Vísir - 10.01.1968, Síða 8

Vísir - 10.01.1968, Síða 8
8 V I K i R . Miúvikudagiu' 10. jamiar lötíö. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson % Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Skip — fleiri skip j»að hlakkar heldur betur í Þjóðviljanum og Tíman- um, þegar þrettán mönnum er sagt upp starfi í skipá- smíðastöð Stálvíkur. Þá eru birtar stórar myndir á forsíðu. Þessum blöðum ferst, því að það er alkunn staðreynd, að menn héldu að sér höndum á vinstri- stjómartímanum og stofnuðu ekki skipasmíðastöðv- ar eins og Stálvík. Ef til vill geta þessi blöð upplýst, hve miklar stálskipasmíðar voru á íslandi á þeim ár- um! Á viðreisnartímabilinu er fyrst farið að „leggja kjöl- inn“ að þessari iðngrein, stálskipasmíði, í landinu. Og svo ævintýraleg hefur uppbyggingin orðið, að nú er fyrirhugað að byggja tvö strandferðaskip á Akureyri. Mörgum glæsilegum stálfiskiskipum hefur verið hleypt af stokkunum á undanfömum árum. Og mikil framleiðslugeta hefur skapazt í þessari iðngrein. Allt hefur þetta gerzt á fáum ámm. Hins vegar hefur svo alvarlega hallað undan fæti í sjávarútvegi, að í bili em menn hræddir við að leggja út í frekari fiskiskipakaup. Og þá hlakkar í Þjóðvilj- Rum og Tímanum: ,Það vantar verkefni, — vantai verkefni. Allt er þetta ríkisstjóminni að kenna!‘ Þeir, sem fylgzt hafa með áhuga og dugnaði ríkis- stjómarinnar í aðstoð við uppbyggingu skipasmíða hér á landi, em vissir um, að fljótt muni að því koma, þótt Stálvík hafi í bili þurft-að segja upp þrettán mönn um, — að ekki áðeins þrettán menn verði ráðnir að nýju, heldur miklu fleiri. " _ Stjómarandstöðublöðin segja, að ríkisstjórnin vilji bara erlendar skipasmíðar og útlendan iðnað. Rétt er, að ríkisstjórnin studdi útgerðarmenn og sjónjenn í að kaupa erlendis frá fiskiskip, þegar ekki var hægt að smíða stálskip hérlendis. En það er eitt af mikilvæg- ari verkum viðreisnartímabilsins, að ríkisstjórnin studdi af alhug viðleitnina til að koma upp innlendri stálskipasmíði. Vita þeir gerst, sem í þessu hafa stað- ið, hve miklir hollvinir þessa nýja framtaks þeir hafa verið, iðnaðarmálaráðherra og sjávarútvegsmálaráð- herra. Iðnaðarmálaráðherra hefur sí og æ vakið athygli á, hve miklir framtaksmenn hafa verið að verki við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar. Erfiðleikamir hafa alltaf blasað við þessari ungu iðngrein. Eins hef- ur það verið með íslenzkan veiðarfæraiðnað, sem iðn- aðarmálaráðherra hefur lagt sig í líma við að styðja, — gegn stjómarandstöðu og jafnvel gegn eigin flokks mönnum. Svo hlakkar í pólitískum hröfnum, þegar erfiðleik- amir virðast ætla að verða meiri, en við verði ráðið. En það verður ekki síðasta orðið í þessum málum. Bjartsýnir menn hafa trú á framþróun skipasmíða á íslandi. Yiðræður Bowles og Sihanouks prins þjóðhöfðingja Kambodiu Chester Bowles, ambassador Bandaríkjanna f Indlandi, kom í fyrradag til Kambódíu, til við- ræðna vift Sihanouk prins, þjöð- höfðingjann og stjóm hans. Viðrseðumar fjalla um hlut- leysi Kambódíu og vemd þess, eins og það er orðað, en það sem Bandáríkjamenn vilja fá framgengt er, að Norður-Viet- nam haldist ekki uppi, að halda áfram birgðaflutningum yfir Kambódíu til liðs síns og Víet- cong í Suður-Víetnam, né að N.- V. haldist uppi að hafa leynileg- ar bækistððvar í Kambódíu til þess að fara úr til skyndiárása yfir landamærin inn í S.-V., og hverfa svo aftur þangað, sem þeir geta verið í friði og búið sig undir næsta leik. Af bandarískri hálfu hefur nú verið staðfest, að til athugunar sé að taka þá stefnu, að veita hersveitum Norður-VIetnama eft irför inn í Kambódíu, komi þær þaðan til átaka, og Sihanouk prins hefur látið skína í það stundum, að það yrði látið gott heita, svo fremi, aö bandarískt herlið færi ekki inn á byggð svæði. En það var lögð áherzla á þaö í Washington, að engin ákvörð- un hafi verið tekin í málinu. Stjómmálamenn töJdu víst, að Bowles mundi ræða þetta mál við Sihanouk, en 1 gær var talið óvíst, að viðræður þeirra færu fr«rp.‘ fyrr en Cdag^þliö- vikudag), en gærdagurinn fara 1 undirbúningsviðræöur Bowles og ráðunauta hans, annars veg- ar, og forsætisráöherra Kam- bódiu og annarra ráöherra hins vegar. Heimsókn Bowles er tilkomin vegna mjög óvæntrar, breyttrar afstöðu prinsins. Hann kom sem sé allt í einu með tilboö þess Chester Bowles. efnis til Johnsons forseta, að hann sendi sérlegan sendimann til Kambódfu til viðræðna. Mikið var um þetta ritaö og sagt þá og margar tilgátur komu fram, m. a. að Sihanouk prins vildi hindra, að Kambódía öll yrði styrjaldarvettvangur. Sihanouk prins rauf stjóm- málasambandið við Bandaríkin fyrir tveimur árum. Áður en hann bauð Johnson að senda sérlegan sendimann til Kambódíu var hann miklu her- skárri í ræðum, sagði, að öli þjóðin yrði hervædd, ef til inn- rásar kæmi, ef „Bandaríkjamenn kæmu til þess að vega Kam- bódíumenn“. Það er vitað, að utanríkisráð- herra Kambódíu var fyrir skömmu I Hanoi og ræddi viö Ho Ohi Minh. Þetta gaf þyr und- ir báða vængi flugufregnum um, að Bowles muni ræða frið í Ví- etnam við Sihanouk prins, til þess að greiða fyrir að N.-V.-. stjóm féllist á viðræður inn frið í N.-V., en engin staðfesting hef- ur fengizt á þessum getgátum neins staðar, en þar fyrir getur vel verið, að einhver fótur sé fyrir þessinn fréttum og að það komi í Ijós síðar, en Sihanouk hefur sjálfur sagt, að hann hafi enga vísbendingu um þaö fengið frá Norður-VIetnam eða Víet- cong, að þeir vilji samkomulags- umleitanir. Eins og áður var sagt sleit Sihanouk prins stjómmálasam- bandi viö Bandaríkin fyrir tveim ur ánnn, en I fyrra kom þó bandarískur ambassador til Kam bódíu og dvaldist þar I góðu yf- irlæti og vig miklar vinsældir, en hann var ekki stjómmálaleg- ur ambassador, heldur góðvildar John Gray Gorton, öldunga- deildarþingmaður I Ástralíu, hef- ur verið kjörinn formaður Frjáls iynda flokksins og mun þvi taka við embætti forsætisráðherra af McEuwen, formgnni Bænda- flokksins, sem gegndi því til bráðabirgða. innar og velvildarinnar, og á hann var litið I Víetnam sem fulltrúa bandarisku þjóðarinnar, af Sihanouk og þjóðinni allri — og þá kom það títt fram hjá furstanum að Kambódía ætti í engum deilum við bandarísku þjóðina — ágreiningurinn væri við sambandsstjómina I Was- •lington. Hvort áhrifa heimsókn- ar frú Kennedy gætir enn skal ósagt látið, en hún kom, sá, og sigraði. Jónafon Hnfll- varðsson forsefi > Hæstaréttar Jónatan Hallvarðsson, hæsta- réttardómari, hefur verið kjör- inn forseti Hæsttréttar frá 1. janúar 1968 að telja til ársloka 1969. Einar Amalds, hæstarétt- ardómari, var kjörinn varafor- seti til sama tíma. McEuwen var vara-forsætis- ráðherra, er Harold Holt forsæt- isráðherra féll frá. — Tekið er fram, að Bændaflokkurinn sé á ehgan hátt mótfallinn Gorton sem forsætisráðherra, en gerði athugasemdir við ýmsa aðra. 'nKaESStsser Gorton — nýr forsæt isráðherra Ástralíu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.