Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1968, Blaðsíða 9
VI S I R . Föstudagur 19. janúar 1968. 9 SAIDRA OFSÓKNIR HALDA ÁFRAM J síðustu vikulok voru kveönir upp í Moskvu dómar yfir fjórum ungum rússneskum rit- höfundum, þremur piltum og einni stúlku. Brot þau, sem þeim var gefin sök á eru aö vísu fremur óljós, þar sem réttarhöldin voru leyni- leg, fóru fram aö lokuðum dyr- um. Aðalákæran virðist hafa fjallað um það, að þau hafi gefið opinberlega upplýsingar um önnur eldri réttarhöld, sem fóru fram í fyrra ytfir rithöfund- unum Sinyavsky og Daniel, en þau áttu á sínum tíma líka aö fara leynilega fram og virðast dómarnir í síðustu viku einung- is hafa verið grundvallaðir á því, að það hafi verið þjóðarníð og landráð aö gefa ýfirhöfuð nokkrar upplýsingar um þessi fyrri réttarhöld. í rauninni var bakgrunnur þessara réttarhalda þó miklu víðari. Þar var beinlínis teflt um andlegt frelsi í Sovétríkjun- um. Þar var í veði sú sam- vizkuspurning hvers rithöfund- ar og skálds, að mega túlka sannleikann og rísa upp gegn máttarvöldunum í andlegu sjálf- stæði með þeim menningarlega þrótti og siðferöislega styrk, sem því fylgir, — eða á hinn bógirin hvort hlutverk rithöfund arins eigi að vera starf smeðj- unnar, hins andlega þjakaöa af- styrmis, sem yrkir lof um kúg- arana fyrir nokkra mola af borði. Tjett unga fólk fékk þunga dóma á þann mælikvarða refsinga, sem tíðkast á Vestur- löndum. Einn þeirra var dæmd- ur í 7 ára þrælkunarvinnu, ann- ar í 5 ár, sá þriðji í 2 ár og stúlkan, sem hafði það til saka unnið, að vélrita handrit þeirra um Sinyavski og Daniel-réttar- höldin hlaut eins árs fangelsi. Að sjálfsögðu vaxa mönnum í augum á Vesturlöndum svo þungir refsidómar yfir rithöf- unum, þar sem við fáum ekki séð aö þeir hafi brotið neitt af sér, eftir þeim viðhorfum sem hjá okkur tíökast. Ef saksókn- ari ríkisins hér á landi ætlaði að ákæra einhverja unga rithöf unda fyrir að birta réttarskjöl í hneykslismáli, þá yröi auðvit- að hlegið aö honum hér. En hitt er auðséð, að ungu fólki í Sovét ríkjunum er ekki hlátur í hug. Þar er himinninn dimmari og drungalegri en hann var áður. Vonir og biartsýni hafa oröið að hörfa eitt skref til baka. j^/Jikið hefur verið gert úr þess um þungu dómum í frétta- flutningi hér á landi, sem í öör- um vestrænum löndum. í raun- inni virðist mér, að það hafi verið gert alltof mikið úr því. Það er eins og lesa megi út úr fréttaflutningi þessum undrun og furðp. Að þvílíkt og annað eins skyldi geta gerzt í Sovét- ríkjunum! Þessu hefði maður aldrei getað trúað! Hvílík ó- dæmi eru betta? — Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði, — ríkir þá eftir allt saman ekk- ert andlegt frelsi í Sovétríkj- unum? Ég held það sé alveg ástæðu- laust, að túlka nokkra undrun með stórum fyrirsögnum. Þaö hefði verið alveg nóg fyrir hin íslenzku blöð, að birta lítinn eindálk um það að fjórir rúss- neskir rithöfundar hefðu verið dæmdir í þrælkunarbúðir. Það var nefnilega engin nýjung í þessari frétt. Þannig var og er ástandið i Rússlandi. og það hefur ekkert breytzt, að minnsta kosti ekki til hins verra. Stórar fyrirsagnir um örlög þessara ungu rithöfunda verka eins og háðsmerki, þegar þaö er rifjað upp, hvernig urmull manna hefur verið dæmdur í 20 ára þrælkunarbúðir í Rússlandi marga undanfarna áratugi, sum ir jafnvel týnt lffinu fyrir það að sleppa kannski einni setn- ingu, einu oröi af óvarkárm af vörum sér. Og flestir þeirra hafa horfið þegjandi og hljóða- laust, án þess að nokkrar stór- ar fréttafyrirsagnir svffi yfir leiðum þeirra. Aðeins óhugnan- leg minning er skilin eftir, sem ristir hvað dýpst í okkur í ör- lögum hins mikla rússneska skálds Mayakovskys, en hvern- ig sem valdhafamir haga sér, þó þeir rífi út blaðsíður og heila kafla úr sögu rússnesku þjóðar- innar, mun andi hans svífa á- fram yfir Volgubökkum. TVTeðan dómarnir sjálfir eru lít il frétt, alvanalegur við- burður í myrkheimum Sovét- ríkjanna, þá hefur mér virzt hitt miklu athyglisverðara og merkilegra, hvemig aðrir ungir menn taka upp merki þeirra í baráttunni fyrir sannleikanum, sérstaklega sú djörfung og fórn arlund sem kemur fram hjá Pavel Litvinov, þar sem hann stóð við lokaðar dyr réttarsal- arins og gerði nýja kröftuga uppreisn gegn hinum ofbeldis- hneigðu valdhöfum. Það var miklu merkari við- burður en dómsuppkvaðningin, þegar ungi Litvinov afþenti er- lendum fréttamönnum áskomn til hins frjálsa heims, sem hann sjálfur og Larisa Daniel, eigin- kona Daniels hins fangelsaða lýsa því fyrir réttinum, að mað- ur hennar hafi verið pyndaður af lögreglunni. Henni var þegar í stað bannað að tala og rekin úr réttarsalnum meðan dómar- inn æpti og hinir völdu áheyr- endur öskruöu, svo aö orð henn ar heyrðust ekki. í yfirlýsingunni var einnig skýrt frá því, að vitni, sem hafði verið í yfirhevrslu, þegar réttarhlé var gefiö, hafi ekki fengið að koma aftur fyrir rétt- inn og hafi dómarinn rökstutt það með svofelldum oröum: .,Ef vitnisburður yðar hefði verið öðruvísi, þá heföi ég lofað yður að halda áfram! Hinn ungi Litvinov rakti einn ig í þessari yfirlýsingu, hvernig lög og jafnvel stiómarskrá Sov- étríkjanna hefði verið stöðugt þverbrotin í réttarhöldunum. Framkoma dómarans hefði ver ið eins og hann hefði aldrei lesið hin rússnesku Iög um dóm stóla og réttarfar. Tjetta er aðeins brot úr langri frásögn og þvf ber ekki að neita, að þetta er ljót lýsing. Þrátt fyrir það, er þetta ekkert nýtt. Þeir sem hafa viljað hafa lengi mátt horfast í augu við þann veruleika, að almenn mannréttindi eru brotin og sví- virt í ríki sósíalismans. Það er alger óþarfi að reka upp stór augu. Hitt er mikilvægara og stærri frétt, að hinn ungi Litvin ov skuli þora að gefa slíka skýrslu um þessi skríparéttar- höld. Þess vegna þurfum við ekki að horfa á dökku hliðina. Við getum enn verið bjartsýnir. Það hefur vissulega orðið feiki- leg þróun í framfaraátt að ung ur maður skuli yfirhöfuð dirfast að vera svo berorður, sem hinn ungi Litvinov. Og hann segir meira í skýrslu sinni. Takið eftir þessum orð- um: ,,Þessi réttarhöld eru blett- ur á heiðri ríkis okkar og á samvizku okkar allra. Þér rúss- neska alþýða völduð þennan dómstól og þessa dómara. Krefj izt þess umsvifalaust, aö þeir verið sviptir stöðum sínum, sem þeir hafa misnotað. Pavel Litvinov og Larissa Daniel afhentu erlendum frétta- mönnum yfirlýs!ngit*og áskorun til hins frjálsa heims. Dirfska þeirra er merkari viðburður en nokkrir dómar til viðbótar yfir rithöfundum. ir upp, birtist í kommúnistablað inu hér forustugreinarbútur, sem mér hefur fundizt bæði at- hyglisverður og undarlegur. Auðvitaö skilur maður þaö, að kommúnistablaðið, sem hefur svo lengi stutt og tignað hið austræna einræði og þagað sem mest yfir skelfingarverkum þeim sem þar voru unnin, á í_ erfiðleikum vegna slíkra at- burða. Það er svo örðugt að viðurkenna, að maður hafi byggt öll lífsviðhorf sín á sandi. Þaö hlýtur aö verka eins og jörðin sé að hrynja undan fót- um manna. Því ættum við ekki að sýna umburðarleysi mönn- um sem eiga í slíku samvizku- stríði og hugarkvöl. En fyrr- nefnd forustugrein í kommún- istablaöinu er svo furöuleg rit- smíð, að ég get ekki látið hjá líða, að taka hér upp dálítinn kafla úr henni: „Dómarnir í Moskvu eru hryggilegur og ósæmilegur at- burður, Allir þeir sem vilja Sov- étrikjunum vel og óska þjóðum þeirra velgengni friðar og frels is, hljóta að harma og víta þessa hörðu dóma, eins þó enn sé lítið vitað um sakargiftirnar. Dómarnir yfir hinum ungu menntamönnum og rithöfund- um setja blett á heiöur Sovét- ríkjanna og munu miskunnar- laust notaöir af óvinum sósíal- ismans til ófrægingar öllu því sem sovézkt er. Hér skal ftrek- að það álit, sem Þjóðviljinn flutti, þegar dómarnir yfir Dani- el og Sinjavskí voru kveðnir upp, að ekkert sem Iíklegt er, að þetta unga fólk hafi ritað og rætt, hefði getað valdið Sovét- ríkjunum neitt svipuðum álits- hnekki og hinir hörðu fangels- rithöfundar, höfðu undirskrifað. Þar lýstu þau hvernig réttar- höldin færu fram bak við lok- aðar dyr. Þau sögðu að þetta væru galdraofsóknir, dómari hefði hjálpað saksóknara að bera fram falskar sakargiftir. Verjendum hinna ákæröu væri barinað aö spyrja spurninga, vitni verjendanna mættu ekki segja neitt sem færi í bága við skýrslur öryggislögreglunnar. Hvenær sem farið væri út fyrir málsramma lögreglunnar. tæki dómari í taumana og segði. „Ég banna yður að tala!“ Þar lýsti Litvinov uogi þvi, hvernig kona ein hefði ætlað að Það eru ekki aðeins örlög hinna ákæröu sem eru í veði. Réttarhöldin yfir þeim eru engu betri en hin alræmdu réttarhöld á fjórða áratug aldarinnar, sem sökktu okkur í svo mikla smán og blóðsúthellingar, að við höf- um enri ekki náð okkur eftir það.“ Það er sannarlega fremur á- stæða til að gleöjast yfir dirfsku þessa unga manns, held ur en hryggjast yfir níu rang- látum kúgunardómum f Sovét- ríkjunum til viðbótar. Tjegar fréttist að dómar þess- " ir hefðu verið kveðn- isdómar munu gera um allan heim.“ Tjannig hljóðar klausan og það sem ég hef undrað mig á í þessum orðum er sam- vizkuleysið og hið algera stein- runna áhugaleysi fyrir örlögum fjögurra ungra manna, sem eiga nú að taka út refsingar í þrælk unarbúðum f allt að því sjö ár. Þannig er veriö að eyöileggja líf ungs og efnilegs æskufólks, fyrir það að segja sannleikann. Fyrir örlögum þess finn ég enga samúð í orðum kommúnista- blaðsins. Það lætur sér f léttu rúmi liggja þjáningar þess og dauða. Hitt sem allt snýst um er að viöhalda orðstír Sovét- ríkjanna, halda uppi frægð þeirra og aðdáun á þeim. Það skiptir engu máli þó sakborn- ingar þjáist, aðeins ef þaö er hægt að halda áfram hinni sov- ézku blekkingu. í ákallinu og » andvarpinu til hinna rússnesku valdhafa má heyra hina gömlu þrá eftir fyrra ástandi, þegar svona uppreisnarseggir voru teknir oröalaust og kastað í fangabúðir. Þá var ekki hætta á því, að neinn blettur væri settur á heiður Sovétríkjanna. Þá var jafnvel hægt að segja, að almennar fréttir á Vestur- löndum um kúgun Stalins væru kapitalískur áróður. Þetta er það sem fslenzka kommúnista- blaöið hefur helzt út á aðgerðir hinna rússnesku valdhafa að setja, aö þeir skuli gera þá ó- lukku að láta fréttirnar af þess um réttarhöldum síast út. Og þessi afstaöa verður því kaldranalegri, þegar þess er gætt að sakborningarnir núna voru einmitt dregnir fyrir rétt, af því aö þeir höföu látið uppskátt um fyrri levnileg rétt arhöld. Dómararnir f þessum réttarhöldum voru sem sagt ein mitt að fara eftir andvarpa- stunum hins íslenzka kommún- istablaðs, að deila út refsingum og reyna að hindra, að sann- leikurinn gæti borizt út, „hann yrði notaður af óvinum sósíal- ismans til ófrægingar öllu þvf sem sovézkt er“, svo notuð séu einmitt orð kommúnistablaðs- T7’ið erum fáir og smáir hér norður á okkar litla ey- landi og samt erum við þátttak endur f þessum harðskeytta leik, sem þarna er háður. Og jafn andstyggilegur og forskrúf- aður og þessi leiðarabútur í kommúpistablaöinu er, jafn á- nægjulegt er að vita af því. að einn maður af okkar þjóðemi Halldór Laxness hefur haft djörf ung í sér til að koma boöum til hinna rússnesku valdhafa um hverjum augum er litið á slíkt réttarfar. Sú djörfung hans er því athyglisverðari fyrir það, aö við vitum að hann' hefur hags- muna að gæta í þessu landi, þar sem valdhafarnir geta meö einni fingrahreyfingu stöðvað þýðingar og útgáfu á bókum hans. Við eigum hiklaust og stöð- ugt að halda áfram sókn með orðum og skoðunum gegn kúg- unarvaldinu, hvort sem er í Sovétríkjunum eða Grikklandi. Hversu mjög sem það dylst okk ur f daglegu Tffi og við vanda- mál hversdagsins, þá býr vest- ræn Týðræðishugsjón yfir sterk Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.