Vísir - 27.02.1968, Síða 9

Vísir - 27.02.1968, Síða 9
9 V í S IR . Þriðjudagur 27. febrúar 1968. ' ium á eru þeir farnir að róa og von á nýju í soöið, ef þeir þá komast nokkurn tíma á sjó fyrir ógæftum. Annars ku það nú eina ráðið fyrir mörlandann að éta sinn fisk sjálfur, ella losn ar hann ekki við hann. Rússar eru sagðir veiða meiri fisk orðið en þeir geta torgað, enda kaupi þeir íslenzkt tros af einskærri meðaumkvun með lítilli þjóð fyr ir skít og ekki neitt. — Og enn þá brýna þeir kutana I Nigeríu og vilja ekki sjá morkna skreið sem mokað er upp úr „margra- nátta“ netadræsum norður f Atlantsálum. ISl Ekki gengur búhokriö betur í harðindunum. Hagleysið ærir sultinn í hvurri skepnu og bænd ur eiga varla lengur fyrir méli, enda eru kaupfélögin ekki í standi til þess að lána neitt út í krít. Bágt er að þreyja þorr- an og góuna í sliku jarðbanni og heyleysi vofir yfir mörgum á útmánuðum. — Það er til marks um fóðurskortinn að bændur nokkrir í nágrenni borg arinnar fóru í ránsferð að ná- granna sínum, sem var sagður heybirgur. Læddust þeir í hlöðu að næturþeli og öxluðu bagga stóra, enda annáluð karlmenni í þeirri sveit. Höfðu þeir burt með sér sextán hestburöi og. fóru létt með. En bóndi sá naum ast á stabbanum, þegar hann gekk til hlöðu að morgni, fyrr en hann hugði gjörla að. En þá sá hann að stæðunni var lít- illega brugöið. HEFUR verið æði þétt í þeirri stæðu og fyrn- ingar trúlega. ISl Annars er þaö nú orðið álita- mál, hvort vesöldin er meiri til sveita ellegar á mölinni, þar sem jafnvel gildir heildsalar og fasteignamangarar komast á ver gang með slæpingjum, eiga ekki málungi matar, utan þiggja af sveit, komast þeir sem bezt mega að hjá því opinbera sem blækur á skrifstofur fyrir lús- arlaun. Að ekki sé nú talað um múr- ara og aörar handverksmenn, eða þá sauðsvartan verkalýðinn, sem ekki fékk handtak að gera fyrr en þeir opnuðu frystihús- in og dró fram lífið af barna- Iífeyri og atvinnuleysisstyrk. — Sumir reyna að drýgja auraráð- in með kúttmögum og gotu, sem fást stöku sinnum fvrir lítið. — Svo eru þeir að tala um verkfall. Ofan á allt þetta brást svo þetta sem kallað er „hitaveita" einu sinni enn. Hefðu sjálfsagt margar fjölskyldur fengið iðra- kvef, ef ekki lungnabólgu, hefðu þeir ekki verið svo elskulegir í Bændahöllinni að leigjá barn- mörgum fjölskyldum með af- slætti x kuldaköstunum, já næstum því fyrir ekki neitt! — ekki er að spyrja að gestrisn- inni, þar sem bændur eru ann- ars vegar. csa Janúar var mikill verðlauna- mánuður og komust fleiri en vildu til metorða. Að minnsta kosti tókst útvarpinu ekki að troöa sínum þrjátíu þúsund króna verðlaunum upp á góð- skáld og lyfskáld að norðan, en lét þess þó eigi að síður getið að skáldið pæti uppi með heið- urinn að verðlaununum. Silfurhrossið fengu hins vegar færri en vildu, enda er trunt- an sú ekki talin svo burðug aö tvímenna megi á henni, hvað þá meir. Eigandi hennar situr úti á Spáni að semja meistara- verk sem vekja á forakt hjá kerlingum. Truntan þessi er sögð vera mjög svipuð holdum og aðrir . útigangar þessa lands og menn rifast um hana eins og gengur. ISI Bókmenntaverðlaun Norður- Ianda fóru fyrir ofan garð og neðan að þessu sinni. Helgi Sæm og Steingrímur komu nið urlútir heim frá útlandinu og grétu á bak við byrgða glugga. Var þeirra ferð til fjárútláta og einskis frama, enda hafa báðir reynt að bæta ráð sitt, annar með sendibréfi til séra Jóns og Njarðar, hinn hefur dregið seiminn sunnudag hvem í útvarpinu. 1^1 H-nefndarmenn gerast nú æ aðgangsharðari í áróðri sínum. Sagt er að þeir ætli sér þaö takmark, að kveöa alla árilíusa í kútinn fyrir vorið. Gerast fáir málelaðari á mannamótum en þessír piltar. Hafa þeir og feng ið i lið með sér margreynda húmorista og hagyrðinga. Láta þeir til sín taka jafnt fegurðar samkeppni, sem hrútasýningar og þykir hvarvetna að þeim mikil skemmtan. ISl Eins og menn muna klofnaði áróðursmaskína H-nefndarinn- ar i haust og var upp úr þeim vinslitum stofnuð „Fræðslu og upplýsingaskrifstofa Umferðar- nefndar Reykjavíkurborgar” undir forustu „Umferðarfulltrúa gatnamáladeildar borgarverk- fræðings Reykjavíkur". — Læt ur þessi stofnun ekki sitt eftir liggja og hefur aðallega haslað sér völl i saumaklúbbum. — Láta sendimenn hennar, að þvi er sagt er, helzt ekki sauma- klúbb fram hjá sér fara. Þykir konum þetta nýmæli og taka þeim tveim höndum. — Allt fer þó fram að siöaðra manna hætti og er það skýrt tekið fram um vitjunartíma piltanna, að þeir dveljist ekki lengur en 15—30 mfnútur í hverjum klúbb. IS Islendingar eru manna gálaus astir með eld og eiga met f hús bruna, eins og alþjóðaskýrslur sanna. — Það þykir naumast tíð indum sæta þótt sundlaugar fuðri upp og frystihús eru hér eldfimari en púðurkerlingar. — Sumum fannst þó nóg um, er eldurinn réðst á sjálfa slökkvi- stöðina. Þetta geröist einhvem- tíma um áramótin. — Við það fór eldvarnakerfi borgarinnar úr sambandi. — Kom það sér vel, því að brunaboðar hafa naum- ast verið notaöir til annars en gabba slökkviliðiö. Annars er allt að snúast við í ^þessu þjóðfélagi: Nú er það ekki nóg að verkalýðurinn fari f verk fall, heldur stræka frystihúsin líka .... Það er ekki að furöa þótt borgin og ríkið fái sér nýj- an sameiginlegan heila. — Þessi heili verður lfklega fyrst f stað notaöur til þess að reikna út skattinn, líklega væri ráð að láta hann svo reikna út lista- mannalaunin næst. Það hefur hvort eð er enginn vit á þessu. Það er nú aldeilis meira hvernig góöærið hefur ruglaö menn í ríminu. Áreiðanlega þarf langt hallæri til, svo að menn komist aftur f eðlileg hold — Til bráðabirgöa hefur veriö opn- ur hjartaverndarstöð... ISI Æji-jæja. Það er ekki að furða þótt menn séu hissa á tíð inni. Þetta hefur verið mesta sultarskeið f sögu ojóðarinnar frá þvf á kreppuárunum. Eilffir umhleypingar og nauðungarupp boð. Eina huggan þessa vesælu vetrardaga voru útsölurnar og þorrablótin ... Það gerði mönn- um léttara að beria saman skatt svikin fyrir mánaðamðtin. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.