Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 16
H-dags skemmti-
atriði á fegurðar-
samkeppni unga
fólksins
Hafinn er undirbúningur fyrir
i fegurðarsamkeppni, þar sem
| kosinn verður „fulltrúi ungu kyn
i slóðarinnar", en slík keppni var
haldin í fyrra á vegum Tízku-
verzlunarinnar Kamabæjar og
Vikunnar, Verður keppnin með
svipuðu sniði í ár og í fyrra,
en sú nýbreytni verður á
emmtunum, sem haldnar
verða í sambandi við keppnina,
að H-nefndin, sem fyrir alllöngu
hóf mikla auglýsingaherferð
vegna H-dagsins, mun siá fyrir
vmsu skemmtiefni, með það
fyrir augum að kynna umferð-
arbreytinguna fyrir unga fólk-
inu.
Guðlaugur Bergmann, eigandi
Karnabæjar sagði blaðinu í
gær, að H-nefndarmenn hefðu
fyrir skömmu komið að
máli við sig, og farið þess á
leit að reynt yrði að kynna um-
ferðarbreytinguna væntanlegu
fyrir unga fólkinu, með ýmsu
skemmtiefni, auglýsingum o. fl.
Sagði Guðlaugur að enn væri
óráðið í hvaða formi þessi
skemmtiatriði vrðu, en þeir
myndu reyna að ná til sem
flests ungs fólks. bæði við-
skiptavina verzlunarinnar og
þeirra sem sækja skemmtanirn
ar sem haldnar verða í sam-
bandi við fegurðarsamkeppnina.
„HLÍF MILLIFARÞEGA OG ÖKU-
• •
MANNS VÆRI ORYGGISAUKI
— segja leigub'ilstjórar — Ekkert hefur dregið úr næturakstri
//
□ „Ég hef ekið á nóttunni í þrjú ár. Sumt af farþegunum er
auðvitaö ágætis fólk — en þar fyrir utan er alls konar
lýður á kreiki að næturlagi, og það er eins og þetta fari alltaf
versnandi,“ sagði einn leigubifreiðarstjóri í viðtali við Vísi
í morgun.
□ „Það kemur oft fyrir, að það liggur við handalögmálum,
og stundum kemur jafnvel til átaka. Margir reyna að
stinga af og svíkjast um að greiða ökugjald. Næturlífið I
Reykjavík er öðru vísi en margir halda.“
Vísir heimsótti í morgun
nokkrar bílastöðvar til að ræða
við bílstjórana um næturakst-
ur.
í nótt óku álíka margir bíl-
stjórar og venjulega. Þeir sem
einkum aka á nóttunni, eru yf-
irleitt yngri menn, sem þola 6-
reglubundara líf en þeir, sem
Framhald á bls. 10.
Færeyingar selja megnið af freð-
fiski sínum til Bandaríkjanna
Framleiddu 6.900 tonn á seinasta ári
Færeyingar fluttu á seinasta ári
út 4.100 tonn af frosnum fiski fyrir
samtals 13.816.000 kr. danskar.
Mest af þessu magni var flutt til
Bandaríkjanna, eöa 2.800 tonn, en
afgangurinn til Bretlands og Tékkó-
slóvakíu.
Fyrir utan þetta voru flutt út
frá verstöðinni, sem Færeyingar
starfrækja í Færeyingahöfn á
Grænlandi 2800 lestir af frystum
þorskflökum, þar af keyptu Banda
rikin 2300 lestir, fyrir 8,1 milljón.
Á sama tíma var einnig framleitt
fiskimjöl í verstöðinni í Færey-
ingahöfn fyrir 892 þúsund danskar
krónur, 887 tonn, sem flutt voru
út tii Danmerkur og Bretlands.
Saltfiskframleiðsla Færeyinga
siðasta ár er nú nánast öll seld,
seinustu skipsfarmamir fóru til
Italíu og Spánar og ennfremur
1000 lestir til Grikklands.
Færeyingar selja fisk sinn yfir-
Ieitt á sama markaði og íslending-
ar og er athyglisvert að þeim
tekst að selja megnið af freðfisk-
framleiðslu sinni til Bandaríkjanna,
en fiskmarkaðurinn þar hefur ver-
ið mjög erfiður að undanförnu eins
og víða hefur fram komið.
Strdkor hræddir
uti a Tjorn
Lögreglan var kvödd í gærdag
niður að tjörn til þess að sækja
tvo smástráka, sem höfðu farið út
á ísinn hálfbráðinn, en svo orðið
hræddir. Stóðu strákamir í hné-
djúpu vatni og þoröu sig ekki að
hreyfa. Þetta var skammt frá
vökinni hjá Iðnó. Lögreglumenn-'
irnir óðu út eftir strákunum og
hjálpuðu þeim f land.
Nemendur á skyldustigi
verði slysatryggðir
□
Úlfar Þórðarson, augnlæknir og borgarfulltrúi
leggur til að borgarráð kanni mál þetta
Nokkur tilfelli um varanlega i hafa hlotið í skólum borgarinn-
örorku skólabarna, sem þau ar án þess að fá það nokkurn
rerðum ævintýramanna hingað fækkar
— Fáir útlendingar hér í atvinnuleit
0 Á undanförnum ár-
um hefur verið tals-
vert um, að útlendingar
kæmu hingað í atvinnu-
leit — hygðust freista
hér gæfunnar i nokkra
mánuði, leggja nótt við
dag, og hverfa síðan
he*m með fullar hendur
f jár. Flestir þessara ferða
langa hafa leitað sér að
vinnu við sjávarsíðuna í
frystihúsum eða síldar-
verksmiðjum.
Sagt er, að hinar ótrúlegustu
sögur hafi gengið í stórborgum
■beggja vegna hafsins um ísland,
þetta gósenland, þar sem hægt
væri að moka upp margra ára
tekjum á fáum mánuðum.
En gullæðar tæmast, og fisk-
veiðin getur brugðizt, þannig að
ekki er hægt að veita viðtöku
ótakmörkuðum vinnukrafti, svo
að í fyrstu eftir uppgangstíma-
bilið mikla vildi bað bera við,
að hingað kænui útlendingar,
snauðir en vongóðir — en á-
standið reyndist annað en þeir
héldu.
Það virðist vera sammæli
þeirra, sem til þckkja, að nú séu
hér mun færri útlendingar i at-
vinnuleit en undanfarin ár. Hót-
elin gistir að vísu alltaf svipað-
ur eða vaxandi fjöldi útlendinga,
sem eiga hingað leið • viðskinta-
erindum eða koma fil að sitja
hér ráðstefnur. En bakpoka-
niön iunum svonefndu ler 'ækk
andi og þeir fáu, sem koma,
standa sem stytzt við á gisti-
húsum, heldur reyna beir að
komasl sem skjótast þangað sem
einhverja vinnu er að hata.
Sumum léttir kannski, þegar
þeir fregna, að „bakpokalýður-
inn“ sé að mestu hættur að
venja komur sinar til íslands,.
því að ekki var ioku tyrir það
skotið, að sumir þessara síð-
hærðu, hirðuleysislega klæddu
manna gerðust talsvert fjöl-
þreifnir" um eigur náungans og
kæmust jafnvel i kast við lög-
regluna. En flestir þessara er-
lendu gesta eru bó ágætis fólk,
sem hefur ákveðið að ferðast á-
hyggjulaust um nokkurra ára
skeið til að kynnast betur heifn-
inu.Ti og íbúum hans.
tíma bætt, vöktu athygli mína á
þessu vandamáli, sagði Úlfar
Þórðarson, augnlæknir og borg-
arfulltrúi í viðtali við Visi í gær.
Hann flutti tillögu f borgarstjórn
Reykjavíkur í gærkvöldi um að
borgarráð kannaði, hvort ráð-
Framhald á bls. 10.
Úlfar Þórðarson.