Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 2
Varð að afþakka freistandi boð B-36 í Færeyjum Einar Helgason, þjálfarl knatt- spymumanna á Akurevri sá sig tilneyddan til að afþakka rausn- arlegt og mjög girnilegt boð frá knattspymufélaginu B-36 í Færeyjum nú nýlega. Bauðst Einari aö taka viö af austurríska þjálfaranum, sem nú er aö taka við þjálfun í KR og var boðiö mjög gott kaup, a.m.k. mlðað viö það, sem þjálf- arar geta fengiö hér á landi. „Ég sá mig því miður til- neyddan til að afbakka þetta ágæta boö“, sagði Einar, „þetta var freistandi, en ég er með konu og 5 börn og á því ekki hægt um vik að fara utan í 4 mánuði.“ Einar er byrjaður æfingar með Akureyrarliðið og kvaðst hyggja gott til glóðarinnar, liö- ið var í cldlínunni í fyrrasumar og um langan tima „ósigrandi“ eftir heldur siaka byrjun. Nú er það hlutverk þeirra Akur- eyringa að „opna“ íslandsmótiö á sterkari leikjum en tvö eða þrjú síðustu árin. Geir Hallsteinsson ógnar í landsleik. Víkingar líta til baka til vel heppnaðs sumars Víkingai sóttu heldur betur í sig veðrið á knattspymusviðinu á síðasta ári eftir margra ára „logn“. Meistaraflokkur félagsins keppti tvisvar við lið Vestmannaeyinga um úrslitasætið gegn Þrótti í 2. deiid, en raunar var það óheppni Víkinganna, sem varð til þess að þeir lentu ekki í þeim úrslitum, en ÍBV vann sér 1. deildarsætiö eins og kunnugt er. Þá er þaö frægt, aö Víkingar fóru alla leið í úrslitin í bikarkeppni KSÍ gegn KR, en töpuöu þeim leik. Fyrir nokkrum dögum var aðal- fundur knattspymudeildar Víkings, og gat stjóm deildarinnar sannar- lega litið yfir vel heppnað starfsár, því aðrir flokkar stóöu sig með ágætum. T.d. leit lengi vei út fyrir sigur Víkings í Reykjavíkurmóti X. flokks, í 2. flokki átti Víkingur ágætt lið, sem var alltaf meðal beztu liöanna, og haustmótið unnu Víkingar, — í fyrsta sinn í 18 ár, sem félagið vinnur sigur í 2. flokki. Þá vann b-liö 2. flokks bæði miðsumars og haustmót. I 3. flokki gekk hægt til að byrja með en piltamir sóttu sig, en b-liðsmenn unnu sigur á haustmóti, um 4. flokk er svipað að segja. Fimmti flokkurinn færði Víkingum Reykja- víkurmeistaratitii og margir muna úrslitaleikina í Landsmótinu gegn Val, en Valur vann loks naumlega meö 1:0 í þriðia úrslitaleiknum. Haustmótið unnu svo bessir ungu og efnilegu Víkingar. Anton Kjærnested var endur- kjörinn formaður knattspymu- deildarinnar. KR-ingar yfir 3000 taisins Félagar í KR voru samkvæmt síðustu talningu á meðiimum deilda félagsins samtals 3015 talsins. — Langflestir félagar eru vitanlega f knattspymudeildinni, sem alltaf er álitin nokkurs konar „andlit féiags- ins“ út í frá, eins og Einar Sæ- mundsson, formaður KR, orðar það. <!>----------------------- Verður jboð sama sagan i næstu heimsmeistarakeppni ? FÆRISLAND STERKUSTU LÖND- INSEM ANDSTÆÐINCA? $ Sennilegt er, að ís- land lendi enn einu sinni í klónum á sterk- um Evrópuliðum í und- ankeppni Heimsmeist- arakeppninnar í hand- knattleik, sem haldin verður að þessu sinni í Frakklandi, — og þar með verða möguleikam- ir fyrir því að ísland nái í lokakeppnina minni. Það virðist því ætla að verða sama sagan og fyrr. Tækninefnd alþjóðahand- knattleikssambandsins kom saman fyrir síðustu helgi á leyniiegum fundi í Essen í Þýzkalandi og voru drögin að undankeppnl HM lögð þar að því er fregnir herma. Túnis og Marokkó ieika um að komast f úrslit, en Japan fer beint í keppnina. Bandaríkin og Kanada leika sin á milli um það hvort landið fer í aðalúrslit- in i Frakklandi. Á fundinum voru menn sammála um að ekkert af 8 beztu löndunum á HM í Svíþjóð ættu að mæt- ast i undankeppninni, en þær þjóðir eru Danmörk, Rúm- enía, Sov. Iríkin, Svíþjóð, V.- Þýzkaland, Júgóslavia og Ung- verjaland. Tékkar heimsmeistaramir, eiga að fara beint i aðalkeppn- ina ásamt gestgjöfunum, Frökkum. Alls munu 28 þjóðir verða með á HM, en 16 þjóðir kom- ast i aðalkeppnina í Frakklandi. Það eru því 21 Iand, sem berst um að komast í aðalkeppnina, keppa um 11 sæti, — 10 þjóðir verða þvi að láta sér iynda að falia úr (auk þeirra þjóða sem tapa í . imeríkuriðlinum og Af- ríkuriðlinum). Danir telja ólíklegt að þeir mæti íslendingum (og fagna því), þar eð þeir hafi keppt við ísland í undankeppninni síðast. Við getum því búizt við að mæta sterkum þióðum í undan- keppni, t.d. A.-Þjóðverjum, Júgósiövum eða Ungverjum. Hins vegar er greinilegt að mun lakari lið, eins og banda- ríska liðið, Japanir og fleiri lið fá nokkuð auðveldan að- gang, svo að ekki sé talaö um Túnis. Hermann Gunnarsson skorar í leik við heimsmeistarana, Tékka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.