Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 19, janúar 1968. morgun útlönd í morguri útlönd í morgun. útlönd í morgun útlönd Heath segir stjórn Wilsons hafa glatað trausti heima og erlendis Ger/V ráð fyrir kosningum svo fljótt sem auðið er Edward Heath, leiðtogi stjómar- andstöðunnar, gagnrýndi brezku stjómina harðlega í gær og bar henni á brýn, að henni hefði ekki tekizt að endurheimta alþjóða- traust. Heath kvaðst að sjálfsögðu gera ráð fyrir að efnt yrði til nýrra kosninga eins fljótt og auðið verð- ur. Hann kvaö það nú vera öllum ljóst, sagði hann í ræðu í neðri mál stofunni á síðara degi umræðunnar Heath. um efnahagsmálin, að gengislækkun in hefði verið framkvæmd á skökk um tíma og á skakkan hátt. Þá kvað hann hinar nýju sparnaðarti'l- lögur stjómarinar sýna, að ekki hafi legiö fyrir samræmd áætlun um þá stefnu, sem taka skyidi eftir gengislækkunina. Yfirlýsing Wilsons forsætisráð- herra er hann tilkynnti spamaðartil lögumar hefði ekki haft þau áhrif, að stjómin hefði endurheimt traust hvorki á Bretlandi né erlendis, né meðal lánveitenda, og ef stjómin sýndi ekki fram á hið fyrsta, aö hún væri fær um að inna af hendi það sem gera þarf vegna gengislækkun- arinnar væri hætta á að allt hryndi á -terlingsvæöinu. Heath gagnrýndi stjómina fyrir að draga jafnlengi og reyndin varð, eftir gengislækkunina, að tilkynna nauðsynlegar ráðstaf- anir hennar vegna. „Pað er ekki hægt að reiða sig á orð eins einasta ráðherra i ríkis- stjórninni“, sagði Heath. „Ráðherr- arnir hafa glatað vilja og hæfni til þess að framfylgja sinni eigin stefnu heima og erlendis, og þeim er pað sjálfum ljóst“. í svarræðu sinni ræddi Wilson aógllega óánægjuna innan síns eig in flokks. Hann kvað gripið til ráð stafananna varðandi gjald fyrir lyf- seðla til þess að bjarga við sjúkra- húsabyggingarmálum. Ennfremur ræddi hann frestunina á, að hækka skólaskyldualdurinn um tvö ár en hún hefði verið ákveðin tfl þess aö koma í veg fyrir annan niðurskurð á sviði fræðslu og menntamála. Hann endurtók, að stjómin myndi ekki leyfa að verkföll kæmu í veg fyrir, að tilganginum yrði náð með gengislækkuninni. Ef til þess kemur mun ríkisstjómin hækka skattana, sagði hann. -<S> Japanskir stúdentar og lögregiumenn berjast. Flugvélaskipið Enterprise væntan- legt í heimsókn til Japans í dag Óttazt, að til átaka komi, þar sem 30.000 andstæðingar hennar hafa safnazt þar saman Miki'l átöik hafa verið í Sasebo i Suður-Japan milli lögreglu og stúd- enta undangengna daga, en stúdent ar hafa fjölmennt þangað í þeim til gangi að mótmæla komu hins kjarn orkuknúna bandariska flugvéía- skips, Enterprise, en Bandaríkja- menn hafa mikilvæga herstöð við Sasebo. Líklega skipta stúdentamir orðiö hundruðum þúsunda, sem safnazt hafa saman þama og em hundruð þeirra með hvita hjálma og hafa barefli að vopnum. Mest átök hafa orðið við brú milli Sasebo-bæjar og herbækistöövarinnar, en lögreglan sem beitti táragasi og vatnskanón- um hafði betur. Mörg hundmð manna meiddust eða urðu miður sín vegna áhrifa táragassins. WUson sigraði — með rúmlega 100 atkvæða meirihluta Brezka stjómln sigraöi meö rúm- lega eitt hundraö atkvæða mun 1 atkvæðagreiöslunni f gærkvöldi í neðri málstofu þlngsins, f lok um- ræðunnar um efnahagsmálin, en 25 af þingmönnum flokksins sátu hjá við atkvæðagreiösluna, þar af 22 úr vinstra armi flokksins. Ekki er talin nein vissa fyrir, að beitt verði flokksagareglum gegn þeim, þótt talið sé víst að um það verði bomar fram kröfur. í fréttum brezka útvarpsins um umræðuna í gær var sagt, að undir svarræðu Wilsons hefði komið i Ijós, að hann hefði ekki haft sömu tök á deildinni og vanalega, og stólar farið að tæmast undir ræðu hans, en George Brown utanríkis- ráðherra hafi síðar varið stefnu stjómarinnar svo röggsamlega, að traust hafi verið endurvakið í flokknum að mun. Heath leiötogi stjómarandstöðunnar gagnrýndi stjómina harölega, áður en Wilson talaði. Einnig talaði Maudling af hálfu íhaldsflokksins. Enterprise * stærsta skip á floti<ý- og em á þvl 5000 flugmenn og sjólið ar. Þeir ræða nú um það sín á milli, var sagt í NTB-frétt í gær, hverjar viötökur þeir muni fá í Sas ebo. En fá þeir að fara í land? — Bandaríski ambassadorinn í Tokyo hefir sagt, að landganga kunni að verða bönnuð, nema kyrrð verði komin á. Mundi það þá verða stjórn Bandaríkjaflota, sem bann- ar landgöngu. Enterprise lagði af stað frá Haw- ai áleiðis til Japan þann 8 .janúar. Sovézk herskip og flugvélar voru ávallt í námunda við flugvélaskipið, þar til það lenti í slæmu veðri fyr ir þremur dögum. Enterprise var í notkun úti fyrir Vietnam þar til í júní í fyrra en nú sameinast það aftur Sjöunda Bandaríkjaflotanum. Tundurspill- amir „Tmxton“ og „Halsey" eru fylgdarskip Enterprise. Samkvæmt seinustu fregnum í gær telur lögreglan í Sasebo, að 30.000 stúdentar og aðrir andstæð- ingar heimsóknarinnar hafi safnazt saman í bænum. Andreas Papandreou hvetur lýðræðisbjóðirnar til stuðn- ings v/ð grísku jb/óð/no / baráttu hennar Andreas Papandreou, fyrrverandi þingmaöur og stjórnmálaleiðtogi, sem nýkominn er til Parísar, eftir að hafa fengið leyfi til Iiess að fara frá Grikklandi, hvatti i gær allar lýðræöisþjóöir til stuðnings við grísku þjóðina í baráttu henn- ar fyrir frelsi sinu og rétti. Papandreou ræddi við frétta- menn og sagði m. a., að hann væri fulltrúi Miðflokkasambandsins jafnt heima fyrir sem erlendis. Að loknum fundinum þyrptust fréttamenn kringum hann og ein- hver spuröi hvort skilja bæri orð hans svo. aö hann liti á sig sem leiötoga útlagastjómar og játti hann því, en síöar varö ljóst, að hann hafði misskilið spuminguna, og leiðrétti hann þá ummælin og kvaðst „ekki hafa meint neitt slíkt“, flokkur hans væri ekki stjómar- flokkur og hann heföi ekkert um- boö til þess að mynda neina stjóm. U Thant ræðir hlutleysi Kambodiu U Thant hefur hvatt allar þjóöir, sem eru þátttakendur í styrjölöjnni í Suöur-Víetnam aö virða hlutleysi og landamæri Kambódíu. Hann kvaö Sihanouk fursta vera í hættulegri aðstöðu og hagsmunum allra í Suðaustur- Asíu væri fyrir beztu að hlut- Ieysi Kambódíu væri varðveitt. U Thant ræddi skilyrðin fyrir vopnahléi og kvað viðræöur milli Bandaríkjanna og Noröur-Víet- nam ekki geta leyst vandann í Víetnam, en þær gætu oröið til þess að hrinda af stað víðræð- um á grundvelli Genfarsáttmál- ans um Indókína. > SAAAAAAAAAAAAAAAAAAA JJJJl'J U v 4 ' W . * K >.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.