Shirley MacLaine, sem margir kvikmyndahúsgestir telja gassalega skemmtilega. Bonny og Clyde voru glæpa- hjú í Bandaríkjunum fyrir nokkrum áratugum. Þau sér- hæfðu sig í vopnuðum ■ ránum, en voru aö lokum skotin til bana í viðureign við lögregluna. □ Hér hafa verið taldar upp fimm myndir, sem fram komu á síðasta ári og vöktu verð- skuldaða athygli — nær lagi (The spy who came in from the cold). Stjórnandi: Martin Ritt. Tónlist: Sol Kaplan. Aðalhlutverk: Richard Burton Clarie Bloom, Oscar Wemer, Peter van Eyck. Cyril Cusack, Michael Hord- em, Bemhard Lee o.fl. Frá Paramount, gerð eftir samnefndri sögu John le Carré. Islenzkur texti. Háskóla- bíó. Leam- (Richard Burton) er brezkur njósnari í Þýzkalandi. Hann er kallaöur heim og yfir- maður Hans (Cyril Cusack) á- kveöur að fela honum enn eitt verkefni, áður en hann fær „aö koma inn úr kuldanum". Söguþráöur myndarinnar er allflókinn og botn fæst' ekki í málin fyrr en á síðustu mínút- unum. Skáldsagan sem myndin er gerð eftir hefur hlotið miklar vinsældir og þykir lýsa heimi njó ?. af meira raunsæi en aðr ar bækur. Ekki treysti ég mér til að skera úr um þaö atriði, en merkilegt er, að helzta verk efni þeirra tveggja leyniþjónusta sem koma viö sögu virðist ekki vera að komast yfir ríkisleyndar mál, heldur að njósna um njósnastarfsemina sjálfa. Stjórnandi myndarinnar er Martin Ritt, fimmtugur Banda- ríkjamaður. Hann hefur stjóm- að um fimmtán myndum síðan 1956 og nýtur núorðiö allmikils álits. ” .argir muna sennilega eftir mynd hans „Hud“ sem sýnd var einmitt í Háskólabíói- fyrir nokkru meö Paul Newman í aðalhlutverki. Myndin er ekki í litum, og enginn glansmyndabragur á henni. Stjórnandanum tekst r :a vel að ná hinni ömurlegu stemmningu, sem bókin lýsir, og eru aðferðii; hans hinar hefði sennilega verið að telja upp fimmtíu. Kvikmyndir frá austantjaldslöndum hefur ekki verið minnzt á, þótt kvik- mýndalist þeirra standi á háu stigi — það lítur út fyrir að vera tómt mál að tala um þær, því að þær fást sjaldan sýndar hér. En það er sanngjöm krafa þeirra, sem sækja kvikmynda- hús, að reynt verði í framtíð- inni að vanda val kvikmynda og hafa þaö fjölbreyttara, svo aö hægt veröi að kynnast mark- verðum myndum frá ýmsum þjóðlöndum af öðru en afspum einni. athygíisverðustu. Atriðin eru oft byggð upp á löngum tökum og myndavélin er mjög hreyf- anleg. Myndin er yfirleitt mjög vel leikin, stóru stjörnumar skila hlutverkum sínum með prýöi, en bezt stóöu sig kannski þeir, sem fóru með smærri hlutverk: Michael Horden í hlutv. Ashe, Cyril Cusack sem yfirmaður Leyniþjónustunnar og Peter van Eyck sem Mundt. Meö myndinni er íslenzkur skýringartexti, en mönnum hef ur verið tíðrætt um þá fram- för að setja texta á þær mynd- ir sem hingað koma. Aö vísu er það fáheyrö ósvífni að hækka verð aögöngumiða fyrir bragöið, því að aukin aðsókn á að borga textann. En texti: ' við „Njósnarann” er ekki fimm aura virði, því að forkastanlegri hrákasmið er vart hægt að hugsa sér. Þaö ætti aö nægja að nefna tvö dæmi um fráleita þýðingu á enskum oröum: „pheasant" var þýtt bóndi, en réttari útlegging væri fasani, og „expediency“ var þýtt sem þörf. En h .-að um það þá er góð til breyting að sjá þessa mynd I Há- skólabíói í staðinn fyrir gaman- myndasyrpuna og vælukjóa- myndirnar í öðrum bfóum. Það er fullmikil helgislepja að voga sér ekki að bjóða upp á neitt nema góöa og blíöa gamansemi á jólum Þess má geta, að sýnt var úr næstu mynd Háskólabíós, en það'er „Accident", nýjasta verk Loseys, sem er þekktur hér fyrir myndir sínar „Þjónn- inn“ og „Modesty Blaise“. Það er „thyglisvert framtak, ef þessi mynd verður fengin hingaö inn an tíöar: Þráinn. Dýrlingurinn Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.