Vísir


Vísir - 20.02.1968, Qupperneq 8

Vísir - 20.02.1968, Qupperneq 8
3 V1SIR . Þriðjudagur 20. febrúar 1968. VISIR Dtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Heimildir fengnar Mörg verkalýðsfélög hafa veitt stjórn eða trúnaðar- mannaráði heimild til að boða vinnustöðvun, þegar henta þykir. Ákvörðunarvaldið um marzverkfall er þannig komið úr höndum einstaklinganna í hendur forustumannanna. Stundum er mönnum sagt, að heimildin sé einungis formsatriði og vafasamt sé, að henni verði beitt. Á þessari forsendu samþykkja menn verkfallsheimild, þótt þeir séu andvígir verkfalli. En forsendan er blekking. Þannig afhenda menn „verk- fallshetjum“ valdið og fljóta sofandi út í verkföll. Út af fyrir sig er eðlilegt, að menn beri traust til forustumanna stéttarfélags síns. í þeim hópi eru til- tölulega fáir eftir, sem stefna að upplausn í þjóðfé- laginu til að flýta fyrir stofnun sovétríkis á íslandi. Hinir eru miklu fleiri, sem líta á sig sem hagsmuna- verði stéttarinnar en ekki stjórnmálastefna. En þeir eru stundum slegnir blindu eins og aðrir menn. Undanfarnar vikur hafa forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar lagt þyngstu áherzluna á, að atvinnu- leysi verði hindrað með öllum tiltækum ráðum. Virð- ist svo sem þessi krafa eigi almennum skilningi að fagna. En síðustu dagana hafa þessir forustumenn farið að ýmsu leyti út í aðra sálma og segjast nú leggja höfuðáherzlu á, að vísitala verði reiknuð á laun 1. marz næstkomandi. Þessi krafa er raunar gagnstæð hinni fyrri, því að hún verkar í þveröfuga átt. Allur atvinnurekstur í landinu hefur orðið fyrir miklu áfalli síðustu mánuði. Mörg fyrirtæki eru rekin með hreinu tapi og éta nú upp eignir sínar. Samdrátt- urinn hefur valdið atvinnuleysi því, sem víða er nú farið að bóla á. Ef atvinnuvegirnir yrðu þvingaðir til að greiða umrædda vísitöluuppbót, mundi fjöldi fyrir- tækja beinlínis loka og önnur draga stórlega saman seglin. Á örskömmum tíma yrði hér á landi almennt atvinnuleysi. Hin slæma rekstrarstaða íslenzkra fyrirtækja er enginn tilbúningur. Guðmundur J. Guðmundsson „verkfallshetja" vitnaði um ástandið í Þjóðviljanum á föstudaginn. Því er óhætt að fullyrða, að það er engum launungarmál, að atvinnuvegirnir þola ekki launahækkanir eins og á stendur. Sumir verkalýðsforingjar virðast vera komnir í sjálfheldu í þessum málum. Þeir hafa vanið sig á að slá um sig ,með stórum orðum á þingum og fundum. Þeir vara sig ekki á, að með því hafa þeir bitið sig fasta í afstöðu, sem þeir geta ekki staðið við. Baráttu- gleðin á fundinum í gær hefnir sín með verkfalli í dae og atvinnuleysi á morgun. fíú eru taldar nokkrar líkur á verkföllum í marz. Mörg félög hafa þegar falið leiðtogum sínum sjálf- dæmi. Málin geta nú auðveldlega stefnt á sjálfvirkan hátt í átt til upplausnar. Wilson: „En svo er það þetta, Callaghan, að ef þeir fengju að koma, fengjum vift 200.000 þakkláta kjósendur.“ Kynþáttavandamál á Bretlandi Þau valda vaxandi áhyggjum, ef ekki tekst aö hindra aðstreymi 200.000 Indverja frá Kenya. 1 fyrradag var sagt frá því i fréttum frá London, að Mal- colm MacDonald, sem er sér- legur sendimaður brezku stjórnarinnar í Austur- og Mið-Afríkulöndum, væri kom inn til Nairobi í Kenya, til þess að ræða hvað unnt sé að gera til að afstýra þeim vanda, sem því er samfara, að yfir 200.000 manns frá Kenya af indverskum stofni, vill komast til Bretlands, þar sem það fær ekki lengur að vera í Kenya. Líklega á þetta fólk ekki í önnur hús að venda en til Breta, en það er brezkir borgarar og mun standa fast á rétti sínum. Tyfargra hluta vegna veldur hinn nýi innflytjenda- straumur erfiðleikum og andúð margra, og þess hefur verið krafizt utan þings og innan, að þessi straumur yrði stöövaður, eða dregið Ur honum til mikilla muna. Málið hefur og verið rætt á þingi, svarað fyrirspurnur um það o. s. frv. í frétt frá London segii 1500—2000 innflytjendur kom; frá Kenya til Bretlands að meö altali á viku hverri. Það er un það bil sjö sinnum meira er vikumeðaltal fyrir árið sem Ieu' en samt er búizt við mikiIV aukningu á næstu vikum mánuðum. Með þeim hraöa se nú er á myndu 100.000 manm frá Kenya af indverskum stofn- koma til Bretlands fyrir næsta haust. Mestur hluti þessa fóíks tryggði sér brezkan ríkisborg- ararétt þegar landið fékk sjálf- s^æöi og hefur óvefengjanlegan réít til þess að fara þangaö og setjast þar að. Brezk yfirvöld segja, að í Kenya muni 125.000 af þessu fólki hafa brezk borg- araréttindi. Það er vegna fram- kváemdar Kenya-stjórnar á þeirri stefnu, að Kenya skuli vera land hinna blö,kku, aö það bitnar á þessu indverska fólki, þótt það hafi með réttu verið búið að vinna sér þar hefðar- rétt, því að hér er ekki um að ræða aðkomufólk frá sfðari tfm- um, heldur flest afkomendur fólks sem fyrir löngu fluttist til landsins. Stefnan hefur verið fram- kvæmd þannig, að segja þessu fólki upp starfi, en útlendir borg arar verða að sækja um vinnu- leyfi, en þaö fá þessir „útlend- ingar“ vart. Það er látið bitna á þeim, að margir höfðu sterka aöstöðu til þess að koma fram af hörku við þá blökku fyrir sjálfstæðið, og svo þáðu þeir ekki boðið um að fá þegnrétt- indi f hinu nýja, sjálfstæöa Kenya. Þeir kusu brezkan borg- ararétt fremur en Kenya-borg- ararétt Og nú er í ráði að takmaifca mjög rétt erlendra borgara tB þess ’að reka verzdun. Sækja þarf um verzlunarleyfi á ný, en þessi lagaákvæði munu áreiðan- lega verða notuð gegn indversku kaupsýslustéttinni í Iandinu. Einnig er búizt við, að erfið- ara verði fyrir þetta indverska fólk að fá skólavistarleyfi fyrir böm sín. Nú hefur brezka stjómin tek- ið málið upp við stjómina í Kenya og það hefur aukið strauminn vemlega — því að flestir vilja komast til Bret- lands, áður en samkomulag kann að nást milli Wilsons o;> Jomo Kenyajta. Eitt af því, sem menn ótt ast á Bretlandi er að allut þessi fjöldi innflytjenda mum auka hættuna á kynþáttavanda málum, sem era að verða ærin en það er nú ein milljón hör undsdökkra manna á Bretlandi □ Suöur-Afríka kveðst akki breyta ákvörðunum um að senda blandað liö hvftra manna og hörundsdökkra á Olympíuleik- ana, því að það væri að bregðast Alþjóða Olympíunefndinni, sem samþykkti að veita Suður-Af- ríku réttindi til þátttöku að full- nægðum settum skilyrðum Tíu Afríkuþjóðir hafa hætt við þátt- röku vegna ákvörðunar nefndar- 'n ar. □ Um seinustu helgi vat klukkunni á Bretlandi flýtt um sina klukkustund til samræm- is við tímann á meginlandi Evr ópu yfirleitt og verður héðan * frá um varanlegan sumartíma að ræöa. — Meö þessu er ho-‘ 'ð frá hálfrar , aldar venju un að flýta klukkunni á vorin ot seinka henni á haustin. Fyrir 1916 hafði Bretland ávallt FMT t.íma (Greenwich meðaltfmai verður áfram í notkun í Portú gal og á nokkrum eyjum á At lantshafi og í löndum í Vestur Afríku. — .' Bretlandi veröut áfram vitnað tíl Greenwich með altíma svo sem um dagskrár- efni útvarps til annarra landa o.fl.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.