Vísir - 20.02.1968, Blaðsíða 4
Leikkonan Fay Dunaway hafði
betur í málaferlunum viö Otto
Preminger, framleiðanda mynd-
arinnar „Bonnie og Clyde.“ Hann
vildi leggja bann við því, að hún
kæmi fram í öðrum kvikmvnd-
um, áður en hún léki í næstu
mynd hans „Skidoo.“ Sagði hann
að hún hefði gengizt. undir það,
þegar hún skrifaði undir samn-
ing hjá honum fyrir tveimur ár-
um. Eftir að yfirvöld höfðu marg
lesið samninginn og kynnt sér alla
málavöxtu, vildu þau ekki stað-
festa þessa kröfu Premingers og
getur Fay leikið í hverri þeirri
mynd, sem henni sýnist.
Bandarískur hermaður, Ernest
Wagner — margreyndur í orust-
um — týndi M-14 rifflinum sín-
um í bardögum við Viet Cong.
Þingmaðurinn, Henry Sohade-
ber, sagði í Þjóðþinginu um dag
inn, að Wagner hefði borizt krafa
frá hernum, sem hljóðaði upp á
4 þúsund krónur — andvirði riff-
ilsins. Þingmaðurinn sagði einn-
ig, að næði þessi krafa fram að
ganga, ætti sjóherinn að fara á
kreik og rukka vamarmálaráð-
herrann, McNamara, um 1625
millj. kr. vegna tjónsins á Pu-
eblo Liberty — skipinu, sem
ísraelsmenn sökktu.
Landssamband bandarískra stúd-
enta hefur ákveðið að leita úr-
skurðar dómstólanna um hvort
lögum sé samkvæmt að kveða
menn til herþjónustu án frests,
ennfremur hvort löglegt sé að
hegna andstæðingum Vietnam-
styrjaldarinnar, vegna ágreinings
þeirra við yfirvöldin út af kvaðn-
ingum til þess að gegna herþjón-
ustu í Vietnam.
SÍAMSTVÍBURAR SKILDIR AÐ
Fyrsta velheppnaða aðgerdin a Síamsfvíburum
Hjón nokkur í Suður-Afríku
þakka það 27 læknum og hjúkr-
unarkonum, að yngstu börnin
þeirra tvö — 4ra mánaða gaml-
ir tvíburar — eru nú fullkom-
lega heilbrigð og lifa eðlilegu lífi,
sitt í hvoru lagi.
Sitt í hvoru lagi, því þegar
þau fæddust, voru þau samvax-
in á höfði — eitthvert sjald-
gæfasta fyrirbrigði Síamstvibura,
sem nokkurn tíma kemur fyrir.
I meðaltali reiknað koma slíkir
tvíburar í heiminn í aðeins eitt
skipti af tveimur og hálfri millj-
ón fæðingá.
Nú eru tvíburarnir, Shirley og
Catherine komnir heim til for-
eldra Sinna, Joyce og Ron O’Hara
í Jóhannesarborg og eru báöir
við beztu heilsu. Foreldrarnir eru
í sjöunda himni. — Ég vildi, aö
ég gæti sagt öllum heiminum,
hvaö ég er hamingjusöm — sagði
móðirin við blaðamenn, þegar
hún fékk tvíburana heim.
Læknisaðgerðin hefur bætt
enn einni fjöður í hatt Suöur-
Afríkubúa á sviði læknavisind-
anna. Fyrst velheppnaðir hjarta-
flutningar milli manna og nú vel-
heppnuð aðgerð á Síamstvíbur-
um. Þetta er í fyrsta skipti í sög-
unni, sem það tekst að skilja að
Síamstvíbura, samvaxna á höföi,
þannig að báðir lifi aðgerðina af.
Það er haft eftir dr. H. van
Wyk yfirmanni Transvaal Mem-
-------------------------------cs>
Vinsældir Nancy Sinatra hafa vaxið geipimikið frá þeim tíma, sem
hún söng Iagið, „These boots are máde for walking“ inn á plötu.
Það þykir orðið alveg greinilega komið i ljós, að hún kunni að
syngja og sé bara áheyrileg.
Nýlega lauk hún við samningu síns eigin þáttar fyrir sjónvarp, þar
sem koma fram auk hennar, faðir hennar Frank Sinatra, Dean Martin
og aðrir góðir kunningjar, eins og plötuframleiðandi hennar, Lee
Hazelwood.
Varla hafði þátturinn verið sýndur nema einu sinni, þegar sýnt
þótti að hann félli ákaflega vel í geö flestu fólki. Hver röddin eftir
aðra kvaddi sér hljóðs um, hve frábær hann væri. Þetta voru allt
saman margútspekúleraðir viðskiptamenn, sem að Nancy standa, og
þeir sáu sér strax leik á borði og gáfu út plötu með söngvunum,
sem sungnir voru i þættinum.
Þetta þykir vera bezta platan hennar, sem komið hefur út hingað
til, en þar syngur hún t. d. „Jackson“ með Hazelwood, „Things"
með Dean Martin og fleira er á plötunni, en hins vegar syngur Frank
einn lagið „Younger than springtime“.
Hinir hreyknu foreldrar með tvíburana.
orial barnasjúkrahússins, aö
heilahimna tvíburanna hafi ver-
iö samgróin og „því að-
geröin mjög vandasöm." — Hann
hefur þó ekki fengizt til þess að
upplýsa, hverjir hafi framkvæmt
aðgerðina, „vegna læknalaga
Suöur-Afríku“- — eins og hann
komst að orði.
„Við höfum rannsakaö þær ýtar
lega og við teljum, að þær verði
báðar alveg eðlilegar.“
Tvíburarnir eiga þó eftir- að
vera undir læknishendi fyrst
framan af og munu foreldrar
þeirra fara með þáer til læknis-
skoöunar á tveggja vikna fresti.
Dr. H. van Wyk sagði, að skurð
læknarnir, sem framkvæmdu að-
gerðina, hefðu fyrst leitað ráða
og upplýsinga hjá læknum um
víða veröld.
Tvíburarnir fæddust með að-
stoð keisaraskurðar 6. okt. en
vegna bólgukvilla var ekki unnt
að taka þá til þeirrar nauð^ynlegu
rannsóknar og undirbúnings fyrir
aðskilnaðaraðgerðina, fyrr en 5.
des. 2. janúar úrskurðuðu lækn-
arnir svo, að þær myndu vera
hæfar til þess að gangast undir
skurðhnífinn og hafizt var handa
við að undirbúa starfslið og að
stoðarfólk. Æfingamar fóru fran'
og gerviuppskuröir gerðir, síðar
fór sjálf aðgerðin fram 6. ian
Eftir fimm og þrjáfjórðu ú)
klukkustund var síðasta nál
sporið tekið og tvíburarnir voru
settir inn á vöggustofuna í sitt
■ivort rúmið. 8. jan. skýrðu lækn«
ar frá því, að Shirley hefði þá
þegar uppgötvað, að hún gset’
hreyft höfuðið.
Kvartel af hrossakjöti
Fréttin um hrossahvarf í ná-
grenni Reykjavíkur hefur vakið
allmikla athygli, og er mörgum
getum leitt að því, hvað valda
muni. Og það stendur ekki á gár
ungunum. Þeir hringja hver i
aðra og spyrja ósköp sakleysis-
lega: — Á ég ekki að selja þér
eins og eitt kvartel af hrossa-
kjöti?
Um skólabúninga
Harðort bréf hefur okkur bor-
izt á móti skólabúningum frá
frú S.R.H. Henni finnst við
hafa kommúnistiskar hugmynd-
ir 1 klæðaburði að vilja láta
bömin okkar fara að ganga i
einkennisbúningum, í stað
þeirra litriku fata, sem þau
ganga í nú. Henni finnst, að sú
skylda að fyrirskipa skólabún-
inga sé að nokkru röskun á
sjálfsákvörðunarrétti cinstakl-
inganna. Þó hún hljómi illa sag-
an um fátæku, óhamingjusömu
börnin, sem geta ekki keppt við
félaga sína i klæðaburði, þá er
fátæklegi búningurinn þó betri
en að vera skyldaður í einkenn
isbúning. Bréfritari, sem er af
erlendum uppruna segir, að til
alirar hamingiu hafi hún farið
í gegnum skóla, þegar skólabún
ingaskyldan var liðin. Látið
þessa siði aldrei verða tekna
upp á Islandi.
Að trúa bví, að þetta sé pen-
ingasparnaður, finnst bréfrit-
ara hlægilegt, hví sonur henn-
ar myndi vafaiaust nota þriá
einkennisbúnin^a á skólatíma-
bilinu. auk annarra fata. Þetta
•••■■••■•••••■•a
myndi verða dýrara eftir að
notkun skólabúninga yrði upp
tekin. Og siðast en ekki
sízt, það yrði leiðinlegt og ó-
smekklegt fvrir börnin að þurfa
að klæðast litum, sem ekki
klæða þau.
Ég þakka S. R. H. kærlega fyr
ir bréfið, bó ég geti ekki fallizt
á skoðanir hennar, en bað er
einmitt fróðlegt að heyra hinar
vmsu skoðanir á þessu máli.
c
■
Enn hafa þau gleðitiðindi skeð, •
að nýr banki hefur verið opnað «
ur, og nú er það í Árbæjarhverfi, *
enda var það einmitt það sem í
mest vantaði þar uppfrá í því J
nýja hverfi. Ætti nú ekki að *
standa á því, að húsbyggiendur »
fái smá-úrlausn til bess að full- |
gera íbúðir sínar. sem þess J
þurfa, og einnig er þægilegt «
fyrir alla þá, sem þarna eiga J
peninga afgangs að geta lagt ®
þá inn i næsta nágrenni, þvi •
varla eru bankaútibú bvggð ein J
ungis til að skirta ávísunum. •
Til hamlngju með bessa nýju {
stofnun. . J
f
Þrándur í Gfitu. «
Fagnaðarefni?