Vísir - 27.02.1968, Page 7

Vísir - 27.02.1968, Page 7
V í SIR . Þriðjudagur 27. febrúar 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Bandaríska herstjórnin í Saigon tek- ur upp strangt stríðsfréttaeftirlit Um þessa mynd af bandarískum hermönnum á vígvelli í S. V. hefur veriS sagt, að hún gæti eins vel verið frá Flandem' (Flæmingjalandi) í Belbíu í fyrri heimsstyrjöld. Þar stóð hvergi steinn yfir steini, þar sem byggð bói höfðu verið. Orusta í Laos — oo margir særðust Barizt um yfirráð samgönguleiða Fréttaritarar teija, að j Wheeler hershöfðingi muni segja Johnson for- seta, að Westmoreland muni þurfa allmjög aukinn herafla til þess að hernað- arleg aðstaða versni ekki frá því sem nú er og að forsetinn muni fallast á að senda allt. að 100.000 manna liðsauka til Suður- Vietnam. Herstjómin bandaríska I Saigon hefir hert eftirlit meö fréttaflutn- ingi af styrjöldinni og iætur fram- vegis ekki í té frjálsar upplýsingar um árásir kommúnista á bæi og manntjón í liði þeirra. Tiigangur- inn er, að hindra að þeir geti dregiö ályktanir af fréttum, sem þeim gætu komið að gagni. Sagt er frá nýjum árásum á flutn ingalestir kommúnista og sprengju- árásum þeirra á alþjóöaflugvöHinn við Saigon og á íbúðahverfi í borg- inni. Um 100 hús eyðiiögðust. Nákvæmar upplýsingar hafa ekki verið iátnar í té um sprengjuárás- ir kommúnista á flugvöilinn Tan Son Nhut við Saigon, og er það í samræmi við hinar nýju ákvaröanir að heröa eftirfit með fréttum um árásir kommúnista á Khe Sanh og aðrar mikilvsegar herstöðvar og bæi. Aðalstöðvar hernaðarlega lands- stjórans í Saigon urðu fyrir 6 skot- um. Fimm stjórnarhermenn og tveir lögregluhermenn særðust. I frétt frá Vientiane í Laos síð- degis í gær segir, aö um 300 menn hafi fallið eöa særzt í orrustu um samgönguleiðir, sem kommún- istar reyna að ná valdi yfir til flutninga á liði og hergögnum til norðurhluta Suður-Víetnam. Horf- ur á þessum slóðum verða stöðugt hættulegri. Wheeler hershöfðingi sagði í gær við brottförina frá Bangkok, þar sem flugvél hans hafði viö- komu á heimleið til Bandaríkjanna, að Westmoreland fengi allt það lið, sem hann þarfnaðist. Hann fór í eftirlitsferö til banda- rískra stöðva í Thailandi og sagði við fréttamenn eftir á, að Banda- Praouk Somly hershöfðingi yfir Suður-Laos skýrði fréttamönnum frá því í gær, að 42 menn úr stjórn- arhernum í Laos hefðu fallið í orrustunni, sem háö var í fyrradag (sunnudag). Sjö menn særðust lífs- hættulega. Horfurnar eru sagðar stórum hættulegri vegna þess að kommúnistar hafa umkringt tvo ríkjastjórn væri staðráöin í að halda áfram styrjöldinni í Víetnam, og stefna að lokasigri. Hann kvaðst ekki geta sagt neitt um, hvort kommúnistar myndu reyna aö her- taka Khe Sanh. Hanri kvað kommúnistum alger- lega hafa mistekizt aö ná tilganginum með sókninni I Suður- Víetnam. 300 féllu höfuðstaði héraða Attopeu og Sara- vane. Tiltölulega kyrrt var í Atto- peu í gær en varðflokkar úr stjóm- arhernum sáu til herflutningalestar, sem í voru 50 flutningabílar komm- únista og bendir það til, að meiri átök séu framundan. Þetta var milli bæjanna Saravane og Lao Ngum. Ekki er fyllilega ljóst, hvert mark kommúnista er (Pathet Laos og Norður-Víetnama), en þessar til- gátur hafa komiö fram: 1. Að Norður-Víetnamar séu að treysta aðstöðu sina á þessum slóð- um, ef til samkomulagsumleitana skyldi koma. 2. Þeir séu að reyna aö ná á sitt vald stærra samgöngusvæði en Ho Chi Minh stígurinn liggur um, en Bandaríkjamenn segja, að þeir hafi lengi notað þá leiö til þess að koma liði og birgðum yfir Laos inn í Suður-Víetnam. 3. Þeir séu að berjast þarna við stjórnarhersveitir til þess að geta verið ö.ruggari um flutninga á öðr- um leiöum. Stjórnarherinn tók allmarga af Iiði kommúnista til fanga. Talið er að 68 Norður-Víetnamar hafi fallið. ■ Makarios erkibiskup fékk 94,5 % atkvæða I forsetakjörinu. — Tyrkneskumælandi menn tóku ekki þátt í kosningunum. Makarios fékk 220.911 atkvæði en keppinautur hans Takis Evdokas 8.577. ■ Níu soldánar eða sheikar smá- ríkja við Persaflóa, sem flest eru auðug að olíu, sitja á ráðstefnu I Dubai, og ræða stofnun sambands- ríkis. ■ Háskólinn I Egyptalandi hefur verið lokaður vegna ókyrröar með- al stúdenta sem hafa mótmælt dóm unum yfir liðsforingjunum, sem taldir eru ábyrgir fyrir óförunum I júnístyrjöldinni — þótti þeir of mildir. Egypzka stjórnin hefur fyr- irskipaö, að nýr herdómstóll skuli taka málin fyrir. ■ Til mikilla átaka kom í gær .mi'Hi japanskra stúdenta og bænda og lögreglu — 499 lögreglumenn særðust og 130 stúdentar en 23 voru handteknir. Stúdentar og bændur höfðu safnazt saman til að mótmæla að gerður yrði flugvöllur í Narisa 48 km frá Tokyó. Héldu þeir, aö hann kynni aö verða not- aður sem bandarískur herflugvöll- ur. iafnaðarmanna- flokkurinn finnski velur forsætis- róðherraefni í dag Finnski jafnaðarmannai'lokkurinn tilnefnir í dag forsætisráðherraefni sitt. Flokksstjómin og þingflokkur- inn hafa hiálið til meðferðar. Fagerholm hefir neitað að verða við óskum um að taka að sér þetta hlutverk, eftir að atkvæðagreiðsla hafði farið fram í flokksstjórninni, og fékk hann 37 atkvæði, Kaarlo Pitsinki landshöfðingi 13 og vara- formaður flokksins Olav Linblom 1 atkvæöi. Áður en allt þetta gerðist hafði Rafel Paasio.formaður flokks- ins, tilkynnt, að hann gæfi ekki kost á sér. Rannsókn fyrirskipuð út af brunanum í Shrewsbury Westmoreland fær allt það lið, sem hann þarf Hótað að myrða Papandreou Hann hefur stofnað frelsishreyfingu sem hefur lýðræði i Grikklandi að marki Andreas Papandreou, fyrrverandi grískur ráðherra og þingmaður, er nú á ferðalagi um Norðurlönd. — NTB-frétt frá Stokkhólmi hermir, að rétt fyrir komu hans til Stokk- hólms hafi maður nokkur hringt til blaðs i. borginni, og sagt, að Papandreou yrði myrtur. Vegna þessarar hótunar voru fimm einkennisklæddir lögreglu- þjónar sendir til Arlanda-flugvall- ar, áöur en flugvélin, sem hann kom í lenti, en koma hans fór frið- samlega fram. ' Á fundi með fréttamönnum í gær sagöi Papandreou, aö hann hefði stofnað frelsishreyfingu (PAK), sem hefur aö marki endur- reisn lýðræðis í Grikklandi. „Við höfum marga stuönings- Kvennadeildin sem eldurinn kom upp / var læst á nóttunni og ekkert gæzlulið haft þar Andreas menn I Grikklandi," sagði hann, „og við njótum stuðnings útlægra Grikkja í þúsunda tali.“ ■ Hann kvaðst ekki líta á sig sem forsætisráðherraefni í Grikklandi heldur sem forsprakka frelsishreyf- ingar, baráttumann. Hann kvað alla Grikki geta orðið þátttakendur í hreyfingunni, svo fremi sem þeir væru stuðningsmenn lýðræðis I Grikklandi og frjálsra kosninga. Ekki vildi hann segja neitt um fjölda þátttakenda né neitt varð- andi horfur á borgarastyrjöld i landinu. Hann lagði áherzlu á, að PAK ætti ekki að koma í staðinn fyrir önnur samtök I Grikklandi, sem stefndu að sama marki. Mikil furöa og grenija ríkir á Bretlandi yfir því, sem komiö hef- ur i ljós varðandi eldsvoðann í geðveikrahælinu í Shrewsbury (sbr. frétt í Vísi í gær). Krafizt hefur verið rannsóknar og lofaöi félagsmálaráðherrann, Kenneth Robinson, I gær í þing- ræðu, aö rannsókn yrði látin fara fram. Lena Jeger, þingmaöur í Verka- mannaflokknum, sagöi að það heföi vakið mikla skelfingu í hugum manna, er það fréttist, aö kvenna- deildin, þar sem eldurinn korri upp, hafi verið læst að næturlagi og ekkert gæzlufólk I deildinni eftir að búið var að læsa. Forstöðukonan, Rosamunda Butt- ers sagði við fréttamenn að hinir erfiðari ’sjúklingar hafi verið hafð ir í þessari deild og sumir þeirra haft leyfi til að reykja. Hún játaði aö sumir hefðu farið óvarlega meú eld. Eldurinn kom upp laust eftn miðnætti og komu 12 slökkviliðs bílar á vettvang og var það fyrs: eftir tvær klukkustundir, sem þeit náðu valdi á eldinum og gátu hinri að frekari útbreiðslu hans. Lögreglan segir, að fiestar kven-- anna, sem Iétu lífið (21) hafi ver ' yfir sextugt. — Um 120 sjúklingr af 800 voru fluttir í önnur sjúkrr hús. — Sum sjúkrahúsanna Shrewsbury eru yfir 100 ára göm ul. Vissa er ekki um eldsupptök, nema að þau munu hafa komið upp I herbergi á annarri hæð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.