Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 5
VISIR . Föstudagur 19. janúar 1968. Í$Bp!B!$!ÖÍÍÍÍ Hjartaígræðslur eða gervihjörtu? Samt'imis þvi, sem igræbsluafrek eru urinin i Höfðaborg, vinna aðrir að þvi að fullkomna gervihjórtu 'C'ullyrða má, að engin frétt hafi sett eins svip sinn á nýliðin áramót og afrek læftn- anna suður í Höfðaborg, sem græddu hjarta úr nýlátnum manni í annan, í stað hans eig- in hjarta, sem ekki hefði getað starfað öllu lengur sökum al- varlegrar bilunar. Um þessa frægu aðgerð má segja, að hún hafi heppnazt og ekki heppnazt — hið ígrædda hjarta tók strax að starfa eðlilega í sínu nýja umhverfi og líkami mannsins tók því gagnráðstafanalaust, að því er virtist, unz lungnabólga gerði stutta þá sögu, sem allir bundu vonir viö að yröi lengri, og duldist þó engum að þama hafði það afrek verið unnið, sem tákna mundi hin merkilegustu tímamót í sögu læknislistarinn- ar. Þetta gerðist sem sagt suður í Höfðaborg. Svo er að sjá sem bandarískum læknum hafi þótt nóg um afrek starfsbræðra sinna suður þar, þeir hófu líka hjartaflutninga, en án árangurs, og nú fóru þessar aðgerðir að bera nokkurn svip milliríkja- keppni, en þegar þetta er ritað, er það einungis ein slík aðgerð, 1 sem vonir standa enn til um \ aö beri árangur. Þykir mörgum V gætnum og mikilhæfum, sérlærð um læknum á þessu sviði meira en nóg um þessa undarlegu sam keppni, og telja hjartaflutninga- 'iaðgerðir ekki hafa náð þeirri fullkomnun, sem réttlæti slíkar tilraunir með líf manna að veði, en auk þess beri þau afrek, sem cmeitanlega hafa verið unnin í því sambandi síðustu mánuðina óviðeigandi keim af auglýsinga- síarfsemi. Virðist nú allt velta áj því um framhaldið, hvernig þfetm eina sjúklingi, sem enn lif- inslíka aðgerð, reiðir af á næst- urini. ’Þann 6. september 1966, var einnig unnið merkilegt tíma- mcttaafrek á sviði nútíma hjarta skmrðaðgerða, þótt það væri ekln eins í frásögur fært og hjartaflutningarnir um áramót- in. Þá brautskráðist kona nokk ur ór meþódistasjúkrahúsinu í Houston, hress og hraust, eftir að héinnar eigið hjarta hafði not- ið hvfíldar og nauðsynlegrar lag- færingar í eins konar tíu daga isumarleyfi, en gervihjarta annast alla starfsemi þess þann tíma. Enn er þetta gervihjarta samt œneð þeim annmörkum, að því vejrður ekki komið fyrir í brjóstkiissa manns í stað hans eigin hgarta. Það getur aðeins starfað' utan brjóstholsins enn sem kctmið er, að vissu leyti, um leið og nokkur hluti þess sinnir sáarfinu inni þar. Þess vegna tekur dr. Bakey, sá sem framkvæmdi þessa aðgerð, og einnig hefur haft yfirumsjón með gerð gervihjartans, það skýrt fr—n, að enn eigi sú upp- finning langt í land, unz hún verður svo fullkomin, að hún geti komið í stað mannshjart- ans. Hins vegar er alls ekki loku fyrir það skotið, að hún verði það. Þarna er þó þörf nokkurrar skýringar. Samkvæmt henni væri ef til vill réttara að kalla þetta „áhald“ aðstoðarhjarta. Mannshjartað er eins konar tvi- virk blóðdæla. Hægri hluti þess knýr hringrás blóðsins um lung- un, þar sem það tekur í sig súrefni eins og allir vita. Starf þess hluta hjartans er því ekki ákaflega erfitt. Vinstri hlúti þess dælir blóðinu hins vegar út um allt annað æðakerfi líkam- ans, sem er um 95,000 km að lengd samanlagt. Erfiði þess hluta hjartans er því ólíkt meira, enda er það yfirleitt sá hluti hjartans, sem bilar og þá hangir lff sjúklingsins á bláþræði. Hið umrædda „gervihjarta" dr. de Bakeys aðstoðar þennan vinstri hluta hjartans í starfi sínu, eða tekur að sér starf hans um lengri eða skemmri tíma, enda kallar dr Bakey þessa uppfinn- ingu sfna „LVP“, sem er skamm stöfun fyrir „Left Ventricle Pump“ — vinstra hjartahólfs dæla. Sjálfur segir hann að ekki sé meiri vandi að koma þessu aöstoðartæki fyrir á sinum stað en að koma nýrri slöngu fyrir í kælikerfi bilsins, en það taki að vísu fjórar stundir fyrir lækna fyrst í stað. Aftur á móti er það ekki nema hálfrar stund ar verk að fjarlægja áhaldið, þegar eigiö hjarta sjúklingsins er komið f lag og getur unnið hlutverk sitt hjálparlaust. Annar kunnur læknir og sér- fræðingur á sviði hjartaskurö- aðgerða, dr. Adrian Kantrowitz, sem starfar við Maimonides sjúkrahúsið í Brooklyn, hefur fundið upp áhald, sem hann nefn ir „hjartahvetjara". en hlutverk þessa áhalds er einnig í því fólg ið að hvíla vinstri hluta hjart- ans að vissu leyti og létta á- lag hans. Þessu áhaldi er hins vegar komið fyrir inni í brjóst- holinu, þar sem það getur svo verið eins lengi og vera vill og sjúklingurinn sinnt öllum sín- um stönfum þess vegna eins og þar sé ekki um neinn aðskota- hlut að ræða. Þetta áhald er svo sett í samband við rafhlöður, með ieiðslu, sem gengur út á milli rifbeinanna, þegar létta skal álagið á vinstra hluta hjart ans. rtðgerðin, þegar áhaldinu er komið fyrir við hjartað, er sögð mjög einföld og hættulít- il. Dr. Adrian Kantrowitz hefur unnið að gerð „hjartahvetjar- ans“ í samstarfi við bróður sinn, „Hvíldarhjarta“ dr. de Bakeys. „Hjartahvetjari“ dr. Kantrowitz. Arthur Kantrowitz, sem er kunn ur eðlisfræöingur. Það er hald þeirra bræðra, að þess veröi ekki langt að bíða að.upp verði fundnar eins konar „eilífðarraf- hlööur", svo fyrirferðarlitlar, að koma megi þeim fyrir inni í brjóstholinu, en þá sé þarna að vissu leyti um að ræða endur- nýjun hjartans, sem lengt geti starfsþol þess um langan tíma. Af því sem að framan er sagt, er þarna um aö ræða tvær aðferðir á sviði hjartaaðgerða. Önnur aðferðin, og sú sem mest hefur verið rætt um að undan- förnu, er í því fólgin að græöa heilbrigt hjarta úr látnum manni við æöakerfi sjúklings, sem þjá- ist af hjartabilun, en fleygja hinu bilaða hjarta, öidungis eins og þegar skipt er um vélar- hluta í bíl. Sú aðferð virðist þegar hafa náð allmikilli full- komnun. Enn er þar þó við líf- fræðilega örðugleika að etja — þarr gagnverkanir, sem komið hafa fram af hálfu viökomandi mannsl'hama, þegar vefir úr ö'.'um líkama eru græddir í hann.og enn er, að því er virð- ist, ekki unnt að sjá þær gagn- verkanir fyrir eöa koma í veg fyrir þær. Hin aðferðin er í því fólgin, aö koma eins konar að- 'toðarhjarta — og þá úr gervi- efni fyrir í brjóstholinu. Sú aö- ferð viröist ekki eins fullkomin enn, en þó öruggari að því leyti tii, að þar þarf ekki að óttast neinar ófyrirsjáanlegar og ó- útreiknanlegar gagnverkanir af hálfu viðkomandi líkama. — Þeir visindamenn og lækn^r, sem vinna að aukinni fullkomnun þeirrar aðferðar, viröast ekkj i vafa um, aö hún eigi eftir að fullkomnast svo, aö gerö verði hjörtu úr gervi- efni, sem setja megi í brjóst- hol sjúklinga í stað hins bilaða hjarta. og geti þau hjörtu þá starfað í það óendanlega. Starf- semi hins ígrædda mannshjarta hlýtur hins vegar alltaf að vera viss takmörk sett af eðlilegum ástæöum. Eins og kunnugt er, telst hjartabilun nú með tiðustu „menningarsjúkdómum" og dán arorsökum í þeim löndum, þar sem aukin þekking hefur sigr- azt á fjölmörgum þeim sjúkdóm um sem áður voru banvænir. Það er því óefað, að viðfangs- efni lækna og vísindamanna á næstunni verði fyrst og rremst í þvi fólgið að ráða bót á þess um sjúkdómi, samhliða barátt- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.